Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2002, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.07.2002, Qupperneq 19
FRÆÐIGREINAR / OFNÆMISLOST linga fá endurtekin losteinkenni (> 5/ári) (37) og þurfa því langtímameðferð með Hl-hemjurum og/ eða stera. Langtímahorfur þessara einstaklinga eru þó yfirleitt góðar þar sem um 60% verða einkenna- lausir innan tveggja til þriggja ára (36). Útiloka þarf sjúkdóma sem líkjast ofnæmislosti. Þar mætti nefna skort á „C1 estersase inhibitor" og „system mastocytosu“. Mismunagreiningar Greining á ofnæmislosti er oftast nokkuð augljós. Skömmu eftir að einstaklingur verður fyrir ofnæmis- vaka „hellast" einkennin skyndilega yfir og breiðast hratt út. Ekki þurfa öll einkenni ofnæmislosts að vera til staðar í einu. Helsta mismunagreining er „vaso- vagal/æðavagus“ viðbragð. Þá verður einstaklingur fölur, kaldsveittur og með hægan hjartslátt. I ofnæmislosti verður húðin ijóð, hjartsláttur hraður og blóðþrýstingur fellur. Þó ber að hafa í huga að sjúklingar á beta-hemjurum fá ekki hraðtakt. Einnig getur súrefnisþurrð valdið hægataki. Skert með- vitund getur villt um og seinkað greiningu. Aðrir sjúkdómar sem líkjast ofnæmislosti eru þeir sem leiða til losts (28,38-48), svo sem hjartsláttartruflanir, hjartadrep, alvarlegar sýkingar (sepsis), lungnarek, krampar og blóðsykursfall. Einstaklingar með með- fæddan eða áunninn skort á „C/ esterasa inhibitor“ geta fengið lífshættulegan bjúg í öndunar- og meltingarfæri (49, 50). Bjúgmyndunin verður hins vegar ekki vegna ofvirkni eða ræsingar mastfrumna heldur vegna virkjunar á C2-kínín/bradykínín (49, 50). Einstaklingar með þennan sjúkdóm fá því ekki kláða. Auk þess á blóðþrýstingsfall sér yfirleitt ekki stað. Hægt er að greina þennan sjúkdóm með mælingum á komplíment þáttum og C1 esterasa inhibitor. „System mastocytosa“ er fjölvefjasjúkdómur sem líkist oft ofnæmislosti. Sjúkdómurinn einkennist af fjölgun og ræsingu mastfrumna í húð, slímhúð melt- ingarfæra, beinmerg og eitlum. Sjúkdómurinn er greindur með sýnatöku úr húð eða frá beinmerg og sést þá fjölgun mastfrumna. Auk þess er hægt að mæla niðurbrotsefni histamíns og PgD2 í þvagi (42). Ofnæmislost - Meðferð (mynd 3 - flæðirit) Fáir sjúkdómar gera jafn miklar kröfu til fumlausra og skjótra viðbragða heilbrigðisstarfsfólks og ofnæm- islost. Mikilvægast er að viðhalda blóðþrýstingi og mettun súrefnis. Skref 1 - Gefa adrenalín strax og fjarlægja sjúkling frá ofnæmisvaldinum Ef grunur er um ofnæmislost skal gefa adrenalín í vöðva strax. Síðan á að fjarlægja sjúkling frá ofnæm- isvaldinum sé þess kostur (til dæmis fjarlægja latex eða lyf og stöðva vökvagjöf) og ræsa út bráðateymi eða hringja í 112. Skjót og rétt gjöf adrenalíns skiptir sköpum fyrir afdrif sjúklingsins (51, 52). Skammtar fyrir fullorðna eru 0,3-0,5 mg af adrenalíni (1 mg/ml; 1:1000) í vöðva strax (15, 40, 53-56) og endurtaka á gjöf á 15-20 mínútna fresti eftir þörfum. Nota má hærri skammta ef sjúklingur er tengdur við hjartasí- rita. Einungis skal nota adrenalín í æð ef um alvarlegt blóðþrýstingsfall er að ræða þar sem ofskömmtun þess getur valdið hjartadrepi og hjartsláttaróreglu. Aukin hætta er á dauða ef of lágir skammtar eru not- aðir eða ef meðferð tefst (55). Samkvæmt rannsókn- um var adrenalín eingöngu notað strax í bráðameð- ferð í um 62% tilvika og þar af eingöngu í 14% tilvika áður en að lostástand hafði skapast (1). Þau dauðsföll sem rakin hafa verið til ofskömmt- unar adrenalíns hafa í flestum tilfellum orðið vegna mistaka við gjöf í æð (gefnir 5 ml af 1:1000 í stað 1:10.000 eða 1:100.000). Til að tryggja bestu mögu- legu meðferð á ofnæmislosti verða læknar að hafa góða þekkingu á meðferð sjúkdómsins og notkun adrenalíns (57). Skref 2 - Gjöf andhistamína og barkstera I ofnæmislosti skal gefa bæði H1 og H2 hemjandi lyf (andhistamín) sem og barkstera (58). Ef ekki er um alvarleg einkenni að ræða má gefa andhistamín um munn, annars skal gefa Hl-hemjara í æð eða djúpt í vöðva, til dæmis difenhýdramín í æð á 5-10 mínútum. Að auki ætti að gefa H2 hemjara, til dæmis cimetidine eða ranitidine, þar sem blóðþrýstingsfall og hjartsláttartruflanir stafa af ræsingu á bæði Hl- og H2-viðtökum. Barksterar eru gefnir til að draga úr líkum á síðsvari og til að fyrirbyggja viðvarandi of- næmislost (59). Við vægum einkennum má gefa bark- stera um munn (prednisólón). Setja skal upp stóra nál og hefja vökvagjöf, til dæmis með 0,9% NaCl. Ef ofnæmislost er enn yfir- vofandi þrátt fyrir þessar ráðstafanir er rétt að gefa sjúklingnum vökva í formi kvoðu og huga að stöðugri gjöf lyfja með inótróp/krónótróp verkun, eins og dópamín, noradrenalín eða isoproterenol. Ef um berkjuteppu er að ræða þarf að gefa berkjuvíkkandi lyf með loftúða. Ef öndunarerfiðleikar eru enn fyrir hendi er rétt að huga að barkaþræðingu fyrr en seinna (barka- þræðing getur verið verulega erfið vegna bjúgs í efri loftvegum, raddböndum og barka). I undantekning- artilvikum dugar slíkt ekki og er þá gripið til þess að setja einstaklinginn í hjarta- og lungnavél. Slíkt hefur bjargað mannslífum bæði hér á landi og erlendis. Verkunarmáti adrenalíns Adrenalín hindrar losun boðefna frá mastfrumum, víkkar öndunarveginn og örvar hjarta- og æðakerfið. Verkunarmáti þess felst í inótrópískum og krónó- trópískum áhrifum a- og p-adrenergíska viðtaka Læknablaðið 2002/88 555
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.