Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Side 29

Skessuhorn - 17.06.2014, Side 29
29ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2014 Vilhjálmur Egilsson rektor Háskól­ ans á Bifröst útskrifaði 135 nemend­ ur frá skólanum síðastliðinn laugar­ dag. Nemendurnir sem útskrifuðust voru úr Háskólagátt og úr grunn­ og meistaranámi. Í ræðu sinni við þetta tilefni fjallaði Vilhjálmur um þau vináttubönd sem myndast og hvernig Bifrastarglampinn í augum nemenda er helsta vörumerki skól­ ans. Vék hann að þeim gildum sem skólinn hefur tileinkað sér. „Há­ skólinn á Bifröst á sér þrjú grunn­ gildi, sem eru frumkvæði, ábyrgð og samvinna og allt starf skólans mið­ ast við að leggja rækt við þessi gildi. Ég hef rætt um metnaðinn sem er meðal bestu mannsins dyggða og sannur Bifrestingur er þeirri dyggð prýddur. Og við tengjum metnað­ inn við frumkvæði einstaklings­ ins. Við viljum mennta fólk til for­ ystu í atvinnulífinu og samfélaginu. Bifrest ingar vilja láta til sín taka og skilja eitthvað eftir sig. Frumkvæði er okkar gildi vegna þess að útskrif­ aðir Bifrestingar eiga að geta tekið málin í eigin hendur þegar þeir fá ekki allt upp í hendurnar frá öðr­ um. Íslendingar þurfa á slíku fólki að halda“. Metnaður dyggð, græðgin löstur Vilhjálmur sagði mikilvægt að þekkja muninn á metnaði og græðgi, meðan metnaðurinn er dyggð er græðgin löstur. „Hversu oft höfum við ekki séð besta fólk verða græðginni að bráð? Taka áhættu umfram eigin getu og stofna sjálfum sér og fjölskyldu sinni í hættu. Jafnvel öllu samfé­ laginu. Græðgin er ekki nýtt fyrir­ bæri, hvorki í Íslandssögunni né í mannkynssögunni. Þessi löstur er samofinn mannseðlinu og við get­ um þess vegna endurritað mann­ kynssöguna undir yfirskriftinni: „Frá hruni til hruns.“ Og sjálfsagt er líka hægt að búa til framtíðar­ skáldsögur um sama efni.“ Samvinna er lykillinn Vilhjálmur nefndi að samvinnan væri mikilvæg til að árangri. „Há­ skólinn á Bifröst er reistur á grunni samvinnuhugsjónarinnar og það er okkar arfleifð að varðveita hana og halda á lofti. Ekkert gerist í nokkru samfélagi án samvinnu. Samvinn­ an er mikilvæg í öllum fyrirtækjum og stofnunum og samfélaginu öllu. Fólk er hvarvetna að vinna saman að verkefnum þar sem það þarf að gefa af sér og setja líka traust sitt á aðra. Í misserisverkefnum hér á Bifröst er leitast við að efla sam­ vinnugetu nemendanna. Þar eru samvinnan og frumkvæðið leiðin til árangurs. Eftir því sem samvinnan en þéttari á milli aðila eru meiri lík­ ur á góðum árangri.“ Háskóli í sókn Að síðustu vék Vilhjálmur að þeim sóknaraðgerðum sem ráðist hef­ ur verið í af stjórnendum skólans. Skólagjöld í Háskólagátt voru felld niður sem olli því að umsóknafjöldi margfaldaðist á við það sem hef­ ur verið. Nýjar námslínur í bæði grunn­ og meistaranámi voru sett­ ar á fót og hafa hlotið góðar við­ tökur og sýnileg er veruleg fjölg­ un nemenda næsta haust. Þá hef­ ur verið, eins og sagt var frá í síð­ asta Skessuhorni, opnuð sýning um íslenskt atvinnulíf þar sem verið er að draga fram hvaða verðmæti fólk­ ið í íslenskum fyrirtækjum er að skapa. Næsta haust