Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 14
14 - Norð ur áls mót ið
Full búð af nýjum
og glæsilegum
gjafavörum
Þjóðbraut 1- Akranesi - sími 431 3333 – modelgt@internet.is
Velkomin á Akranes!
Norðurálsmótið er nú haldið í
þrítugasta sinn hér á Akranesi
en fyrsta mótið var árið 1985 og
þá kepptu þrjú lið á mótinu; ÍA,
Breiðablik og Stjarnan. Síðan
hefur þátttakendum og félögum
sem taka þátt fjölgað en okkur telst
til að á Norðurálsmótinu 2014
séu yfir 1200 keppendur úr 26
félögum.
Akranes hefur margt upp á að
bjóða fyrir fjölskyldufólk. Okk
ur Skagamönnum finnst gaman að
taka á móti gestum og gerum ým
islegt til að dvölin í tengslum við
Norðurálsmótið verði sem eftir
minnilegust fyrir bæði börn og
fullorðna. Leikjaland er í boði á
laugardeginum og kostar ekkert í
leiktækin. Á föstudag og laugardag
er frítt í sund fyrir alla.
Á Akranesi er úrval verslana en
við vorum einmitt að gefa út versl
unarkort í tilefni af 150 ára versl
unarafmæli bæjarins og er það
einnig prentað á einni síðu hér í
blaðinu.
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní
vígðum við nýtt Akratorg sem
stendur í hjarta gamla bæjar
ins. Þar er eitt þekktasta kenni
leiti Akraness, styttan af sjómann
inum eftir Martein Guðmunds
son. Rétt við torgið verður hald
inn matar og antikmarkaður laug
ardaginn 21. júní. Markaðurinn
er við Suðurgötu 57, á fyrstu hæð
og verður opið á milli klukkan 13
og 17. Á markaðinum kennir ým
issa grasa og má þar finna hum
ar, nautakjöt beint frá bónda, ópill
aða íslenska rækju, upprúllaðar
pönnukökur og lífrænar vörur eins
og hnetur, olíur og sósur. Einnig
heimalagaðan rjómaís og úrval ar
abískra rétta, svo eitthvað sé nefnt.
Einnig antikmuni sem eru aðallega
frá sjöunda og áttunda áratugnum.
Á þriðju hæðinni á Suðurgötunni
verður síðan ,,popup“ kaffihús en
útsýnið af þriðju hæðinni er afar
skemmtilegt.
Í kjallaranum á Skólabraut 37
var nýlega opnuð Róbótasýning og
er hún opin frá fimmtudögum til
sunnudags kl. 13 til 17. Sýningar
gripirnir eru í einkaeigu og hefur
eigandinn, Björgvin Björgvinsson,
safnað um 500 róbótum sem eru
allt frá árinu 1950. Þar skammt frá
er Bjarni Þór listmálari með vinnu
stofu og sölusýningu.
Við hvetjum ykkur líka til að
skoða dagskrána í Bíóhöllinni,
kíkja á vitana á Breiðinni, eiga
góða stund á Byggðasafninu í
Görðum eða við leik í Garðalundi
eða á Langasandi. Svo verður hald
ið siglingarmót þessa helgi þann
ig að það verður líf og fjör á hafn
arsvæðinu.
Ég vona að þið komið til með að
eiga góða daga hér á Akranesi.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.
Árið 1985 heyrði til sparktíðinda á
Skaganum, en þá var fyrsta knatt
spyrnumótið fyrir unga fótbol
tastráka haldið þar; „Skagamótið“
svokallaða. Á þessum tíma var
aðeins eitt annað mót haldið í
þessum aldursflokki; Tommamótið
í Vestmannaeyjum, sem í dag nefn
ist Shellmótið. Skagamótið var
þó til að byrja með heldur smærra
í sniðum. Auk ÍA voru boðuð til
leiks Breiðabliki og Stjörnunni,
sem bæði hafa sent lið til þátttöku
allar götur síðan.
Mótið haldið á grafar-
bakkanum
Árið eftir var lagt á ráðin um
stærra mót. Stofnað hafði verið
foreldrafélag yngri knattspyrnu
manna á Akranesi, auk þess sem
sérstök mótstjórn var skipuð
ásamt undirbúningsnefndum.
