Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014
Hver eru fyrstu viðbrögð þín við veiðiráðgjöf Hafró?
Spurning vikunnar
Bárður Guðmundsson, Ólafsvík
Mér líst afar illa á þessa ráðgöf
og varð fyrir miklum vonbrigð
um þegar ég heyrði þessa frétt.
Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar
Hafró með aukinn þorskkvóta er
aukningin einungis 3000 tonn.
Ég vildi sjá að minnsta kosti að
þorskkvótinn væri 250 þúsund
tonn. Ég skil ekki hvernig þetta
gengu upp, nógu erfitt hefur
verið að forðast ýsuna hingað
til, en hvernig verður þetta þeg
ar ýsukvótinn verður skorinn
niður um 20%?
jóhann Guðbjartsson, rifi
Þetta er rugl gengur bara ekki
upp, það á að reka Jóhann Sig
urjónsson forstjóra Hafró ekki
seinna en strax. Að minnka ýsu
kvótann um 20% er hræðilegt.
Hvernig á að forðast ýsuna?
Hún er út um allan sjó. Hvað á
að gera við ýsuna sem við fáum,
ekki megum við landa henni. Á
þá bara að henda henni aftur sjó
inn? Þessi skerðing á ýsu þýðir
ekkert annað en að henni verð
ur hent í hafið í meira magni en
gert hefur verið síðustu ár. Það
ætti að auka ýsukvótann um
lágmark 10% og þorskinn enn
meira.
illugi jónasson, Ólafsvík
Mér finnst þetta furðuleg ráð
gjöf hjá Hafró, það mætti auka
þorskkvótann mikið meira og
alls ekki minnka ýsuna.
Heiðar Magnússon, Ólafsvík
Mér líst mjög illa á þessa ráð
gjöf. Þetta er dauðadómur fyr
ir marga útgerðamenn. Þetta
gengur bara ekki upp, ýsan
mætti ekki fara neðar en hún er.
Það er allavega lágmark að hafa
ýsukvótann eins og á þessu ári
en ekki minnka hana.
jóhann rúnar kristinsson, rifi
Þessir menn hjá Hafró búa
greinilega ekki á jörðinni! Það
ætti að auka þorskinn að lág
marki í 250 þús tonn og auka
ýsukvótann um 40 þúsund tonn.
En að skera hann niður, Jesús
minn! Þetta lið hjá Hafró vinnur
alls ekki með sjómannsstéttinni
og talar ekkert við okkur.
Fyrir um mánuði kom til starfa hjá
Golfklúbbnum Leyni á Akranesi nýr
íþróttastjóri og golfkennari, Einar
Lyng Hjaltason. Einar var þjálfari
hjá golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ í
fyrra og hitteðfyrra, en þar áður var
hann við golfkennslu á Bakkakots
velli í Mosfellsdal og í Hveragerði
í nokkur ár. „Mér fannst það metn
aðarfullt sem ég hefði heyrt af starf
seminni hjá Leyni. Héðan hafa kom
ið margir góðir kylfingar og Garða
völlur er mjög flottur og spennandi
völlur. Æfingasvæðið með því betra
í landinu,“ segir Einar þegar hann
er spurður um ástæður þess að hann
réðst til starfa hjá Leyni. Hann hefur
sinnt einkakennslu í golfi frá árinu
2007 eða nokkru áður en hann lauk
golfkennaranáminu. Síðustu árin
hefur hann að vetrarlagi sinnt farar
stjórn og golfkennslu erlendis.
Einar segir golfáhugann greini
lega mikinn á Akranesi og hann bú
ist við talsverðri aðsókn á sumar
námskeiðin sem verði haldin í júlí
mánuði. „Mér sýnist að hér sé kyn
slóð sem geti náð langt í golfíþrótt
inni og sé hægt að gera mikið með,
bæði strákar og stelpur. Mér líst vel
á þetta og starfið leggst vel í mig.
Hérna eru toppaðstæður og við
vinnum líka með nýjustu tækni og
greining er gerð á tækniatriðum hjá
hverjum og einum,“ segir Einar.
Flottur völlur
en krefjandi
Aðspurður segir Einar að golfbakt
erían sé lífsseig en það hafi þó tek
ið sinn tíma hjá honum að ánetjast
íþróttinni. „Ég er Hafnfirðingur að
uppruna og fór níu ára gamall árið
1980 á námskeið hjá Þorvaldi Ás
geirssyni golfkennara sem m.a leið
beindi hjá Keili. Svo var ég að stel
ast á Hvaleyrarvöllinn í nokkur ár
og spilaði ekki mikið, enda er ég
örvhentur og það var mér til trafala
að spila með kylfur fyrir rétthenta.
Ég var aðallega að safna kúlum á
vellinum og einu sinni fór ég með
strætó til Reykjavíkur að selja kúl
ur. Það var eftirminnileg ferð. Síð
an fékk ég gefnar þrjár kylfur fyr
ir örvhenta árið 1994 og upp úr því
kviknaði áhuginn. Tveimur árum
seinna var ég kominn á fullt í golfið
og hef verið í því síðan,“ segir Einar
Lyng. Hann er mjög ánægður með
Garðavöll og segir hann hafa komið
vel undan vetri. „Hann var iðagrænn
strax í vor og er virkilega flottur. En
þetta er krefjandi völlur og það er
líka það sem gerir hann skemmtileg
an. Þú þarft að nota öll járnin í pok
anum,“ segir Einar að endingu.
