Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.07.2002, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRETTIR / MALEFNI BUGL í grein Ólafs segir að „sviðstjórn geðsviðs LSH [hafi] ekki getað gert fullnægjandi grein fyrir því hvernig rekstrarfjármagni hefur verið varið þrátt fyrir að formleg beiðni frá forstjóra Barnaverndarstofu þar um hafi fyrst komið fram fyrir rúmu ári. Hér er um að ræða um það bil 43 milljóna króna rekstrarfjármagn á ári sem koma átti til viðbótar því rekstrarfé sem BUGL hafði fyrir Þarna er því greinilega á ferðinni ágreiningur um fjárveitingu sem var eyrnamerkt BUGL en að því er virðist notuð til annarra hluta í rekstri Landspítalans. Niðurstaðan verður sú að samningnum er sagt upp og daginn áður en hann rennur út án endurnýjunar er farið að undirbúa fækkun starfsfólks og samdrátt í þjónustu. Viðbrögö Magnúsar Það er auðskilið að þessi þróun mála hvíli þungt á yfirlækni deildarinnar og að hann finni hjá sér hvöt til þess að deila áhyggjum sínum með þjóðinni. Við- brögð yfirlæknisins verða til þess að Magnús Péturs- son forstjóri Landspítala ræðir við Morgunblaðið og blaðamaður þess hefur eftir honum að „málið sé á misskilningi byggt og það sé ekki hlutverk Ólafs á spítalanum að senda út fréttatilkynningar". Það eru fyrst og fremst þessi ummæli sem fóru fyrir brjóstið á mörgum. Stjórn LÍ var ekki ein um að bregðast við þeim. Morgunblaðið fjallar um þau í leiðara 5. júní og segir orð Magnúsar „bera vitni hugsunarhætti, sem á ekkert erindi í stjórnsýslu opins lýðræðisríkis í upphafi 21. aldarinnar“. Blaðið heldur áfram og segir að almenningur geri kröfu um góða heilbrigðisþjónustu og fáir viti betur deili á henni en sérfræðingarnir sem sjái um sjúklingana. „Ef það er ekki hlutverk þeirra að benda á þegar þeim þykir að skera eigi niður þjónustu með þeim hætti að vegið sé að hagsmunum sjúklinga má spyrja hvers hlutverk það sé eiginlega. I raun má snúa for- sendunum við og segja að það sé einmitt þeirra hlut- verk - og þeirra skylda - að stíga fram, en ekki að sitja og þegja og þegar það gerist á að svara því með þeim hætti að almenningur verði upplýstur um hvað sé á ferðinni, í stað þess að snupra lækna eða aðra, sem sinna þessari sjálfsögðu upplýsingaskyldu,“ segir í leiðaranum. Tjáningarfrelsið lifi í þessu sambandi er athyglisvert að skoða viðbrögð Magnúsar Péturssonar í ljósi ummæla sem hann lét hafa eftir sér á síðum þessa blaðs í vetur. Undirritað- ur átti við hann viðtal sem birtist í marshefti Lækna- blaðsins og fjallaði um sameiningu sjúkrahúsanna. Þar úttalar Magnús sig um tjáningarfrelsi starfs- manna sjúkrahússins og segir: „Eg hef heyrt það að sumum þyki ákvarðanir koma ofanfrá og að knappur tími sé til þess að ræða niðurstöður við stjórnendur og starfsmenn. Auðvitað mega starfsmenn hafa skoðun á þessu eins og öðru og láta hana í ljósi. Eg er sannfærður um að álit starfs- manna spítalans vegur mjög þungt í skoðanamyndun um heilbrigðisþjónustuna í landinu og um hlutverk spítalans sérstaklega. Eg treysti því að þessar skoðan- ir komi fram í fjölmiðlum, á fundum og ráðstefnum. Eg ætla starfsmönnum ekki annað en góða dóm- greind til þess að meta hvað er við hæfi að segja hverju sinni í ljósi stöðu þeirra innan spítalans. Þetta er lykilatriði sem allir verða að hafa vald á.“ Þarna kveður við nokkuð annan tón og ekki full- ljóst hver afstaða æðsta forystumanns spítalans er til þessa mikilvæga máls. Skyldi eitthvað hafa breyst í millitíðinni? Lagskipt yfirstjórn En hvað segir Ólafur Ó. Guðmundsson um þessa deilu? I samtali við Læknablaðið kvaðst hann þakk- látur fyrir stuðning stjórnar LI við sig í þessu máli, hann væri nauðsynlegur ekki síst í því ljósi að staða yfirlækna á fjölþátta starfsemi eins og BUGL, hefði verið gerð veikari með nýju skipuriti sem fylgdi í kjöl- far sameiningar stóru sjúkrahúsanna í LSH. „Það má segja að yfirstjórn spítalans sé lagskipt. Efst er framkvæmdastjórnin og framlenging hennar inn á sviðin í formi sviðstjóra sem ekki eru í auglýstum stöðum eða ráðnir samkvæmt hæfnismati og hafa fyrst og fremst það hlutverk að gæta rekstrarlegra hagsmuna. Undir þá heyra aðrir yfirmenn sviðsins þar á meðal kh'mskir stjórnendur eins og yfirlæknar sem bera hitann og þungann af því að þjónustan sé boðleg og fullnægjandi og finna á eigin skinni ef svo er ekki. Innan sviða er síðan orðin til ýmis undirstarfsemi, svo sem sálfræðiþjónusta og félagsráðgjöf sem líka heyra beint undir sviðstjóra en ekki yfirlækna. Þetta skipu- lag getur reynst bagalegt fyrir deild eins og BUGL þar sem fram fer sérhæfð starfsemi, sú eina á landinu, á einu stærsta sviði spítalans, geðsviði. Milliliðirnir geta orðið æði margir og stundum óljóst hver ber ábyrgð þó á endanum sitji yfirlæknar uppi með hana en svið- stjórarnir með ákvörðunarvaldið. Starfsemi okkar á BUGL byggist meðal annars á því að eiga góð sam- skipti, ekki bara við kollega sem stunda okkar sjúk- linga, heldur einnig við ýmsar stofnanir úti í bæ, fé- lagsþjónustu sveitarfélaga, skóla, barnaverndaryfir- völd og fleiri. Þessar stofnanir gera miklar kröfur til okkar og við sem berum ábyrgðina verðum að geta tjáð okkur beint og milliliðalaust við þær. Við þurfum að gæta hagsmuna skjólstæðinga okkar og aðstand- enda þeirra og þess vegna getum við þurft að sinna upplýsingaskyldu okkar í gegnum fjölmiðla. Það er mikilvægara að taka afstöðu til tíðindanna og það sem þau fela í sér heldur en að elta ólar við hver kemur þeim á framfæri,“ sagði Ólafur Ó. Guðmundsson yfir- læknir. 592 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.