Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 16
16 - Norð ur áls mót ið þátt. Það eru því mun færri sem komast að en vilja á Norðuráls­ mótið á hverju ári. Veðrið skiptir miklu máli Haraldur segir að engar stórar breytingar verði á mótinu í ár. „Það verða svipaðar áherslur á mótinu í ár og hafa verið síðustu ár. Það er að segja, lögð er áhersla á að hafa ókeypis afþreyingu á svæðinu bæði fyrir börn og fullorðna. Í fyrra tókst leikjaland mjög vel til en við viljum einnig að fólk nýti sér að fara á Langasand sem er fallegur og spennandi staður fyrir börn og fullorðna. Þessar áætlanir eru auðvitað mjög háðar veðri. Veðrið skiptir í raun gríðarlega miklu máli fyrir mótið í heild sinni. Ef það er þurrt þá er ekkert vesen og allir glaðir en ef það er hins vegar rigning og mjög blautt geta skapast vandamál. Við erum hins vegar með einskonar plan B ef allt fer á versta veg með veðrið. Við gerum ráð fyrir því að geta flutt stóran hluta mótsins inn í Akraneshöllina og á Akranesvöll ef veðrið er okkur virkilega óhagstætt.“ Mótið snýst um jákvæða ímynd Haraldur segir að tilgangur Norð­ urálsmótsins sé fyrst og fremst að börn jafnt sem fullorðnir skemmti sér vel og fái jákvæða mynd af knattspyrnuiðkun og Akranesi. „Þetta á fyrst og fremst að vera gaman fyrir keppendur og að­ standendur þeirra. Þetta er í fyrsta skipti sem margir af þessum ungu drengjum keppa á íþróttamóti, eru hluti af liði eða jafnvel gista annarsstaðar en heima og því er þetta stórt skref í þroska þeirra. Það er því gríðarlega mikilvægt að mótið sé skemmtileg upplifun og hvetji þá til að halda áfram í fótbolta. Þess vegna er liðum skipt eftir getu frá A til F og síðan enn fremur í seinni hluta mótsins, þegar bestu liðin í A til F flokki keppa saman og svo annað, þriðja og fjórða sæti úr hverjum riðli einnig. Þetta er gert til þess að hafa jafnari leiki og auka líkurnar á að öll lið vinni leik á mótinu.“ Þá segir Haraldur að mótið sé einnig mjög mikilvægt fyrir ÍA og Akranes. „Norðurálsmótið hefur fengið mjög jákvætt umtal og er því eins vinsælt og raun ber vitni. Mótið er auk þess að skapa miklar tekjur fyrir fyrirtæki í bænum, þá sérstaklega í verslun og þjónustu. Skagamenn ættu því að vera stoltir af mótinu þar sem það er mjög mikilvægt að hafa svo jákvæða kynningu á bænum eins og Norðurálsmótið er,“ segir Haraldur að lokum. jsb Mikilvægast að mótið sé skemmtileg upplifun fyrir alla Norðurálsmótið í knattspyrnu hefst á föstudaginn, 20. júní. Drengir víðsvegar af landinu á aldrinum sex til átta ára munu þar etja kappi og eru margir þeirra að keppa á sínu fyrsta fótboltamóti. Norðurálsmótið er með stærri keppnismótum ársins fyrir unga íþróttaiðkendur og hefur undir­ búningur staðið yfir í marga mán­ uði. Að sögn Haraldar Ingólfs­ sonar framkvæmdastjóra KFÍA hefur undirbúningurinn gengið vel enda er farið eftir vel heppnuðu skipulagi fyrri móta. Haraldur segir að það skipti sköpum að hafa gott fólk til að vinna að þessu verkefni sem sé svo mikilvægt á margan hátt. „Þetta er fyrsta mótið sem ég kem að en sem betur fer hefur verið haldið vel utan um skipulag mótsins síðustu ár. Því var undirbúningur með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. skipulag mótsins er í föstum skorðum. Það er í höndum uppeldissviðs ÍA að sjá um undir­ búning og skipulag. Á hverju ári er alltaf eitthvað sem þarf að huga að þó verkin séu misstór. Ákveða þarf t.d. hvaða einstaklingur setur mótið á föstudeginum, hvað verður á dagskrá á kvöldvökum, fá verkstjóra í ýmis störf og margt fleira. Rakel Jóhannsdóttir starfs­ maður á skrifstofu KFÍA sér svo um að þessum tilmælum uppeldis­ sviðs sé hrint í framkvæmd.