Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2002, Side 15

Læknablaðið - 15.07.2002, Side 15
Unnur Steina Björnsdóttir' Sigurveig Þ. Sigurðardóttir2 Björn Rúnar Lúðvíksson2 Mynd 1. Egypskt mynd- letur. Fyrsta lýsing á ofnœmislosti (sjá nánar í texta). 'Göngudeild astma og ofnæmissjúkdóma Vífils- stöðum, 2Rannsóknastofu í ónæmisfræði Landspítala Hringbraut. Fyrirspumir og bréfaskipti: Björn Rúnar Lúðvíksson, Rannsóknastofu í ónæmis- fræði, Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 5602063, bjornlud@landspitali.is Lykilorð: ofnœmislost, algengi, meöferð. FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST Ofnæmislost - meingerð, algengi og meðferð Ágrip Ofnæmislosti var fyrst lýst fyrir 4500 árum. Menes konungur Egyptalands var að leggja af stað í örlaga- ríka ferð. Ætlunin var að sigra heiminn en í staðinn var hann stunginn af geitungi við bakka Nílar og dó (mynd 1). Dularfullt dauðsfall hetjunnar var skýrt sem refs- ing guðanna. Það var ekki fyrr en um aldamótin 1900 að menn áttuðu sig á að um viðbragð við utanaðkom- andi áreiti var að ræða og var fyrirbrigðið kallað anaphylaxis (ana=tap, phylaxis=þol, það er tap á þoli gagnvart einhverju áreiti). Einkenni bráðaofnæmis geta annaðhvort orsakast af IgE miðluðu ónæmissvari (type I hypersensitivity reaction) eða vegna ósértækrar ræsingar ónæmis- kerfisins (anaphylactoid). Alvarlegasta afleiðing bráðaofnæmis er ofnæmislost sem getur leitt til dauða. Rannsóknir hafa sýnt að um 20 manns deyja árlega í Bretlandi vegna ofnæmislosts (1). Einkenni þess geta verið margbreytileg og því er góð þekking á ENGLISH SÖMMflRY Björnsdóttir US, Sigurðardóttir SÞ, Lúðvíksson BR Anaphylaxis Læknablaðið 2002; 88: 551-9 Anaphylaxis is a life threatening medical emergency in which the possibility for patient morbidity and mortality is high. It is the most serious of allergic disorders. An understanding of the pathophysiology of anaphylaxis and recognition of symptoms is paramount for its diagnosis. The term anaphylaxis refers to a generalized allergic reaction that results from a type I immunologic reaction. IgE activation of mast cells and basophils results in the release of preformed mediatiors including histamine, prostaglandins, and leukotrienes. These mediators induce vascular permeability, vascular smooth muscle relaxation and constriction of bronchial smooth muscles. Anaphylactoid reactions are clinically and pathologically similar but are not IgE mediated. This pathophysiologic sequence of events leads to the clinical manifestations of anaphylaxis including urticaria, angioedema, pruritus, and bronchospasms, eventually leading to hypotension and death if left untreated. This article discusses current demographics, causes and pathophysiology of anaphylaxis and provides guidelines for the treatment of anaphylaxis. The importance of prompt and correct treatment with adrenaline as well as thorough medical evaluation is also reviewed. Key words: anaphylaxis, prevalence, treatment. Correspondance: Björn Rúnar Lúðvíksson, bjornlud@landspitali.is þessum lífshættulega sjúkdómi frumskilyrði fyrir alla þá sem sinna bráðaþjónustu. Bráðameðferð felst meðal annars í að uppræta hugsanlega orsök, adrena- lín- og vökvagjöf. Ljóst er að fumlaus og rétt við- brögð geta skilið milli lífs og dauða (2, 3). Tilgangur þessarar greinar er að gefa lesendum skýra mynd af algengi, orsökum og meðferð ofnæmislosts. Algengi ofnæmislosts Margt bendir til þess að tíðni ofnæmislosts hafi farið vaxandi á síðustu árum þó að nákvæmar rannsóknir liggi ekki fyrir (4, 5). Líkur á því að einstaklingur fái Læknablaðið 2002/88 551

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.