Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Sumarlesari vikunnar Í Borgarbyggð eru reknar nokkr­ ar smærri og svæðisbundnar veit­ ur sem yfirleitt eru í eigu íbúanna sjálfra. Þar á meðal er Hitaveita Stafholtstungna sem hefur ver­ ið starfrækt í 24 ár og kaupir vatn í Laugalandi við Varmaland. Hita­ veitan er nú að endurnýja lagn­ ir á tæplega sexhundruð metrum af u.þ.b. 28 kílómetrum sem eru í hennar eigu. Verið er að breyta úr plasti yfir í stál. Kemur þetta eink­ um til af því, að sögn hitaveitu­ stjórans Brynjólfs Guðmundssonar í Hlöðutúni, að í upphafi var veit­ an ekki rétt hönnuð því lagnir voru úr óþarflega þunnu efni, sem hefn­ ir sín. Hitaveita Stafholtstungna þótti þarfaþing á sínum tíma og þyk­ ir enn og vilja eigendur hennar, bændur á 14 lögbýlum, halda áfram að reka veituna þótt stundum hafi verið hart í ári. Nokkuð hefur verið um bilanir á lögnum en undanfar­ in ár hefur verið unnið að endur­ nýjun veitulagna eftir því sem fjár­ magn leyfir. Brynjólfur segir að það sé að koma í hausinn á mönnum að sparað hafi verið í upphafi varðandi lagnaefni og veitan hönnuð með lítilli veggþykkt á rörum. „Það var verið að spara peninga með því að kaupa lagnaefni með þynnri veggj­ um og þar sem reynslan var ekki til staðar, hafa menn líklega talið að þetta væri í lagi. Það hentar frekar þar sem vatnið er ekki eins heitt og hér. Hitaveita Stafholtstungna er að kaupa vatn sem er 95 gráðu heitt og rörin þurfa að þola það hitastig og þrýsting. Með þessum lagfær­ ingum núna vonumst við til að geta að mestu komið í veg fyrir bilan­ ir á þessum kafla því því þær koma niður á öllum neytendum veitunn­ ar. Við erum að skipta út plast­ rörum í stál á tæplega sexhundr­ uð metra kafla frá dæluskúrnum og áleiðis upp á Stafholtsveggjaháls­ inn. Þar tengist stálrörið við pexrör sem endurnýjað var fyrir nokkrum árum, þegar þeim var skipt út fyr­ ir gömlu plaströrin. Það voru alls­ staðar plaströr í veitunni og því erum við að breyta smátt og smátt. Það er líka mikið betri einangrun í þessum rörum sem kemur notend­ um til góða.“ Aðspurður sagði Brynjólfur að framkvæmdirnar tækju verulega í budduna hjá ekki stærra fyrirtæki, en hjá þessu yrði ekki komist. Ekki væru allar framkvæmdir búnar, næst lægi fyrir að fara í lögnina sem ligg­ ur í áttina að Stafholti, líklega verð­ ur byrjað á því verki í sumar. bgk Boga Kristín Thorlacius hefur um nokkurra ára skeið rekið fyrirtæki sitt Blómalindina í Búðardal. Starf­ semin var í litlu húsi rétt við versl­ un Samkaupa á staðnum. Nú hef­ ur Boga látið áralangan draum sinn rætast um að breyta til, stækka við sig og gera alveg nýja hluti. Ný og breytt Blómalind var opnuð núna í byrjun mánaðarins. Í nýju aðstöð­ unni hefur verið nóg að gera við að breyta og bæta. Boga hefur byggt upp aðstöðuna sjálf, nýtt allt sem til hefur fallið í innréttingar. Krist­ inn Thorlacius faðir hennar hjálp­ aði til þar sem hennar geta þraut eins og að koma fyrir borðplöt­ um og stilla tækin. Eiginmaður­ inn Hjörtur Sveinsson lagði einn­ ig gjörva hönd á plóg. Allt kemur þetta skemmtilega út, óvenjulegt og öðruvísi. Einnig er kaffihús og matsala á staðnum, súpa dagsins, kaffi og með því, nýbakaðar vöfflur og tertur. Ekki má gleyma gjafavör­ unni, blómunum og skreytingum en Boga er lærður blómaskreytir. Vantaði fleiri kaffihús í Búðardal „Mér fannst vanta fleiri kaffihús hér í Búðardal auk Leifsbúðar, nota­ legt umhverfi þar sem hægt væri að setjast niður með góðan kaffi­ bolla og eitthvað að borða ef vill og ég sótti af því tilefni námskeið hjá Kaffitári, til að geta boðið upp á gott kaffi,“ segir Boga brosandi um ástæður breytinganna. „Einnig var gamla húsnæði Blómalindarinn­ ar löngu sprungið svo þar var engu nýju hægt að bæta við. Þegar þetta húsnæði losnaði ákvað ég að slá til. Ég hef verið að breyta og koma mér fyrir núna síðla vetrar og nú er þetta að mestu tilbúið, allavega nóg til þess að geta opnað. Ég er með veitingaleyfi tvö eins og kall­ að er, fyrir kaffihús og má því hafa opið til klukkan 23 á kvöldin. Get selt kaffi og áfenga drykki, meðlæti, súpur og brauð. Ég er náttúrlega blómaskreytir að menntun og hef gaman að skreytingum. Með