Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 37
37ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014
www.skessuhorn.is
Fylgist
þú með?
Áskriftarsími:
433 5500
Dalabyggð -
þriðjudagur 17. júní
Safnast verður saman við
dvalarheimilið Silfurtún
í Búðardal kl. 14 og farin
skrúðganga að Leifsbúð.
Þar verður flutt hátíðarræða
og fjallkonan stígur á stokk.
Skátarnir munu að því loknu
stýra leikjum þar sem börn
jafnt sem fullorðnir munu
etja kappi, m.a. í reiptogi og
pokahlaupi. Síðdegiskaffi
verður í Leifsbúð og bingó
á vegum skátafélagsins
Stíganda að því loknu, um kl
16.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 18. júní
Sveitarstjórnarfundur í
ráðhúsinu að Borgarbraut
14 kl. 11. Fyrsti fundur
nýkjörinnar sveitarstjórnar
Borgarbyggðar.
Grundarfjörður -
miðvikudagur 18. júní
Bæjarstjórnarfundur í
ráðhúsinu, Borgarbraut 16, kl.
16:30.
Hvalfjarðarsveit -
fimmtudagur 19. júní
175. fundur sveitarstjórnar
Hvalfjarðarsveitar , sem er
aukafundur, verður haldinn í
Heiðarskóla. Fundurinn hefst
kl. 15:30.
Grundarfjörður -
fimmtudagur 19. júní
Skemmtiferðaskipið Amadea
kemur kl. 13.
Dalabyggð -
fimmtudagur 19. júní
Frjálsíþróttaæfingar
verða í Búðardal kl. 17
– 18 á mánudögum og
fimmtudögum undir stjórn
Guðna Alberts Kristjánssonar
og til aðstoðar verður
Guðbjartur Rúnar Magnússon.
Æfingarnar verða a.m.k.
út júlímánuð, í „Dalnum“ í
Búðardal. Iðkendur á svæði
UDN eru hvattir til að vera
duglegir að mæta. Farið er
fram á að börn fædd 2008
og síðar verði undir eftirliti
fullorðins einstaklings á
meðan á æfingu stendur
og einnig viljum við minna
á að börn mæti á æfingar
í klæðnaði sem hentar til
hreyfinga.
Dalabyggð -
fimmtudagur 19. júní
Fótboltaæfingar verða í
Búðardal kl. 18 – 19 undir
stjórn Guðna Alberts
Kristjánssonar og til
aðstoðar verður Vésteinn
Örn Finnbogason. Iðkendur
á svæði UDN eru hvattir til
að vera duglegir að mæta.
Farið er fram á að börn fædd
2008 og síðar verði undir
eftirliti fullorðins einstaklings
á meðan á æfingu stendur
og einnig viljum við minna
á að börn mæti á æfingar
í klæðnaði sem hentar til
hreyfinga.
Akranes -
laugardagur 21. júní
Söngvitar á Jónsmessu.
Íslenska vitafélagið – félag
um íslenska strandmenningu
hvetur alla tónlistarmenn
að finna sér vita til að spila í
eða við laugardagskvöldið
21 júní. Sjálf Jónsmessunótt
er á mánudegi og því var
ákveðið að tónleikarnir hefjist
á miðnætti laugardagsins 21
júní.
Dalabyggð -
laugardagur 21. júní
Hestaþing Glaðs verður haldið
á reiðvellinum í Búðardal
dagana 21. - 22. júní n.k.
Mótið er opið öllum félögum
í hestamannafélögum. Nánari
upplýsingar um dagskrá og
skráningu er á heimasíðu
Glaðs.
Dalabyggð -
laugardagur 21. júní
Sauðafellshlaupið 2014 hefst
kl. 14 á Erpsstöðum. 12 km
eða 15 km hlaup/ganga frá
Erpsstöðum að Erpsstöðum
um eða yfir Sauðafellið. Allir
velkomnir, sameiginlegt
grill og kvöldvaka í fjósinu
um kvöldið. Barnagæsla
meðan á hlaupinu stendur.
Þátttökugjald er 1.000 kr.
Grundarfjörður -
laugardagur 21. júní
Grundarfjörður-KFR kl. 14 á
Grundarfjarðarvelli
Borgarbyggð -
laugardagur 21. júní
Tónleikar KK í veitingasal
Landnámsseturs kl. 22.
Akranes -
mánudagur 23. júní
Skapandi skrif - ritsmiðja
fyrir börn í júní á Bókasafni
Akraness.Vikuna 23.-27. júní,
kl. 9.30-12 verður haldin
ritsmiðja fyrir börn 9 - 12/13
ára. Gerður Kristný rithöfundur
leiðbeinir. Skráning og nánari
upplýsingar á bókasafninu
eða í síma 433-1200. Ekkert
þátttökugjald.