Annað Skagamótið var svo haldið
á grafarbakkanum, eða á túni við
Garðagrund fyrir neðan kirkju
garðinn. Má með sanni segja að
aðstaða til fótboltaiðkunar hafi
batnað til muna síðan þá. Í dag er
knattspyrnusvæðið á Akranesi eitt
hið glæsilegasta á landinu og státar
af góðum aðalvelli og fótboltahöll
með gervigrasi, auk stórs æfinga
svæðis fyrir fjölda smærri valla.
Foreldrarnir vinna
þýðingarmikið starf
Haustið 1987 hélt foreldrafélagið
sérstaka uppskeruhátíð fyrir for
eldra þar sem góðu starfi var
fagnað. Hátíðin var haldin í Golf
skálanum og þótti heppnast afar
vel. Ákveðið var að halda starfinu
áfram og byggja Skagamótið enn
frekar upp. Á þessum tíma var
þjálfun yngri flokka ekki launað
starf heldur áhugamál og sjálf
boðavinna. Eftir þetta færðist
skipulag mótsins meira yfir til ÍA
en foreldrar héldu áfram að vinna
sjálfboðavinnu. Eins og Haraldur
Ingólfsson framkvæmdastjóri
KFÍA segir í viðtali í blaðinu. „Það
er mjög mikilvægt fyrir okkur að
foreldrar séu reiðubúnir að taka
þátt en án þeirra væri ekki hægt að
halda svona mót.“
Ýmis nöfn í áranna rás
Mótið árið 1986 var fyrsta mótið
sem hafði sérstakan styrktaraðila.
Vífilfell gerðist styrktaraðili og
studdi fyrirtækið mótið næstu árin
og nefndist það þá HiCmótið,
Fantamótið o.s.frv. Þetta ár voru
einnig nýir búningar teknir í
notkun en áður höfðu menn þurft
að skiptast á búningum þar sem
fáir búningar voru fyrir hendi.
Almennar Tryggingar styrktu
framtakið og auglýstu á nýju
búningunum. Á þessu móti var
fyrsta foreldraveislan haldin þar
sem boðið var upp á kökuhlaðborð
og hefur sá siður haldist. Í ár eins
og síðustu ár verður foreldrakaffi
á laugardagskvöldinu. Einnig var
árið 1986 boðið upp á sérstakan
dansleik fyrir foreldra og gesti.
Stærð mótsins hefur stigvax
ið og í dag etja kappi samtals 144
lið frá 26 félögum. Norðurálsmót
ið er því sannarlega enn af stóru
viðburðunum í knattspyrnulífi ís
lenskra ungmenna og á vafalaust
aðeins eftir að stækka og dafna á
komandi árum.
Dagskrá Norðurálsmótsins 2014
Föstudagur 20. júní:
08:30 - 11:00 Mæting á gististaði
10:30 - 11:00 Fararstjórafundur
í Íþróttamiðstöð
11:00 Mæting í skrúðgöngu
hjá bæjarskrifstofunum (á móti
Krónunni).
11:15 - 11:45 Skrúðganga að
Akraneshöll
12:00 - 12:30 Mótssetning í
Akraneshöll
13:00- 19:00 Keppni 1. mótsdags.
17:30 - 20:00 Kvöldverður
(tímasetning breytileg)
22:30 - 23:00 Fararstjórafundur
í Íþróttamiðstöð
Laugardagur 21.júní:
07:45 - 09:30 Morgunverður
09:00 - 13:00 Keppni 2. móts
dags fyrri hluti
11:30 - 13:30 Hádegismatur
(tímasetning breytileg)
13:00 - 17:00 Keppni 2.
mótsdags seinni hluti
10:00 - 18:00 Leikjaland Alltaf
Gaman opið
17:00 - 19:30 Kvöldverður
(tímasetning breytileg)
19:30 - 20:30 Kvöldskemmtun í
Akraneshöll
21:30 - 22:00 Fararstjórafundur
í Íþróttamiðstöð
21:30 - 23:00 Foreldrakaffi
í boði foreldra KFÍA í matsal
Íþróttamiðstöðvar, og myndasala
Sunnudagur 22.júní:
07:45 - 09:30 Morgunverður
09:00 - 11:00 Keppni 3. móts
dagsins, síðasta umferð allra deilda
11:00 - 12:15 Grillveisla við
Norðurálsvöllinn (tímasetning
breytileg)
09:00 - 12:00 Tæma skólastofur
12:30 - 13:30 Verðlaunaafhend
ing og mótsslit í Akraneshöll.
Forsaga Norðurálsmótsins
Fjölnismarkmaður reynir hér að forða marki. Svipmynd frá mótinu 2011.
Ljósm. G. Bjarki Halldórsson.