Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Endurtalning breytti engu AKRANES: Eins og fram kom í frétt Skessuhorns í síðustu viku óskaði Vinstri hreyfingin grænt framboð á Akranesi eftir því við kjörstjórn að fram færi endur­ talning atkvæða í sveitarstjórn­ arkosningunum á Akranesi. Var farið fram á það vegna lít­ ils munar á milli 5. manns Sjálf­ stæðisflokks og 1. manns VG. Var munurinn nákvæmlega 6,2 atkvæði, sem þýddi að við end­ urtalningu hefði VG þurft að fá a.m.k. sjö atkvæði til viðbótar að því gefnu að Sjálfstæðisflokkur fengi ekkert. Endurtalning at­ kvæða fór fram sl. þriðjudags­ kvöld. Eftir hana standa úrslit kosninganna óbreytt. Reynd­ ar fór það svo að við endur­ talningu bætti Sjálfstæðisflokk­ urinn við sig tveimur atkvæð­ um, Samfylking einu og Frjáls­ ir með framsókn einu, en þessi fjögur atkvæði höfðu verið tal­ in með auðum atkvæðaseðlum. Munurinn á 5. manni Sjálfstæð­ isflokks og 1. manni VG jókst því við endurtalninguna. –mm Yfir 30 óku of hratt LBD: Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku, þar af eitt þar sem minni­ háttar meiðsli urðu á fólki. Þrjár tilkynningar bárum um að ekið væri á lömb og einn var kærður fyrir að aka undir áhrifum fíkni­ efna. Flest málin í liðinni viku voru vegna flýtis á ökumönn­ um. Alls voru 33 kærur vegna of hraðs aksturs og var einn öku­ maður sviptur ökuréttindum, en sá ók á 127 km hraða þar sem hámarkshraði var 50 km. –þá Brákarhátíð framundan BORGARNES: Laugardaginn 28. júní nk. verður Brákarhátíð haldin í sjötta sinn í Borgarnesi. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og er nú orðinn ómissandi hluti af sumrinu í Borgarfirði. Það eru Hollvinasamtök Borgar­ ness, áður Neðribæjarsamtökin í Borgarnesi, sem standa að há­ tíðinni eins og áður. Allur und­ irbúningur og skipulag er unn­ ið í sjálfboðavinnu. Dagskráin er að taka á sig mynd og verður aðgengileg á www.brakarhatid. is ásamt helstu upplýsingum. –fréttatilkynning Tóku þátt í víð- tækri leit Björgunarsveitar af Vesturlandi tóku frá því á miðvikudaginn í síðustu viku þátt í víðtækri leit að íslenskri konu á fertugsaldri sem saknað var frá því í viku­ byrjun í Fljótshlíð. Spænsk vin­ kona konunnar fannst látin í Bleiksárgljúfri skömmu eftir að leit að konunum hófst. Þar fundust einnig föt og skófatn­ aður. Að sögn Þórs Bínó Frið­ rikssonar, formanns Björgun­ arfélags Akraness, voru allar björgunarsveitir af Vesturlandi beðnar að taka þátt í leitinni. „Við frá Akranesi vorum mætt á leitarsvæðið á miðvikudaginn. Vel hefur gengið að leita þrátt fyrir að enn hafa aðeins fundið vísbendingar,“ sagði Þór þegar Skessuhorn náði sambandi við hann fyrir helgina. Konan hafði ekki fundist þegar Skessuhorn fór í prentun. –jsb Forstjóraskipti hjá Elkem GRUNDART: Framundan eru forstjóraskipti hjá Elkem Ísland á Grundartanga. Einar Þorsteinsson sem gegnt hefur starfinu síðustu sex árin er að hverfa til starfa hjá Elkem Fo­ undry í Asíu. Við starfi Einars hjá Elkem Ísland á Grundar­ tanga tekur 1. ágúst nk. Gest­ ur Pétursson umhverfis­ og öryggisstjóri. Gestur hefur sinnt því starfi um árabil ásamt því að vera staðgengill og ná­ inn samstarfsmaður fráfarandi forstjóra. Einari Þorsteins­ syni er ætlað hjá Elkem Fo­ undry að leiða sókn fyrirtæk­ isins á hratt vaxandi markaði