Grundarfjörður -
þriðjudagur 24. júní
Skemmtiferðaskipið Minerva
kemur kl. 8.
Akranes -
þriðjudagur 24. júní
Blóðsöfnun á Akranesi.
Blóðbankabíllinn verður við
Ráðhúsið frá kl. 10 -17. Allir
velkomnir.
Ungbarnaróla
Til sölu ungbarnaróla. Verð 10
þús. kr. Sími 431-1735.
Frystikista óskast
Óska eftir notaðri frystikistu
fyrir lítið, má vera gömul en í
lagi. Ásta s. 868-0019.
Óska eftir húsnæði
í Borgarnesi
Ég er leik- og grunnskólakenn-
ari, reyklaus og reglusöm kona
á besta aldri. Ég óska eftir að
taka á leigu 2-3 herbergja íbúð
í Borgarnesi helst frá 1. júlí eða
í síðasta lagi 1. ágúst. Skilvísum
greiðslum heitið. Ef þú/þið ert/
eruð með lausa íbúð og til í að
leigja mér þá endilega sendið
mér skilaboð á netfangið ing-
maria65@gmail.com
Einbýli til leigu á Akranesi
Lítið og kósý 3 herb. einbýlis-
hús til leigu á Akranesi. Er laust
frá 1 júlí. Nánari upplýsingar
eru í síma 849-5688.
Vantar húsnæði
Við erum barnlaust par sem
vantar stúdíó eða 2ja herbergja
íbúð í Borgarnesi. Fínt væri ef
gæludýr væru leyfð, ekki nauð-
synlegt samt. Sími : 894-3817.
Húsnæði óskast
Óska eftir 2-3 herbergja íbúð
frá 1. ágúst eða 1. sept. Upp-
lýsingar í síma 867-2971 eða á
póstfang sigrun.pe@simnet.is
Parhús til leigu í Borgarnesi
Til leigu 6 herbergja parhús
miðsvæðis í Borgarnesi. Leigist
frá og með 1.ágúst í 1 ár. Upp-
lýsingar í síma 692-2997.
Óska eftir reiðhjóli
Óska eftir að kaupa fullorðins
reiðhjól, 26-28“. Verðhugmynd:
10 þús -15 þús kr. 67dagny@
gmail.com
Þrek stigbretti, nýlegt
Til sölu flott stigbretti með
púlsmæli og prógrömmum.
Tilvalið til að hafa heima-
fyrir og koma sér í form. Hentar
tímabundnu fólki vel. Verð: 30
þúsund. Sími: 861-6148.
ÓE hús til leigu eða
kaups í 301
Óska eftir að leigja eða
kaupa hús í Hvalfjarðarsveit.
67dagny@gmail.com
Vespa til sölu
Til sölu Meiduo vespa árg. 2007,
bensín. Uppl. í síma 892-5678.
Á döfinni
HÚSBÚNAÐUR/HEIMILISTÆKI
LEIGUMARKAÐUR
TIL SÖLU
FYRIR BÖRN
Markaðstorg Vesturlands
Nýfæddir
Vestlendingar
ÓSKAST KEYPT 10. júní. Drengur. Þyngd 3.686 gr.
Lengd 53 sm. Foreldrar: Emma
Björg Eyjólfsdóttir og Pálmar
Þorsteinsson, Bifröst. Ljósmóðir:
Ásthildur Gestsdóttir. Ljósmóðir:
Erla Björk Ólafsdóttir.
14. júní. Stúlka. Þyngd 3.315 gr.
Lengd 50 sm. Foreldrar: Rebekka
Sóley Hjaltalín og Kristján Lár
Gunnarsson, Stykkishólmi.
14. júní. Stúlka. Þyngd 3.580
gr. Lengd 51 sm. Foreldrar:
Eva Kr. Elfarsdóttir og Hafþór
Höskuldsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir.
Skemmtilegri fimmtudagar á Aggapalli!
Það er eitthvað um að vera alla fimmtudaga frá 19. júní til 24. júlí kl. 17.00.
19. júní kl. 17.00: Dagskrá helguð kvennaréttindadeginum 19. júní í umsjón
Skagaleikflokksins. Leiklesið verður upp úr „19. júní“ eftir Iðunni og Kristínu
Steinsdætur og leikþættinum „Móðurímyndin“ eftir Alan Ayckborne.
Fylgist vel með - skemmtilegra á Aggapalli í sumar! SK
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
ÝMISLEGT
Markaðstorg
Vesturlands
Skráðu SMáauglýSinguna á
www.SkeSSuhorn.iS fyrir
klukkan 12.00 á þriðjudöguM