Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 14
14 - Norð ur áls mót ið Full búð af nýjum og glæsilegum gjafavörum Þjóðbraut 1- Akranesi - sími 431 3333 – modelgt@internet.is Velkomin á Akranes! Norðurálsmótið er nú haldið í þrítugasta sinn hér á Akranesi en fyrsta mótið var árið 1985 og þá kepptu þrjú lið á mótinu; ÍA, Breiðablik og Stjarnan. Síðan hefur þátttakendum og félögum sem taka þátt fjölgað en okkur telst til að á Norðurálsmótinu 2014 séu yfir 1200 keppendur úr 26 félögum. Akranes hefur margt upp á að bjóða fyrir fjölskyldufólk. Okk­ ur Skagamönnum finnst gaman að taka á móti gestum og gerum ým­ islegt til að dvölin í tengslum við Norðurálsmótið verði sem eftir­ minnilegust fyrir bæði börn og fullorðna. Leikjaland er í boði á laugardeginum og kostar ekkert í leiktækin. Á föstudag og laugardag er frítt í sund fyrir alla. Á Akranesi er úrval verslana en við vorum einmitt að gefa út versl­ unarkort í tilefni af 150 ára versl­ unarafmæli bæjarins og er það einnig prentað á einni síðu hér í blaðinu. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní vígðum við nýtt Akratorg sem stendur í hjarta gamla bæjar­ ins. Þar er eitt þekktasta kenni­ leiti Akraness, styttan af sjómann­ inum eftir Martein Guðmunds­ son. Rétt við torgið verður hald­ inn matar­ og antikmarkaður laug­ ardaginn 21. júní. Markaðurinn er við Suðurgötu 57, á fyrstu hæð og verður opið á milli klukkan 13 og 17. Á markaðinum kennir ým­ issa grasa og má þar finna hum­ ar, nautakjöt beint frá bónda, ópill­ aða íslenska rækju, upprúllaðar pönnukökur og lífrænar vörur eins og hnetur, olíur og sósur. Einnig heimalagaðan rjómaís og úrval ar­ abískra rétta, svo eitthvað sé nefnt. Einnig antikmuni sem eru aðallega frá sjöunda og áttunda áratugnum. Á þriðju hæðinni á Suðurgötunni verður síðan ,,pop­up“ kaffihús en útsýnið af þriðju hæðinni er afar skemmtilegt. Í kjallaranum á Skólabraut 37 var nýlega opnuð Róbótasýning og er hún opin frá fimmtudögum til sunnudags kl. 13 til 17. Sýningar­ gripirnir eru í einkaeigu og hefur eigandinn, Björgvin Björgvinsson, safnað um 500 róbótum sem eru allt frá árinu 1950. Þar skammt frá er Bjarni Þór listmálari með vinnu­ stofu og sölusýningu. Við hvetjum ykkur líka til að skoða dagskrána í Bíóhöllinni, kíkja á vitana á Breiðinni, eiga góða stund á Byggðasafninu í Görðum eða við leik í Garðalundi eða á Langasandi. Svo verður hald­ ið siglingarmót þessa helgi þann­ ig að það verður líf og fjör á hafn­ arsvæðinu. Ég vona að þið komið til með að eiga góða daga hér á Akranesi. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Árið 1985 heyrði til sparktíðinda á Skaganum, en þá var fyrsta knatt­ spyrnumótið fyrir unga fótbol­ tastráka haldið þar; „Skagamótið“ svokallaða. Á þessum tíma var aðeins eitt annað mót haldið í þessum aldursflokki; Tommamótið í Vestmannaeyjum, sem í dag nefn­ ist Shellmótið. Skagamótið var þó til að byrja með heldur smærra í sniðum. Auk ÍA voru boðuð til leiks Breiðabliki og Stjörnunni, sem bæði hafa sent lið til þátttöku allar götur síðan. Mótið haldið á grafar- bakkanum Árið eftir var lagt á ráðin um stærra mót. Stofnað hafði verið foreldrafélag yngri knattspyrnu­ manna á Akranesi, auk þess sem sérstök mótstjórn var skipuð ásamt undirbúningsnefndum. Annað Skagamótið var svo haldið á grafarbakkanum, eða á túni við Garðagrund