þessu er ég að láta áralangan draum ræt­ ast þar sem ég tvinna saman skreyt­ ingar og kaffihús þannig að fyrst og fremst er um að ræða upplifun af íslenskri náttúru á margan hátt. Meðal annars hvernig rétturinn er skreyttur hverju sinni. Salatdiskur er sem dæmi einnig orðinn skreyt­ ing ef raðað er á hann eftir kúnstar­ innar reglum þar sem ég er að not­ ast við það hráefni sem er í boði hverju sinni. Einn daginn gæti súpa dagsins innihaldið nýjan silung úr Ljárskógarvötnum, Dalahvönn eða Erpsstaðarjóma. Það gerist varla meira spennandi og allt með heima­ bökuðu brauði. Svo verður haust­ ið gefandi tími; berin, sveppirnir, haustlitirnir og uppskeran. Það er bara að nota hugmyndaflugið.“ Allt mögulegt búð „Kannski má segja að þetta sé svona allt mögulegt búð,“ segir Boga og heldur áfram. „Allt sem ég nota í matreiðsluna er rekjanlegt. Ég kaupi hráefni héðan úr Dölunum, Reykhólum og Borgarfirði. Ég er með íslenska vöruhönnun til sölu í bland við erlenda, hvort sem er í gjafavöru, fatnaði eða öðru. Er kannski með vörur á boðstólnum sem sést ekki á öllum stöðum. Mér finnst það heillandi. Svo eru það auðvitað blómin, bæði lifandi og ekki.“ Vill lifa af þessu Boga hefur unnið á heimilinu á Fellsenda en dreymir um að breyt­ ing verði á því. „Mig langar til að reyna að hafa fulla atvinnu af þess­ um rekstri og hef ýmislegt á prjón­ unum til að svo geti orðið. Yfir vet­ urinn þegar færri ferðamenn eru hef ég hugsað mér að halda hér námskeið og taka á móti hópum, allt að fjörutíu manns í einu. Ég get þá boðið upp á súpu og brauð og jafnvel kennt blómaskreytingar sem er mín sérgrein eða hvað ann­ að sem mér dettur í hug. Svo býð ég hér upp á þvottaaðstöðu fyrir gesti og gangandi. Sú þjónusta er ný hér um slóðir. Tíminn leiðir í ljós hvernig það gengur.“ Aðspurð hvað verði um gamla húsnæði Blómalindarinnar, segir Boga það vera til sölu. „Húsið er lítið, það er hægt að taka það bara og flytja í burtu. Ef einhver er áhugasam­ ur má sá hinn sami bara hafa sam­ band,“ segir Boga Kristín Thorla­ cius sem þarf að sinna vöfflubakstri. Hópur mættur á svæði sem pantaði sjö bolla af „latte“ og jafnmargar vöfflur með. bgk Þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferð í Baulunni í Borgarfirði fyrir skömmu bar þar að erlendan ferða­ mann. Hann spurði hvort þetta væri Baulan eða „The Baula.“ Hon­ um var tjáð að það væri nú kannski samnefnt fjall sem bæri þennan tit­ il. Kom þá í ljós að ferðamaður­ inn hafði ekkert fjall í huga. Hon­ um hafði nefnilega verið sagt, suð­ ur í Reykjavík, að besti ís á landinu væri til sölu í Baulunni. „Ég er mik­ ill áhugamaður um ís og ákvað því að stoppa hér til að sannreyna hvort rétt væri farið með,“ sagði ferða­ maðurinn um leið og hann snar­ aði sér inn til að kaupa ísinn. Eft­ ir að hafa fengið afhendan góðan ís, án dýfu, og smakkað á, horfði hann undirleitur á blaðamann smá stund á meðan ísinn bráðnaði í munni og kvað svo upp dóminn. „Ég held að þetta sé satt. Besti ís á Íslandi er seldur í Baulunni.“ bgk. Næstu vikurnar mun Skessu­ horn, líkt og síðasta sumar, birta mynd af sumarlesara vikunnar og svör viðkomandi við nokkr­ um spurningum. Börn þessi heimsækja Bókasafn Akraness yfir sumartímann. Starfsfólk safnsins hefur veg og vanda að vinnslu þessa efnis. Nafn: Viðar Sigurþórsson Aldur: 7 ára að verða 8 ára Hvenær lestu? Á kvöldin Áttu uppáhaldsbók? Veit ekki Áttu einhvern uppáhalds höf- und? Nei Hvaða bók lastu síðast? TX­10 Viltu mæla með einhverri bók fyrir aðra krakka að lesa? Nei Í hvaða skóla ertu? Grundaskóla Áttu einhver önnur áhuga- mál? Leika, fótbolti og badmin­ ton. Ný og breytt Blómalind í Búðardal Boga Kristín Thorlacius við afgreiðslu- borðið sem er sannarlega öðruvísi en gengur og gerist. Í Blómalindinni fæst ýmislegt sem ekki sést á hverju horni. Baulan í Borgarfirði þar sem ferðamenn koma frá Reykjavík til að smakka besta ís landsins. Segir besta ís landsins vera í Baulunni Framkvæmdir við hitaveitu Stafholts- tungna. Hitaveita Stafholtstungna í framkvæmdum Brynjólfur Guðmundsson hitaveitustjóri, Ólafur R. Guðjónsson suðumaður og Grétar Reynisson tækjamaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.