Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2002, Qupperneq 63

Læknablaðið - 15.07.2002, Qupperneq 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 28 Af tungutaki og barnsförum Tungutak þeirra dönsku Kona af dönsku bergi brotin hafði verið búsett á ís- landi um árabil. Hún talaði nokkuð góða íslensku en með vissum skafönkum þó. Annað hnéð hafði verið að gera henni lífið leitt og þar kom að því að hún spurði heimilislækninn hvort það væri ekki viturlegt að „fara með hnéð til bæklingalæknis“. Önnur kona af sama uppruna hafði búið hér á landi í áratugi. Tungutak hennar var með svipuðum hætti og þeirrar fyrrnefndu. Hún vildi hafa samráð við heimilislækni sinn um hitt og þetta. í hvert einasta skipti tjáði hún hug sinn á sömu lund: „Ég þarf að hafa samræði við þig um ...“ Kona í barnsnauð Maður kom á hlaupum inn á fæðingardeildina og hrópaði: „Konan mín er komin í fæðingu í leigubíl hér fyrir utan.“ Ungi aðstoðarlæknirinn sem var alltaf viðbúinn enda verið skáti frá unglingsárum þreif akúttöskuna og hentist eins og byssubrandur út í leigubíl. Hann lyfti upp kjól konunnar og tók að klæða hana úr nær- buxunum. Pá fyrst áttaði hann sig á því að nokkrir leigubílar voru á stæðinu og hann var ekki í þeim rétta! Eyrnabruni Maður af Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu kom á slysa- deild með brunablöðrur á báðum eyrum. „Hvað kom fyrir þig?“ spurði vakthafandi læknir á deildinni. „Ég var að strauja skyrtuna mína þegar síminn hringdi og ég „svaraði“ alveg óvart með járninu,“ sagði maðurinn skömmustulegur. „Það skýrir af hverju þú ert brenndur á öðru eyr- anu, en hvað kom fyrir hitt eyrað?“ „Ég reyndi að hringja á sjúkrabíl,“ svaraði maður- inn. Fæðingarsaga úr sveitinni Héraðslæknirinn var kallaður í vitjun til bóndakonu sem var komin að því að fæða barn. Konan og bóndi hennar bjuggu mjög afskekkt og höfðu ekki fengið rafmagn í bæinn. Læknirinn bað bóndann um að halda lukt á lofti til þess að hann gæti séð betur til verka. Eftir stutta stund kom drengur í heiminn. „Haltu luktinni lengur á lofti því ég held að það sé annað á leiðinni,“ sagði læknirinn. Og mikið rétt, það fæddist stúlka nokkrum mínútum seinna. „Lýstu áfram,“ sagði læknirinn, „ég held svei mér þá að þriðja barnið sé að koma.“ Bóndinn klóraði sér þá í kollinum og spurði forviða: „Heldurðu að það geti verið að þau laðist að ljósinu?" Ekki fyrir sjúklinga á skurðstofu „Bíddu nú hægur, ef þetta hérna er miltað, hvað er þá þetta?“ „Bara ef ég gæti munað hvernig þau gerðu þetta í síð- asta þætli af „Bráðavaktinni“.“ „Klaufi var ég að gleyma gleraugunum heima.“ Úr prófverkefnum (lækna)nema „Æðakerfið samanstendur af þremur tegundum æða; slagæðum, bláæðum og blóðæðum." „Blóðið rennur niður aðra löppina og upp hina.“ „Áður en sjúklingi er gefið blóð verður að ganga úr skugga um hvort það sé jákvætt, neikvætt eða hlut- laust.“ „Við endurlífgun verður að blása í sjúklinginn þang- að til hann deyr.“ Sýnilegt ör? Ung og glæsileg kona íklædd mjög stuttu pilsi og gegnsærri blússu meldaði sig inn til aðgerðar á skurð- deild. Deildarlæknirinn tók á móti henni og eftir hefð- bunda töku sjúkraskýrslu spyr konan: „Geturðu sagt mér hversu áberandi örið verður eftir aðgerðina?" „Það er nú alveg undir þér sjálfri komið,“ sagði læknirinn rjóður í framan. Ráö viö kvefi „Læknirinn sagði að ég gæti losnað fyrr við kvefið ef ég fengi mér sítrónusafa á eftir heitu baði. Ég átti reyndar í mesta basli að klára baðvatnið.“ Að vera tengd Ungur læknir, gift og þriggja barna móðir, var að opna stofu á besta stað í Mjóddinni. Af þessu tilefni var hún nokkuð spennt á taugum. Þegar móttökurit- arinn tilkynnti henni að karlmaður væri kominn til að hitta hana bað hún um að honum yrði vísað inn. Lækninum var í mun að láta líta út eins og hún væri mjög upptekin. Rétt í þann mund sem maðurinn birtist tók hún upp símtólið. „Já, það er alveg rétt. Heildarkostnaðurinn verður eitthvað um fimmtán þúsund krónur. Ég á þá von á þér um tvöleytið og alls ekki seinna því ég er mjög þétt bókuð í dag. Við segjum það þá, blessuð." Síðan lagði hún tólið á og sneri sér að manninum. „Góðan daginn, hvað má gera fyrir þig?“ „Fyrirgefðu, vænan, ég kom bara til að tengja símann hjá þér.“ Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@gb.hgst.is Læknablaðið 2002/88 599
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.