Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Óútskýrður fugladauði SNÆFELLSNES: Sérfræð­ ingar velta nú fyrir sér dauða fjölda sjófugla sem fundust við Fróðárrif á Snæfellsnesi. Um miðjan maí var tilkynnt að fundist hefðu um 50 dauð­ ir æðarfuglar í varpi skammt frá Fróðárrifi. Nú í síðustu viku fundust svo 70 dauðar ritur til viðbótar ásamt dauð­ um skörfum og æðarfugli á svipuðum slóðum. Sérfræð­ ingar hafa nú skoðað svæð­ ið en ekki hefur verið gefin útskýring á þessum miklum fjölda dauðra sjófugla. Sýni úr æðarfugli sem fannst í maí hefur verið sent til Banda­ ríkjanna en eins og er bein­ ist grunur manna að mengun sé í einhverjum af ferskvatns­ tjörnum á svæðinu þar sem báðar fuglategundirnar sækja sér neysluvatn. -jsb Hollvinahátíðin framundan BIFRÖST: Hollvinahá­ tíð verður haldin á Bifröst í annað sinn laugardaginn 21. júní nk. Margt verður á dag­ skrá líkt og golfmót hollvina, gönguferð uppá Grábrók, skemmtileg málstofa, kokteill í boði háskólans, þriggja rétta hátíðarkvöldverður og svo ball með Upplyftingu. Hátíð­ in er samstarfsverkefni Holl­ vinasamtakanna, Háskólans á Bifröst, Sjéntilmanna og Nemendafélagsins og er til­ gangurinn að gefa núverandi og fyrrverandi nemendum á Bifröst tækifæri til að hittast, kynnast og efla tengslin. „Er það von stjórnarinnar að holl­ vinir nær og fjær, nemendur og starfsfólk taki helgina frá, skrái sig, gleðjist saman yfir gömlum minningum og búi til nýjar sameiginlegar,“ seg­ ir í tilkynningu. Lesa má nán­ ar um dagskrá og afþreyingu á Bifröst á vef skólans. –mm Vinnustöðvun yfirvofandi LANDIÐ: Leikskólakenn­ arar um allt land hafa boðað til vinnustöðvunar fimmtu­ daginn 19. júní ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Verði vinnustöðvunin að veruleika mun hún hafa í för með sér að flestum leikskólum lands­ ins verður lokað þennan dag. Útifundur leikskólakenn­ ara er fyrirhugaður klukkan 13:30 á fimmtudaginn á Aust­ urvelli í Reykjavík. -jsb Þrjú fíkniefnamál AKRANES: Lögreglan á Akranesi sinnti þremur mál­ um í liðinni viku þar sem fíkniefni komu við sögu. Tví­ vegis stöðvaði hún ökumenn sem reyndust aka undir áhrif­ um fíkniefna. Annar reynd­ ist undir áhrifum kókaíns og hinn hafði neitt amfetamíns og kannabis. Þá lagði lögregla hald á kannabisefni sem ung­ lingur hafði í fórum sínum. –þá Þeim sem hafa gaman af göngu og skokki og vilja skreppa í sveitina er bent á Sauðafellshlaupið 2014 sem haldið verður á Erpsstöðum í Dölum laugar- daginn 21. júní kl. 14. Þetta er 12 km eða 15 km hlaup/ganga frá Erpsstöðum og endar á sama stað þar sem farið er um eða yfir Sauðafellið. Allir er velkomn- ir og sameiginlegt grill og kvöldvaka í fjósinu um kvöldið. Barnagæsla verður á meðan á hlaupinu stendur. Ýmis fleiri Jónsmessutengd hlaup eru framundan í landshlutanum. Spáð er vestlægri átt á fimmtudag en síðan breytilegri átt og norðanátt á sunnudag. Þokkalegt veðurútlit er fyrir suðvesturhornið. Á fimmtudag er spáð rigningu með köflum og hita 7 til 14 stig. Á föstudag er áfram hægur