“ Þátttaka foreldra lykilatriði Mótið er af þeirri stærðargráðu að fjöldi starfsmanna telur á hundr­ uðum en manna þarf fjölmargar vaktir við mótið. „Við leggjum upp með að það séu 800 vaktir sem foreldrar skipta á milli sín. Ef foreldrar barns skipta vöktum þá eru starfsmenn mótsins orðnir ansi margir. Ef taldir eru með liðsstjórar, dómarar og fylgdarlið annarra félaga en ÍA eru þeir sjálfsagt vel á annað þúsund. Við gefum foreldrum hjá ÍA það val að taka að sér vaktir á mótinu eða greiða 20 þúsund krónum meira í æfingagjöld ella. Langflestir kjósa að taka þátt enda finnst mörgum foreldrum bara gaman að vera með og upplifa stemninguna á mótinu. Til að halda utan um allt þetta starf eru 15 einstaklingar skipaðir vaktstjórar og hafa þeir yfirumsjón með vöktum t.d. í matsal, foreldrakaffi, gæslu í sundlaug, gæslu í skólunum sem strákarnir sofa í, morgunmatnum og grillveislum. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur og mótið sjálft að foreldrar séu reiðubúnir að taka þátt, enda vantar alltaf mannskap í svona stór verkefni. Án þeirra væri ekki hægt að halda svona mót. Það er hins vegar mjög ánægjulegt að sjá hversu margir foreldrar eru tilbúnir að taka þátt. Að auki fáum við einnig sjálfboðaliða sem koma ár eftir ár að vinna við mótið einfaldlega vegna þess að þeir hafa áhuga og gaman af,“ segir Haraldur. Hann bætir við að ef fólk hefur áhuga á að starfa við mótið geti það haft samband á skrifstofu KFÍA. Alltaf mikil þátttaka Haraldur segir að þátttökufjöldinn breytist lítið ár frá ári þar sem á mótinu séu takmörk fyrir fjölda keppenda. „Á mótinu í ár mæta 26 félög með 144 lið sem keppa í hópi A til F liða. Við búumst við svipuðum fjölda keppenda og hef­ ur verið síðustu ár eða um 1200 strákar. Með strákunum mæta svo foreldrar, systkini, afar og ömmur. Því er gert ráð fyrir að um þrjú til fjögur þúsund manns geri sér ferð upp á Skaga um þessa helgi. Þetta er því einn allra stærsti ferða­ viðburður ársins á Vesturlandi,“ segir Haraldur og bætir við að mun færri komist að en vilja á Norðurálsmótið. „Opnað var fyrir skráningu á mótið 1. mars og viku seinna var allt orðið fullt. Félög sem áður hafa tekið þátt í mótinu eru í forgangi og fá skilaboð frá okkur um hvenær skráning hefst. Flest félög eru þá búin að ákveða fyrir skráningu hversu mörg lið eða keppendur þau munu senda á mótið. Hversu mörg pláss skapast eða detta út fer svolítið eftir því hversu stórir árgangarnir eru hjá þátttökufélögum. Ef það opnast möguleiki fyrir nýtt félag að taka þátt og senda lið fær það félag sem sendir fyrst beiðnina að taka Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA. Aldrei meira að gera í Galito en um þessa helgi Líkt og undanfarin ár sér veit­ inga­ og veisluþjónustan Galito á Akranesi um matseld fyrir keppendur og aðstandendur þeirra á Norðurálsmótinu. Hjá Galito er unnið á löngum vöktum við eldamennskuna yfir keppnishelgina svo að allt gangi snurðulaust fyrir sig í fram­ reiðslu til svangra mótsgesta. Maturinn er eldaður í veislueld­ húsi Galito á veitingastað fyrir­ tækisins við Stillholt 16­18. Þaðan eru kræsinganar fluttar í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum sem er matsalur mótsins. ,,Í heildina má segja að við útbúum um 5000 matarskammta á Norðurálsmótinu. Þetta er því engin smáræðis eldamennska. Við byrjum mjög snemma að elda svo mótsgestir fái nær­ ingu sína á tilsettum tíma. Fjöldi sjálfboðaliða kemur að þessu með okkur og aðstoðar við framreiðslu. Þegar svona stórt verkefni er á döfinni þá hugs­ ar maður nánast í tonnum þeg­ ar reiknað er út hversu mikil að­ föng þurfi til matargerðarinnar,“ segir Þórður Þrastarson mat­ reiðslumaður og annar af eig­ endum Galito, en með honum á staðinn Hilmar Ægir Ólafs­ son. Hilmar tekur í sama streng og Þórður. „Laugardagurinn þá helgi sem Norðurálsmót­ ið stendur yfir er annasamasti dagur ársins hjá okkur. Þá þurf­ um við að afgreiða stærstu pönt­ unina fyrir keppendur mótsins auk þess sem veislusalurinn okk­ ar er fullur út að dyrum nán­ ast allan daginn,“ segir Hilmar. Veitingahús Galito við Stillholt verður opið alla helgina og eru gestir velkomnir. jsb Spjallað við Harald Ingólfsson framkvæmdastjóra KFÍA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.