fyrir kísilmálm í Asíu. Elkem er einn stærsti framleiðandi á kísilmálmi í heiminum og starfar á þriðja þúsund manns í verksmiðjum fyrirtækisins í fjórum álfum; Ameríku, Afr­ íku, Asíu og Evrópu. –þá Borgarverk lægst í vetrar- þjónustu VESTURLAND: Um miðj­ an maí voru opnuð hjá Vega­ gerðinni tilboð í vetrarþjón­ ustu næstu þrjú árin á leið­ inni Borgarnes ­ Akranes og Brattabrekka. Lægsta tilboð í verkið kom frá Borgarverki ehf í Borgarnesi upp á 15,8 millj­ ónir króna sem er 90,2% af kostnaðaráætlun sem var 17,5 milljónir. Kolur ehf í Búðardal var örlítið yfir áætluninni með tæplega 18 milljóna króna til­ boð. Tvö önnur tilboð sem bárust í verkið voru á svipuðu rólu, eða um 120% af kostn­ aðaráætlun. Þau voru frá Vel­ verk ehf í Borgarnesi og T2 ehf í Reykjavík. Helstu magn­ tölur í tilboðinu voru akstur mokstursbíla sem er áætlaður 27.000 kílómetrar og biðtími vélamanns áætlaður 40 klst. Tilboðið gildir til vors 2017. –þá Mikið olíuskip lagðist við NATO­ bryggjuna svokölluðu við olíustöð­ ina á Miðsandi innst í Hvalfirði í liðinni viku. Það heitir Emerald Summit og var byggt í Suður­Kór­ eu á síðasta ári. Skipið er tæplega 75 þúsund tonn, 228 metra langt og breidd þess er 32 metrar. Það kom tómt til landsins og er því sennilega að sækja olíu sem geymd hefur ver­ ið í Hvalfirði. Viðsjár eru í heims­ málunum með borgarastyrjöldum í Sýrlandi og Írak þar sem íslam­ istar sækja fram. Ástandið er einn­ ig ótryggt í Úrkraínu. Olíuverð á heimsmarkaði hefur farið hækk­ andi það sem af er júnímánuði. Ekkert bendir til að óróleikinn fari minnkandi í heimsmálunum og þá einkum fyrir botni Miðjarðarhafs. Horfur eru á að olíuverð á heims­ mörkuðum eigi eftir að hækka verulega þegar líður að hausti og eftirspurn eykst fyrir veturinn, ekki síst ef ófriður eykst. Fyrir þá sem eiga olíu í birgðum gætu því verið að renna upp „gósentíð“ fyrir sölu með miklum hagnaði. mþh Verulegar umbætur hafa orðið í vet­ ur á reiðleiðum á Akranesi. „Akra­ neskaupstaður gerði samning við hestamannafélagið Dreyra í fyrra um uppbyggingu á reiðleiðum á þessu svæði. Samningurinn ger­ ir ráð fyrir styrk, þremur milljón­ um króna á ári, í þrjú ár. Fyrir þessa peninga hefur félagið m.a. lagfært reiðstíga. Markmiðið með samn­ ingnum var að auka fjölbreytni reiðleiða og auka öryggi notenda,“ segir Regína Ástvaldsdóttir bæjar­ stjóri Akraneskaupstaðar. Möl hefur meðal annars verið borin og jöfnuð ofan í eldri slóða. Nú síðast hefur svo verið ráðist í að endurnýja brú yfir heitavatnslæk­ inn. Vönduð brú úr járni kemur í stað gamallar trébrúar sem er orðin ansi lúin. Allar þessar framkvæmd­ ir tengjast þeirri félagsaðstöðu sem hestamannafélagið hefur á Æðar­ odda en þar er stórt hesthúsahverfi. Reiðleiðirnar liggja að og frá þessu svæðinu. „Ástand reiðleiða var orðið slæmt og því var ákveðið að styrkja félagið en þó með þeim hætti að fé­ lagið fengi fé til framkvæmda í stað þess að við tækjum að okkur verk­ efnið,“ segir Regína. mþh Nýsmíðuð brú bíður þess nú að verða sett yfir heitavatnslækinn sem fellur í Miðvog við Höfðavík. Stórbættar reiðleiðir á Akranesi Ný reiðleið í grennd við Höfðavík á Akranesi. Risaolíuskipið Emerald Summit við bryggju í Hvalfirði á laugardag. Risaolíuskip í Hvalfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.