þá
Hrönn Jónsdóttir frá Lundi í
Lundarreykjadal hefur gert samn
ing við ungmennafélagið Dagrenn
ingu um leigu á samkomuhúsinu
Brautartungu til næstu fimm ára.
Hrönn hyggst byggja þar upp að
stöðu fyrir ferðamenn en ótrúlega
mikil umferð er um svæðið, einkum
yfir Uxa hryggi.
Hrönn er menntaður ferðamála
fræðingur og bætti við sig leiðsögu
námi og hefur mikinn áhuga á upp
byggingu í ferðaþjónustu. Hún vill
einnig helst búa í Lundarreykjadal,
þar sem hún er fædd og uppalin og
skapa sér þar atvinnu. Planið er því
að byrja á því að opna tjaldstæði í
Brautartungu og feta sig svo áfram.
Þegar hefur fengist leyfi til að selja
fæði fyrir hópa sem panta fyrir
fram, morgunverð, kaffiveitingar
og grillveislur, en ekki fyrir mann
inn af götunni. Draumurinn er að
gera eitthvað meira og vera með
veitingasölu fyrir gesti og gang
andi. „Það er búið að laga töluvert
til á staðnum nú í vor,“ segir Hrönn
í samtali við Skessuhorn. „Búið er
að setja upp snyrtingar, útivask og
rafmagnstengla, allt í sambandi
við tjaldstæðaþjónustu. Ekki er þó
komin losunaraðstaða fyrir ferða
salerni. Það verður vonandi fyr
ir næsta sumar. Það er einnig búið
að laga til í eldhúsinu vegna þessa
Tjaldstæði og bætt ferðamannaaðstaða í Brautartungu
starfsleyfis og komin aðstaða fyrir
starfsmenn, sem er til mikilla bóta.
Tjaldstæðið er þegar opið og gestir
farnir að kíkja við.“
Vill geta lifað af þessu
Hrönn hefur áhuga á því að bæta
við starfsemina til að geta haft fulla
atvinnu af þessum rekstri. „Það
verður að byrja einhversstaðar,“
segir hún og heldur áfram. „Ef vel
gengur gætu skapast þarna tekjur,
bæði fyrir mig og ungmennafélag
ið, þannig að húsið gæti með tím
anum haldið félaginu uppi en ekki
öfugt. Ég leigi reyndar húsnæðið
bara yfir sumartímann en held að
þarna liggi spennandi möguleikar
vegna þess að umferðin er til staðar.
Ég hef verið að eiga við Vegagerð
ina til að fá að setja upp skilti við
veginn, en það gengur hægt. Það er
þó búið að merkja við afleggjarann
heim að húsinu en mig langar að fá
skilti víðar.
Við Brautartungu er sundlaug
og hefur ungmennafélagið gert
upp búningsaðstöðuna við laug
ina sem aðallega hefur verið not
uð af heimamönnum. Hún verður
þó einnig til afnota fyrir gesti tjald
svæðisins, ef þeir óska, en þá algjör
lega á þeirra eigin ábyrgð. Enginn
starfsmaður verður við sundlaug
ina.
Bjartsýn á fyrstu sporin
Aðspurð segist Hrönn bjartsýn á
sumarið. „Það er ágætlega pantað í
húsið í sumar. Það eru einkum hóp
ar sem hafa pantað. Það er aukning í
gönguferðahópum af ýmsum gerð
um og svo auðvitað ættarmót sem
haldin eru víða um land. Pílagrím
arnir eru sem dæmi næsti hópur
sem kemur. Einnig hafa hestahóp
ar verið að nýta aðstöðuna og þar
er ég í góðri samvinnu við Odds
staði um beit því slík aðstaða er ekki
á staðnum. Ég hef líka verið að taka
saman upplýsingar um allskonar
skemmtilega staði sem áhugavert
er að skoða í Lundarreykjadal, en
þar eru margir staðir sem fólk al
mennt veit ekki um, eins og Kross
laug, Englandslaug sem nýverið var
byggð upp og stendur til að laga
aðgengi að henni enn frekar. Einn
ig má nefna Pétursvirki sem eru
skemmtilegar fornminjar á Eng
landshálsi og fleira en upplýsing
arnar um þessa staði liggja frammi
á tjaldsvæðinu. Ég lít bara björtum
augum til framtíðarinnar og hlakka
til að takast á við þetta verkefni,“
segir Hrönn Jónsdóttir. bgk
Húsið í Brautatungu hefur tekið stakkaskiptum. Búið er að mála, setja upp
þvottaaðstöðu og slétta planið svo eitthvað sé nefnt.
Hrönn Jónsdóttir frá Lundi hyggst
byggja upp ferðaþjónustu í
Brautartungu í Lundarreykjadal.
Góð kynslóð kylfinga hérna á Skaganum
Einar lyng Hjaltason er nýr íþróttastjóri hjá Golfklúbbunum leyni
Einar Lyng Hjaltason íþróttastjóri hjá Leyni ásamt tveimur bráðefnilegum kylfingum, Birni Viktori Viktorssyni og Atla Teit
Brynjarssyni.