Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 TRÉSMIÐJAN AKUR EHF. Trésmiðjan Akur ehf. • Smiðjuvöllum 9 300 Akranesi Sími 430 6600 • akur@akur.is • www.akur.is ÖLL ALMENN TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Endurbætur og nýsmíði Þök – Klæðningar – Gluggar – Útihurðir – Sólpallar Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta 435-1252 • 893-0688 • velabaer@vesturland.is SK ES SU H O R N 2 01 3 Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Flutningastöðin Borgarnesi ehf. Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Þrjár ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 16.00 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is Vélaviðgerðir • Gírupptektir • Rennismíði • Viðgerðarvinna Smíðum úr stáli, járni og áli Vélaverkstæði Hillarí Nesvegi 9 340 Stykkishólmi Símar: Sigurður 894-6023 Rúnar 694-9323 LAUSNIN Sími 435 0000 • www.gamar.is • vesturland.gamar.is Höfðaseli 15 Akranesi. Móttökustöð fyrir endurvinnsluefni og sorp. Opið virka daga kl. 8 – 16. Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Hreppslaug • Skorradal • Borgarfirði • Sími: 437 0027 S K E S S U H O R N 2 0 1 3 Hreppslaug í Skorradal Opið til 10. ágúst 2014 Fimmtudaga og föstudaga kl. 19.00 – 23.00 Helgar kl. 13.00 – 22.00 Eins og fram hefur komið í Skessu­ horni ákvað Framfarafélag Borg­ firðinga fyrr í vor að efna til Rab­ arbarahátíðar í Reykholti laugar­ daginn 21. júní í samstarfi við Bú­ drýgindi og Saga Geopark. Þar verður auk þess markaður og sitt­ hvað fleira spennandi að gerast um næstu helgi. Rabarbaradómnefnd var skipuð og kom hún nýverið saman til að leggja á ráðin um fram­ kvæmdina og sín mikilvægu störf. Viðfangsefni keppninnar er rabar­ bari og keppt er í þremur flokkum; sultun, bakkelsi og frjálsri aðferð. Vegleg verðlaun verða í boði, en í fyrstu verðlaun verður Kitchen Aid hrærivél frá Einari Farestveit, töfra­ sproti í önnur verðlaun og grill­ sett í þriðju. Þar að auki verða sér­ stök verðlaun fyrir frambærilegustu vöruna. Sá sem þau hlýtur fær fjóra daga í Matarsmiðjunni að launum og hönnunaraðstoð hjá Vitbrigðum Vesturlands. Keppnin er öllum opin og skrán­ ingarfrestur er til klukkan 12 á há­ degi sama dag og keppnin fer fram. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt er bent á að hafa samband við Eddu Arinbjarnar í Húsafelli eða senda henni póst á: edda@husafell. is Dómnefndin í keppninni metur afurðirnar með blindsmökkun. Því eru keppendur beðnir að merkja rétti sína ekki sérstaklega. Gott væri að upptalningu á innihaldsefn­ um með réttunum, ekki er þó ósk­ að eftir uppskriftum. Úrslit verða kunngjörð þegar dómnefnd hefur lokið störfum um klukkan 16:00. Formaður dómnefndar er Nanna Rögnvaldardóttir matreiðslubóka­ höfundur. Með henni sitja í nefnd­ inni Jónas Björgvin Ólafsson mat­ reiðslumaður, Ylfa Helgadóttir matreiðslumeistari, Svavar Hall­ dórsson matarblaðamaður og Páll S. Brynjarsson sælkeri og fráfarandi sveitarstjóri í Borgarbyggð. Aðstandendur Rabarbarahátíð­ ar hvetja fólk til þátttöku og vilja nefna að ekki er skylda að taka þátt í öllum flokkum þótt það sé kost­ ur. Allir eiga möguleika á þessum góðu vinningum og vonast er eft­ ir líflegum viðtökum og skemmti­ legri keppni. Vanti menn frekari upplýsingar er bent á Facebooksíðu Framfarafélags Borgfirðinga. mm Dómnefnd á fyrsta fundi sínum. F.v: Svavar Halldórsson, Ylfa Helgadóttir, Nanna Rögnvaldardóttir og Jónas Björgvin Ólafsson. Á myndina vantar Pál S