fyrir neðan kirkju­ garðinn. Má með sanni segja að aðstaða til fótboltaiðkunar hafi batnað til muna síðan þá. Í dag er knattspyrnusvæðið á Akranesi eitt hið glæsilegasta á landinu og státar af góðum aðalvelli og fótboltahöll með gervigrasi, auk stórs æfinga­ svæðis fyrir fjölda smærri valla. Foreldrarnir vinna þýðingarmikið starf Haustið 1987 hélt foreldrafélagið sérstaka uppskeruhátíð fyrir for­ eldra þar sem góðu starfi var fagnað. Hátíðin var haldin í Golf­ skálanum og þótti heppnast afar vel. Ákveðið var að halda starfinu áfram og byggja Skagamótið enn frekar upp. Á þessum tíma var þjálfun yngri flokka ekki launað starf heldur áhugamál og sjálf­ boðavinna. Eftir þetta færðist skipulag mótsins meira yfir til ÍA en foreldrar héldu áfram að vinna sjálfboðavinnu. Eins og Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri KFÍA segir í viðtali í blaðinu. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að foreldrar séu reiðubúnir að taka þátt en án þeirra væri ekki hægt að halda svona mót.“ Ýmis nöfn í áranna rás Mótið árið 1986 var fyrsta mótið sem hafði sérstakan styrktaraðila. Vífilfell gerðist styrktaraðili og studdi fyrirtækið mótið næstu árin og nefndist það þá HiC­mótið, Fantamótið o.s.frv. Þetta ár voru einnig nýir búningar teknir í notkun en áður höfðu menn þurft að skiptast á búningum þar sem fáir búningar voru fyrir hendi. Almennar Tryggingar styrktu framtakið og auglýstu á nýju búningunum. Á þessu móti var fyrsta foreldraveislan haldin þar sem boðið var upp á kökuhlaðborð og hefur sá siður haldist. Í ár eins og síðustu ár verður foreldrakaffi á laugardagskvöldinu. Einnig var árið 1986 boðið upp á sérstakan dansleik fyrir foreldra og gesti. Stærð mótsins hefur stigvax­ ið og í dag etja kappi samtals 144 lið frá 26 félögum. Norðurálsmót­ ið er því sannarlega enn af stóru viðburðunum í knattspyrnulífi ís­ lenskra ungmenna og á vafalaust aðeins eftir að stækka og dafna á komandi árum. Dagskrá Norðurálsmótsins 2014 Föstudagur 20. júní: 08:30 - 11:00 Mæting á gististaði 10:30 - 11:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð 11:00 Mæting í skrúðgöngu hjá bæjarskrifstofunum (á móti Krónunni). 11:15 - 11:45 Skrúðganga að Akraneshöll 12:00 - 12:30 Mótssetning í Akraneshöll 13:00- 19:00 Keppni 1. mótsdags. 17:30 - 20:00 Kvöldverður (tímasetning breytileg) 22:30 - 23:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð Laugardagur 21.júní: 07:45 - 09:30 Morgunverður 09:00 - 13:00 Keppni 2. móts­ dags fyrri hluti 11:30 - 13:30 Hádegismatur (tímasetning breytileg) 13:00 - 17:00 Keppni 2. mótsdags seinni hluti 10:00 - 18:00 Leikjaland Alltaf Gaman opið 17:00 - 19:30 Kvöldverður (tímasetning breytileg) 19:30 - 20:30 Kvöldskemmtun í Akraneshöll 21:30 - 22:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð 21:30 - 23:00 Foreldrakaffi í boði foreldra KFÍA í matsal Íþróttamiðstöðvar, og myndasala Sunnudagur 22.júní: 07:45 - 09:30 Morgunverður 09:00 - 11:00 Keppni 3. móts­ dagsins, síðasta umferð allra deilda 11:00 - 12:15 Grillveisla við Norðurálsvöllinn (tímasetning breytileg) 09:00 - 12:00 Tæma skólastofur 12:30 - 13:30 Verðlaunaafhend­ ing og mótsslit í Akraneshöll. Forsaga Norðurálsmótsins Fjölnismarkmaður reynir hér að forða marki. Svipmynd frá mótinu 2011. Ljósm. G. Bjarki Halldórsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.