Læknablaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA
ópurannsóknina í heild sinni. Því verður ekki fullyrt
að svipuð þróun hafi átt sér stað meðal annarra þátt-
tökuþjóða.
Eftir hrun jámtjaldsins vaknaði mikill áhugi á því
að rannsaka ofnæmi og ofnæmistengda sjúkdóma í
Austur-Evrópu og bera niðurstöður þaðan saman við
sambærilegar rannsóknir í Vestur-Evrópu; einkum
þegar í ljós kom að ofnæmi og asmi voru ekki eins
algengir sjúkdómar meðal barna í Austur-Þýskalandi
og í Vestur-Þýskalandi (95-97). Gerður var saman-
burður á 10-12 ára börnum í borginni Konin í Pól-
landi og Sundsvall í Svíþjóð varðandi ofnæmi og ein-
kenni frá lungum (98). í Konin höfðu 13,7% jákvæð
húðpróf en 35,3% í borginni Sundsvall og 26,8% í
héraðinu umhverfis borgina. Þannig var nærri þre-
faldur munur á algengi ofnæmis í þéttbýli í Svíþjóð
borið saman við þéttbýli í Póllandi. Hins vegar voru
einkenni frá öndunarfærum algengari í Konin en í
Sundsvall og miklu algengari en í héraðinu umhverfis
Sundsvall. Skýrist það væntanlega af miklu meiri
loftmengun í Konin.
Rannsókn sem gerð var á dreifðu úrtaki Austur-
og Vestur-Þjóðverja á aldrinum 25-69 ára sýndi meira
ofnæmi í Vestur-Þýskalandi þegar blóðsýni voru
könnuð fyrir IgE mótefnum gegn rykmaurum, kött-
um, hundum, cladosporium herbarum, vallarfox-
grasi, birki, rúgi og „mugwort“ (99). Þátttakendum
var skipt niður eftir kyni og aldri. Algengi ofnæmis
féll hratt með hækkandi aldri (p<0,0001). Undir 40
ára aldri var marktækt meira ofnæmi í Vestur-Þýska-
landi bæði hjá konum (p<0,0001) og körlum (p<
0,005). Þetta eru sérstaklega áhugaverðar niðurstöð-
ur þar sem um er að ræða þjóð sem lifði við sambæri-
leg lífskjör fram að lokum seinni heimsstyrjaldarinn-
ar, en býr síðan við afar ólík skilyrði fram undir þann
tíma að rannsóknin er gerð. Rannsóknin bendir til
þess að áhrifa af mismunandi lífsstíl hafi farið að gæta
um miðja tuttugustu öldina sem hafi orðið til þess að
ofnæmi varð algengara í Vestur-Þýskalandi. Líklega
má yfirfæra þetta á flestar vestrænar þjóðir meðan
þakka má lífsháttum austan við járntjaldið að ofnæmi
varð minna í Austur-Evrópu.
Sérstakur samanburður var gerður á þátttakend-
um á Reykjavíkursvæðinu og í Uppsölum í þeirri von
að það mætti varpa einhveiju ljósi á sérstöðu Islands
meðal þátttökuþjóða Evrópurannsóknarinnar (38).
Ofnæmi var um þriðjungi algengara í Uppsölum.
Þegar umhverfisþættir eru bornir saman skýrir meira
birkifrjómagn í Uppsölum meira birkiofnæmi þar.
íslendingar voru miklu meiri reykingamenn en Svíar,
en það skýrði þó ekki muninn á ofnæmi (38). Sjö
sinnum fleiri íslendingar höfðu teppi út í horn í íbúð-
um sínum en Svíar. Teppi taka í sig ofnæmisvaka um-
fram aðra hluti á heimilinu (100,101) og eldri teppi
hafa í sér meira magn ofnæmisvaka en þau sem nýrri
eru (102). Við kannanir í heimahúsum hafa komið
fram tengsli heimilisdýra, svo sem hunda og katta, og
óværu á borð við kakkalakka við endotoxín (103-
105). Eftir stendur að sýna fram á að teppalögð heim-
ili hafi meira af endótoxínum en teppalaus heimili. í
umræddri rannsókn frá Uppsölum og Reykjavík var
ekki athugað hvort gólfteppi hefðu áhrif á ofnæmi.
Að óreyndu verður því ekki fullyrt um hvort gólf-
teppi hafi áhrif á algengi ofnæmis.
Marktækur munur var á Uppsölum og Reykjavík á
fleiri sviðum. Vatnsskaði var algengari í Uppsölum,
helmingi fleiri Svíar bjuggu við ketti og hunda en ís-
lendingar og þessi dýr voru einnig algengari á heimil-
um Svía á æskuárum þeirra. Hins vegar voru fjölskyld-
urnar stærri á Islandi (p<0,001). I Reykjavík var með-
alfjöldi systkina 2,9 en 2,0 í Uppsala. Þetta skýrir að
hluta muninn sem er á ofnæmi á íslandi og í Svíþjóð,
en því miður hafa ekki verið birtar sambærilegar tölur
fýrir aðrar þátttökuþjóðir Evrópurannsóknarinnar.
Eins og áður hefur komið fram í þessari grein voru
nokkrar spurningar lagðar fyrir íslensku þátttakend-
uma í Evrópurannsókninni sem ekki voru lagðar fyr-
ir aðra þátttakendur. Meðal annars var spurt um
vinnu við gegningar eða í heyryki. Þeir sem svöruðu
þessari spurningu játandi voru spurðir hvernig þeir
hefðu komist í snertingu við hey og um einkenni frá
öndunarfærum og augum af heyrykinu. Niðurstöður
úr þessum efniviði hafa verið birtar (106). Sextíu og
níu af hundraði allra karla og 41% kvenna höfðu ein-
hvern tíma unnið við gegningar eða verið í heyryki.
Gera verður ráð fyrir að þessir einstaklingar hafi líka
umgengist dýr og 49% allra þátttakenda höfðu annað-
hvort alist upp í sveit (10,4%) eða verið í sveit á
sumrin (38,6%). íslensku þátttakendurnir í Evrópu-
rannsókninni höfðu því miklu meiri snertingu við dýr
og líklega komið meira í snertingu við endotoxín en
lesa má útúr svömm við þeim spurningum sem lagð-
ar voru fyrir alla þátttakendur Evrópurannsóknar-
innar. Með aukinni vélvæðingu á seinni helmingi sein-
ustu aldar fækkaði fólki í sveitum landsins og mörg
býli lögðust í eyði. Börnum sem send voru í sveit á
sumrin fækkaði og tengslin við húsdýr, kúamykju og
önnur óhreinindi bústarfanna minnkaði um leið og
gott hreinlæti varð almennara með þjóðinni. Hafa
þessar þjóðfélagsbreytingar stuðlað að auknu of-
næmi? Því verður ekki svarað hér en það má gera ráð
fyrir því að íslendingar séu núna komnir um borð í
ofnæmishraðlestina sem flestar nágrannaþjóðir okkar
hafa ferðast með síðustu áratugina.
Þakkir
Höfundar færa eftirtöldum aðilum bestu þakkir fyrir
veittan fjárstuðning: Heilbrigðisráðuneytinu, Vísinda-
ráði, SÍBS og Vísindasjóði Landspítalans. Einnig þökk-
um við hjúkrunarfræðingunum Ástu Karlsdóttur og
Höllu Jóhannesdóttur, Lilju Petru Ásgeirsdóttur meina-
tæki og Lovísu Guðmundsdóttur fulltrúa fyrir ómet-
anlega aðstoð við gagnaöflun.
Læknablaðið 2002/88 905