Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 17.06.2014, Blaðsíða 19
Norð ur áls mót ið - 19 Ókeypis heimsendingaþjónusta! Opið alla daga ársins Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Allt á meiddið! Plástur - Sárabindi Teygjubindi - o.m.fl. Afgreiðslut ímar: Virka daga 9–18 Laugardaga 10–14 Sunnudaga 12–14 „Ég er bjartsýnn að við byrjum stigasöfnun“ Þórður Þórðarson er tekinn við þjálfun Skagakvenna tímabundið „Staðan hjá Skagakonum í Pepsí­ deildinni í dag kemur ekki á óvart. Það var vitað fyrirfram að þetta yrði mjög erfitt. Bilið milli deilda er mjög stórt og líka á milli liða í efri og neðri hluta Pepsídeildar­ innar. Þannig hefur þetta verið í mörg ár og er þannig líka núna. Það eru 4­5 lið mun sterkari en hin liðin í deildinni. Ég er samt bjart­ sýnn á framhaldið og hef fulla trú á því að við förum að safna stigum,“ segir Þórður Þórðarson sem ný­ tekinn er við þjálfun kvennaliðs ÍA í knattspyrnunni sem leikur núna í sumar í efstu deild eftir margra ára hlé. Þórður tekur við þjálfun liðsins af Magneu Guðlaugsdóttur um stundarsakir, af persónulegum ástæðum hjá Magneu sem sinnir nú veiku barni. „Ég vona að þetta verði ekki langur tími hjá mér með kvennaliðið, algjörlega vegna þess að hugurinn er hjá fjölskyldu Magneu og ég vona að batinn komi fljótlega,“ segir Þórður, sem reyndar er nátengdur henni því Magnea er gift Stefáni Þór bróður Þórðar. Gott að fá tíma fyrir næsta leik Skagakonur eru enn án stiga í Pepsídeildinni eftir fimm um­ ferðir en hafa engu að síður spilað ágætlega á köflum í þeim leikjum sem búnir eru. „Þær spiluðu góðan leik á móti Þór/KA í síðustu umferð og voru óheppnar að ná ekki einhverju út úr þeim leik. Ég hef trú á að þetta sé að koma hjá þeim,“ segir Þórður en næsti leikur í deildinni verður gegn Aftureldingu, sem líka er án stiga, í Mosfellsbæ þriðjudagskvöldið 24. júní. „Við verðum og ætlum okkur að vinna þann leik. Það er forsendan fyrir því að við byrjum í stigasöfnun. Ég var einmitt mjög ánægður með að landsleikjahléið skyldi koma núna í deildarkeppn­ inni. Það var gott að fá 10­12 daga til að undirbúa liðið fyrir næsta leik, byrja þannig með liðið,“ segir Þórður. Vörubílstjóri með þjálfuninni Núna er nákvæmlega ár síðan Þórður hætti þjálfun karlaliðs ÍA og hann starfar eins og hann hefur lengst af gert sem bílstjóri hjá ÞÞÞ, en þangað hefur hann kyn til. Vinnudagurinn er oft langur, frá sjö á morgnana til sex á kvöldin og jafnvel lengur. Þórður segir að það sé alveg hægt að samræma vinn­ una og þjálfunina. „Við sinnum þessari þjónustu sem við höfum gert í marga áratugi. Það er bara gaman og líka að hafa fótboltann með. Í þessu fyrirtæki hefur alltaf verið tekið tillit til fótboltans alveg frá því að afi var í þessu um miðja síðustu öldina, síðan komu Teitur og pabbi um tíma, svo Óli og við afkomendurnir hverjir af öðrum. Það eru margir sem tengjast fótboltanum í fjölskyldunni,“ segir Þórður Þórðarson, en sonur hans Þórður Þorsteinn skoraði einmitt sitt fyrsta deildarmark fyrir Skaga­ menn á dögunum og að sjálfsögðu vinnur hann líka hjá ÞÞÞ. þá Þórður Þórðarson. Barátta í leik ÍA og Þór/KA í síðustu umferð Pepsídeildarinnar. Þórður Þórðarson lengst til vinstri í leik með ÍA gegn Þrótti haustið 2005, þeim síðasta sem hann lék með ÍA. Næst honum í mynd nr. 4 er Gunnlaugur Jónsson núverandi þjálfari karlaliðs ÍA. Ljósm. Hilmar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.