vind- ur í breytilegri átt, skýjað og að mestu úrkomulaust, en bjart með köflum suð- vestan til. Hiti 9 til 15 stig og hlýjast á suðvesturlandi. Á laugardag verður hæg breytileg átt og rigning, einkum fyrir norðan. Hiti 8 til 13 stig. Á sunnudag er spáð norðanátt með þokulofti og súld norðaustan- og austan til, en bjart með köflum annars staðar. Hiti 10 til 17 stig og áfram hlýjast hér á suðvesturlandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Ætlar þú að ferðast í sumar?“ Margir ætla að gera það: „Já innanlands“ sögðu 43,95% , „já bæði hér heima og úti“ var svar 21,53% og „já til útlanda“ sögðu 7,96%. „Nei ég verð heima“ sögðu 13,57% og 13% vissu það ekki ennþá Í þessari viku er spurt: Veistu hver er lengsti dagur ársins? Karlmenn sem hafa kjark til að velta sér allsberir í dögginni á Jónsmessunótt, samkvæmt gamalli þjóðtrú, verða Vest- lendingar vikunnar. Koma svo karlar! Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Það stefnir í góða aðsókn á Landsmót hestamanna á Hellu. „Lokadagurinn í sölu á vikupössum á mótið var hjá okkur í gær, sunnudag, og þá sprakk miðasölukerfið. Við erum að vonast eftir að ná hátt í það eins mörgum og komu á síðasta Landmót sem haldið var á Hellu 2008, þá voru gest­ ir 14 þúsund. Það er viss passi að á hvert mót koma eitt til tvö þúsund útlendingar. Núna fljúga ein níu flugfélög til landsins og hægt að panta flugfar með litlum fyrir­ vara. Þetta er orðið mikil breyting frá því áður og erfitt að áætla hvað móts­ gestir verði margir, hvorki með fjölda Íslendinga eða útlendinga. Miðasalan er mikil rétt fyrir mótið og mætingin ræðst líka mikið af veðri,“ segir Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Lands­ móts hestamanna sem verður haldið á Gaddastaðaflötum við Hellu dagana 30. júní til 6. júlí næstkomandi. Axel segir að vellir og að­ staða fyrir keppendur og hross sé mjög góð á Gadd­ astaðaflötum. Mótsvæðið hafi verið tekið út á dögunum og þar var haldið mjög stórt mót í úrtöku fyrir landsmót. Fjöldi hesta og knapa verður mjög mikill á landsmóti og til að mynda eru 280 hest­ ar skráðir í kynbótakeppn­ ina. Annar undirbúningur fer síðan fram síðustu vikuna fyrir landsmótið en þá verður kom­ ið upp aðstöðunni fyrir gesti móts­ ins. Það eru tvö gríðarstór markaðs­ og veitingatjöld sem leigð verða frá út­ löndum. Hvort þeirra um sig er um 1200 fermetrar. Þá verður einnig reist rúmlega 500 manna áhorfendastúka við völlinn. Axel segir að góður hóp­ ur frábærs fólks með reynslu vinni að undirbúningi mótsins og það auðveldi að standa fyrir þessum gríðarstóra við­ burði sem Landsmót hestamanna er. þá Starfið í Ölveri sumarbúðum KFUM og KFUK í Hafnarskógi hófst 10. júní síðastliðinn. Fyrsti flokkurinn fór vel af stað, að sögn forstöðufólks sumarbúðanna, en einnig er góð skráning í aðra flokka sumarsins. Í Ölveri eru að­ allega stelpur á aldrinum 6­15 ára, en þar er einnig einn stráka­ flokkur yfir sumarið fyrir 6­9 ára stráka. Flokkarnir eru aldursskipt­ ir og því ættu allar stúlkur að finna