Brynj- arsson. Dómnefnd Rabararbarahátíðar í Reykholti kom saman Sumarstarf Skógræktarfélags Akra­ ness er þessa dagana að komast í fullan gang. Mánudagar kl. 17 verða vinnudagar í sumar. Unnið verður í Slögu og við þjóðveginn. Allir eru velkomnir, einnig þeir sem ekki eru í félaginu. Það munar um alla sem taka þátt, hvort sem vinnu­ þrekið er mikið eða lítið. Það er hugurinn sem skiptir máli. Mæting er við Einbúann við þjóðveginn. Í vor var leitað til nokkurra fyrir­ tækja eftir stuðningi. Eftirtalin fyr­ irtæki studdu okkur og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir: Bifreiða­ verkstæði Hjalta, Bílver, Bjarm­ ar, Galito, Íslandsbanki, Lands­ bankinn, Trésmiðjan Akur og Vél­ smiðja Ólafs Guðjónssonar. Tekið skal fram að ekki náðist að leita til nema hluta fyrirtækja á Skaganum. Þau fyrirtæki og einstaklingar sem vilja styðja okkur geta lagt inn á eft­ irfarandi reikning: Skógræktarfélag Akraness, kennitala: 690689­2949 Bankareikningur: 0186 26 7064. Félagið er ekki með neinn rekst­ ur eða starfsmann og því mun all­ ur stuðningur þetta árið fara í stíga­ gerð í Slögu. Akraneskaupstaður styrkti starf­ semi félagsins ekki frekar en und­ anfarin ár. Hins vegar styrkti bær­ inn okkur til að halda aðalfund Skógræktarfélags Íslands á Akranesi í ágúst og til að laga veginn og bíla­ stæðið fyrir neðan Slögu. Er bæn­ um hér með þakkað fyrir þann góða stuðning. Vonandi verður auðveld­ ara hér eftir fyrir fólk að komast að Slögu, vegarslóðinn þangað hefur hingað til varla verið fær venjuleg­ um fólksbílum. Landgræðslusjóður úthlutaði okkur styrk sem notaður var til að kaupa kjarrsög (sem einnig nýt­ ist sem sláttuorf) og keðjusög og í stígagerðina í Slögu. Það munar miklu um þann góða stuðning. Það verður því mikið um að vera hjá félaginu í sumar fyrir utan hefð­ bundna vinnu við gróðursetningu og grisjun. Jarðvinnufyrirtækj­ um á Akranesi hafa verið send út­ boðsgögn vegna Slögu og vonandi náum við að nýta peningana vel og þannig að sómi sé að. Baráttan við sauðkindina Í vikunni vorum við að gróðursetja í Slögu. Þar rákumst við á sauðfé inn­ an skógræktargirðingarinnar. Eftir nokkur hlaup og eftirrekstur tókst okkur að reka sauðféð í heimahaga sem eru miklu stærri en skógrækt­ in en öllu snautlegri af gróðri. Er virkilega ekki hægt að halda kind­ unum innan girðingar í þeirra hög­ um? Ég trúi ekki öðru en að hægt sé að halda sauðfénu utan skógræktar­ svæðisins með samhentu átaki ef á annað borð er talið nauðsynlegt að vera með sauðfé nánast inni í bæn­ um. Við sem viljum græða land­ ið erum ekki það mörg að við get­ um bætt við okkur rekstur á sauðfé bænda. Ég hvet alla unnendur fagurs um­ hverfis og mannlífs til að gerast fé­ lagar í Skógræktarfélaginu og hjálpa okkur við að græða upp landið. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Skógræktarfélagsins: http://www.skog.is/akranes/ Einn­ ig má senda tölvupóst á jensbb@ internet.is eða hringja í síma 897 5148 ef fólk vill gerast félagar eða koma með góðar ábendingar. Jens B. Baldursson Höf. er formaður Skógræktarfélags Akraness Pennagrein Skógræktarfélag Akraness í sumar Fulltrúar Skógræktarfélags Íslands heimsóttu félagið í október til að undirbúa aðalfund félagsins sem haldinn verður á Akranesi í ágúst næstkomandi. Á mynd- inni eru gestirnir ásamt nokkrum félagsmönnum Skógræktarfélags Akraness eftir gróðursetningu á nokkrum trjám sem þau færðu okkur Akurnesingum að gjöf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.