mun skólinn skipuleggja allt nám í lotukennslu og kenna í sama rennsli kúrsana í staðnámi og fjarnámi. Hefðbund­ ir fyrirlestrar fara úr tímum sem þá verða í staðnáminu notaðir til verk­ efnavinnu og umræðna. Bifröst er líka að fikra sig inn í tækni sem ger­ ir fjarnemum kleift að fylgjast með tímum ef það á við. Bæði með fjar­ fundabúnaði og snertiskjám sem eiga að leysa hefðbundnar skólatöfl­ ur af hólmi. Umsóknir eru framúr vonum en hátt í 500 umsóknir um skólavist næsta haust eru nú þegar komnar, en umsóknarfrestur renn­ ur út 15. júní. Vilhjálmur óskaði útskriftarnem­ um til hamingju með áfangann hvatti nemendur til að leggja rækt við Bifrastargildin. Einnig þakkaði hann öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til samfélagsins í Norður­ árdalnum, nemendum og starfsfólki skólans, hollvinum, fulltrúaráði og stjórn. Verðlaun og útskriftarræður Útskriftarverðlaun hlutu Sig­ þór Árnason á Viðskiptasviði, Júlía Guðmundsdóttir á Lögfræðisviði og Stella Sif Jónsdóttir á Félags­ vísindasviði og Svanberg Halldórs­ son í Háskólagátt. Davíð Þór Sig­ urðarson hlaut einnig verðlaun fyr­ ir hæstu einkunn í meistaranámi. Að auki fengu eftirfarandi þrír nemend­ ur felld niður skólagjöld á haustönn í tilefni af framúrskarandi náms­ árangri: Elva Pétursdóttir á Við­ skiptasviði, Lilja Björg Ágústsdóttir á Lögfræðisviði og Tjörvi Schiöth á Félagsvísindasviði. mm/bþþ Um þessar mundir eru 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagna­ ritara. Þessara tímamóta verður minnst á Sturluhátíð sunnudaginn 27. júlí, en Sturla fæddist 29. júlí 1214. Hátíðin verður haldin í sam­ komuhúsinu Tjarnarlundi í Saurbæ sem er í landi Staðarhóls þar sem Sturla bjó lengi ævinnar. Það er sveitarstjórn Dalabyggðar sem stendur fyrir hátíðinni sem hugs­ uð er sem fyrsta skref í stóru verk­ efni sem er að koma upp Sturlusetri í Dölum. Vegna Sturluhátíðar hef­ ur verið skipuð þriggja manna und­ irbúningsnefnd. Í henni eru Svav­ ar Gestsson fyrrverandi alþingis­ maður, Sigurður Þórólfsson bóndi í Ytri­Fagradal og Sumarliði Ísleifs­ son sagnfræðingur á Níp á Skarðs­ strönd. Með þeim starfar Þórunn María Örnólfsdóttir mastersnemi í sagnfræði en hún er frá Akranesi. Henni er ætlað að vera tengiliður í samstarfi Háskóla Íslands og Dala­ byggðar í sumar. Reykholt er fyrirmyndin Skessuhorn átti spjall við þau Svav­ ar og Þórunni Maríu á dögunum. Svavar er frá bænum Grund á Fells­ strönd en fór þaðan 14 ára gamall. „Föðurættin er úr Dölunum og þar á ég rætur. Ég hef verið að vinna smávegis að menningarverkefnum sem tengjast Dölunum og núna er það Sturla Þórðarson sagnaritari sem við höfum áhuga á að lyfta upp í ljósið svo öll þjóðin taki eftir, enda er Sturla þjóðareign en ekki aðeins okkar Dalamanna,“ segir Svavar. Einar Kárason hefur sem kunn­ ugt er unnið þrekvirki í þeim efn­ um að kynna Sturlu með þremur skáldsögum. Sturla er eignuð Há­ konar saga, Magnúsar saga laga­ bætis, Landnámabók og Íslend­ ingasaga í samtímaheimildum. „Svo vorum við svo heppin að fá Þórunni Maríu til að vinna með okkur,“ sagði Svavar, en þess má geta að Þórunn María sótti