eitthvað við sitt hæfi. Einn flokk­ urinn heitir til dæmis Krílaflokkur og er fyrir 6­9 ára stúlkur og er sá Fjölmörg sumarhús eru í Borgar­ firði og una eigendur sér þar við eitt og annað, meðal annars gróð­ ursetningu trjáplanta. Undanfarin ár hefur að sögn þeirra verið mikil ánauð af sauðfé á svæðinu frá Gljúf­ urá og upp undir Grábrókarhraun. Eigendur sumarhúsa á þessu svæði eru orðnir langþreyttir á ástand­ inu. Einn sem Skessuhorn ræddi við sagði að nú keyrði um þver­ bak. Venjulega hefði fyrsti hópur­ inn komið 20. júní en þetta árið hefði hann birst þann ellefta. „Það er greinilegt að nú hefur verið keyrt fyrr á fjall því kindurnar hafa aldrei komið svona snemma. Þessar skját­ ur éta allt sem maður setur niður nema birki og eina blómategund. Þetta er bara algjörlega ólíðandi.“ Erna Sigurðardóttir á sumarbú­ stað rétt við verslun Baulunnar í Stafholtstungum. Þar hafa hún og maður hennar verið að koma sér fyrir í sveitasælunni. En fljótlega fór að bera á því að böggull fylgdi skammrifi. „Nokkur undanfarin ár hefur sami fjárhópurinn verið hér á ferð, í kringum 20. júní og étið nærri allt sem tönn á festir, nema birkið. Ég hef verið í sambandi við landeigandann sem er allur að vilja gerður en fær lítið við ráðið. Núna kom fyrsti hópurinn rúmlega viku fyrr en venjulega. Ég varð alveg öskureið. Hringdi í sýslumann og skrifstofu Borgarbyggðar og vildi fá svör. Sýslumaður gat lítið fyrir mig gert og starfsmaður sveitarfélags­ ins var ekki við. En ég er ekki hætt og mun halda áfram að reyna að ná í hann. Mér finnst það bara óþol­ andi að um leið og bændur keyra á fjall þá er það segin saga að féð er mætt hér niður í sveit, örfáum dögum seinna. Við hjónin höfum jafnvel verið að hugsa um að girða okkur af, sem er líka óþolandi. Til varnar hef ég reynt að víggirða all­ ar plöntur sem ég gróðurset, en það hefur ekki heldur dugað. Og það leysir ekki vandann. Mér virðist að hann hljóti að liggja í því að fjall­ girðingin sé annað hvort ónýt eða mjög illa farin.“ Samkvæmt lögum um fjallskila­ mál og fleira frá 1986 segir orð­ rétt: „31. gr. Nú verða mikil brögð að ágangi búfjár úr afrétti í heima­ haga, og getur þá sá, er fyrir verð­ ur, gert sveitarstjórn aðvart. Skal hún þá, ef um verulegan eða óeðli­ legan ágang virðist að ræða, skipa fyrir um smölun ágangspenings og rekstur til afréttar eða skilaréttar... 32. gr. Nú verða eigendur eða ábú­ endur jarða, er að afrétti liggja, fyr­ ir verulegum ágangi afréttarpen­ ings, og geta þeir þá krafist girð­ ingar á milli afréttar og heimalanda sinna skv. 7. gr. laga nr. 10 25. mars 1965 (girðingarlaga).“ Eiríkur Ólafsson skrifstofustjóri Borgarbyggðar sagði í samtali við Skessuhorn að verið væri að kanna ástandið, bæði hvort girðingarn­ ar væru lélegar og þá hversu miklu fjármagni yrði varið í endurbætur á þeim. bgk Hin árlega Jökulmíla fór fram síðasta laugardag á Snæfellsnesi. Keppnin var haldin í samvinnu Hjólamanna og heimamanna. Ræst var út frá Grundarfirði og hjólaður hringur um Snæfellsnes, fyrst vestur fyrir jökulinn en síðan til baka um Vatnaleið. Hringurinn er 161 kílómetra langur, eða ná­ kvæmlega 100 mílur þar sem Jök­ ulmílan er sett upp að erlendri fyr­ irmynd sem nefnist Aldarskeið og er vinsæll hjólreiðaviðburður víða um heim. „Um 90 manns tóku þátt í Jökulmílunni, auk þess sem um 80 keppendur hjóluðu hálfa Jökulmílu. Það voru því um 170 manns sem kláruðu þetta árið sem er aukning um næstum hundr­ að manns frá því í fyrra. Þá tóku 77 manns þátt og við stefndum á að ná fjölda keppenda í 100 núna. Það gekk heldur betur eftir,“ seg­ ir María Sæmundsdóttir keppnis­ stjóri. Þá var börnum einnig boðið að taka þátt í svokölluðum Mílu­ spretti og tóku 13 börn þátt. Hjól­ reiðamennirnir fengu fínasta veð­ ur á laugardaginn. „Veðrið var þurrt en keppendur lentu í nokkr­ um mótvindi á leiðinni. Þetta tókst allt ótrúlega vel og gekk al­ veg stóráfallalaust fyrir sig. Við áttum í mjög góðu samstarfi við heimamenn og það ber að þakka. Án þess er erfitt að halda svona keppni,“ segir María að lokum. Úrslit Jökulmílunnar má finna á: thriko.is grþ/ Ljósm. tfk. Erna Sigurðardóttir er að reyna að víggirða sauðféð frá sumarhúsi þeirra, en kindurnar ryðjast inn á lóð hennar og éta allt sem tönn á festir, nema birkið. Sumarhúsaeigendur óánægðir með ágang sauðfjár Erna Sigurðardóttir sumarbústaða- eigandi er afar óhress með ágang sauðfjár í sumarbústaðalandinu. Segir hún að féð hafi komið níu dögum fyrr nú í vor en venjulega. Líklega vegna þess að bændur hafi rekið fyrr á fjall. Frá sumarbúðunum í Ölveri. Sumarbúðirnar í Ölveri byrjaðar flokkur fjóra daga í sumar­ búðunum. Sem kunnugt er stend­ ur Ölver á skemmtilegum stað í nágrenni Hafnarfjalls. Hver dagur þar er nýtt æv­ intýri, sambland af ómiss­ andi hefðum, nýjum leikjum og uppákomum. Í starfinu er unnið með hin góðu gildi Biblíunnar, mikið sungið og boðið upp á hollan og góð­ an heimalagaðan mat. Dag­ arnir í Ölveri eru viðburða­ ríkir og dagskráin fjölbreytt. Dag­ lega er morgunstund og biblíulest­ ur, brennókeppni, aðrar íþrótta­ keppnir og svo gönguferðir. Þá eru æfð leikrit og sýnd á kvöldvöku og heiti potturinn er alltaf vinsæll. Að kvöldi dags er kvöldvaka þar sem stúlkurnar sjá um dagskrá og eru leikrit og leikir yfirleitt stór hluti hennar. Hver dagur end­ ar svo með því að bænakona, sérstakur leiðtogi hvers her­ bergis les og biður með sínum stúlkum. Þá eru börnin í Öl­ veri að fást við ýmsar þrautir og keppnir og leikir eru hluti af dagskrá hvers dags, til dæm­ is hárgreiðslu­ og förðunar­ keppni. Þá er líka hæfileika­ sýning, stultur og húllahringir, hefðbundin leiktæki og óhefð­ bundin eins og risahengirúmið og báturinn eru líka mikið notað­ ur. Greinilega mjög fjörugt í sum­ arbúðunum í Ölveri. þá Vel heppnaðri Jökulmílu lokið Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hesta- manna. Allir krakkarnir sem tóku þátt í Mílu- sprettinum fengu verðlaunapening og hressingu. Miðasölukerfið á Lands- mótið lét undan álagi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.