einmitt efni í meistaraverkefni sitt í ná­ grenni Dalanna, það er við Breiða­ fjörðinn. Svavar segir að áætlað sé að verkefnið um Sturlusetur geti tekið langan tíma. Fyrirmyndin af því væri í raun Reykholt. „Snorri Sturluson var eins og þeir vita sem þekkja söguna föðurbróðir Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og Snorri hefur sannarlega skyggt nokkuð á þennan frænda sinn. Reykholt er stóra fyrirmyndin okkar í þessu máli. Við viljum gera það úr Sturlu í Dölunum sem Borgfirðingar hafa gert úr Snorra,“ segir Svavar. Drög að dagskrá Sturluhátíðar Komin eru drög að dagskrá Sturlu­ hátíðar að Tjarnarlundi sunnudag­ inn 27. júlí nk. Þar verða m.a. flutt nokkur erindi með Sturlu í brenni­ depli. Þau Halla Steinólfsdóttir bóndi í Ytri­Fagradal og Sumar­ liði Ísleifsson sagnfræðingur á Níp fjalla um Sturlu og Dalina, fram­ tíðarsýn. Þar verða reifuð áform­ in um stofnun Sturluseturs. Einar Kárason rithöfundur hefur skrifað þrjár bækur byggðar á atburðum úr Sturlungu. Sú síðasta hét Skáld og fjallaði um Sturlu Þórðarson. Erindi Einars Kárason á Sturluhá­ tíð ber yfirskriftina, „Hann vissi ég alvitrastan og hófsamastan.“ Guð­ rún Nordal forstöðumaður stofn­ unar Árna Magnússonar talar um skáldið Sturlu Þórðarson og einnig flytja ávörp Einar Kr. Guðfinnsson forseti Alþingis og forseti norska stórþingsins sem þarna verður í heimsókn. Að lokinni dagskrá í Tjarnarlundi verður síðan farið að Staðarhóli sem er steinsnar þarna frá í fylgd Sigurðar Þórólfsson­ ar og fornleifafræðings af Vestur­ landi. Starfi Friðjóns haldið áfram Þau Svavar og Þórunn María segja að margir sem koma við sögu í dagskrá Sturluhátíðar séu væntan­ legir samstarfsaðilar við uppbygg­ ingu Sturluseturs, svo sem fulltrúi Árnastofnunar og vonandi gestirn­ ir frá Noregi. „Sturla Þórðarson var gríðarlega mikilhæfur maður á sinni tíð. Auk þess að vera mjög afkastamikill sagnfræðingur, skáld og rithöfundur, var hann héraðs­ höfðingi, stjórnmálamaður og lög­ sögumaður,“ segir Svavar. Þórunn María vekur athygli á því að einn liður í undirbúningi Sturluseturs, og að lyfta upp nafni Sturlu Þórð­ arsonar meðal almennings til fram­ tíðar, sé verkefni sem í undirbún­ ingi er í grunnskólunum. Stjórn­ endur grunnskóla á Vesturlandi hafa tekið vel í verkefni í skólun­ um um Sturlu og stefnt sé að gerð námsefnis. Svavar segir að undir­ búningur fyrir Sturlusetri sé í raun framhald af því sem Friðjón Þórð­ arson fyrrverandi alþingismaður vann að á sínum tíma, á Eiríksstöð­ um og síðan Leifsbúð. „Sturluset­ ur yrði í raun framhald af því starfi. Við erum að taka upp þráðinn þar sem hann sleppti,“ sagði Svavar Gestsson að endingu. þá Vilhjálmur Egilsson rektor kom víða við í ræðu sem hann flutti við útskrift 135 nemenda frá skólanum. Aðsókn að námi við Háskólann á Bifröst er að stóraukast Minnisvarðinn um skáldin þrjú í Saurbæ: Stefán frá Hvítadal, Stein Steinarr og Sturlu Þórðarson. Unnið að undirbúningi Sturluhátíðar í Dölum Þórunn María Örnólfsdóttir og Svavar Gestsson eru meðal þeirra sem vinna að undirbúningi Sturluhátíðar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.