Læknablaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA
sóknin leiðir íljós mikinn mismun milli þjóða á algengi
einkenna frá öndunarfærum, asma, ofnæmis og auð-
reitni í berkjum. Þannig var áttfaldur munur á surg,
sexfaldur munur á asma (stage 1), meira en tífaldur
munur á læknisgreindum asma (stage 2) og fjórfaldur
munur á ofnæmiseinkennum í nefi. Öll enskumælandi
löndin skáru sig úr með háar tölur fyrir öndunarfæra-
sjúkdóma, en ísland, hluti Spánar, Þýskaland, Italía,
Alsír og Indland voru á neðri hluta skalans. Áttfaldur
munur mældist á auðreitni þar sem hún var mest og
þar sem hún var minnst og gott samræmi var milli auð-
reitni og einkenna í öndunarfærum (31).
Gott samræmi var einnig milli ofnæmis og ein-
kenna frá öndunarfærum og enn röðuðust ensku-
mælandi löndin í efstu sætin þegar um ofnæmi var að
ræða, með þeirri undantekningu þó að Sviss kom í
öðru sæti eftir Ástralíu, en aftur kom ísland í neðsta
sæti. Þessar niðurstöður hafa verið bornar saman við
niðurstöður úr afar umfangsmikilli fjölþjóðlegri rann-
sókn sem nefnd er ISAAC-rannsóknin á börnum 13-
14 ára (60). Algengistölur voru að jafnaði lægri í Evr-
ópurannsókninni en í ISAAC-rannsókninni þótt gott
samræmi sé í niðurstöðum hjá einstaka þjóðum.
Niðurstöður úr ISAAC-rannsókninni fyrir ísland
liggja enn ekki fyrir.
Á þeim tíma sem gagnasöfnun rannsóknarinnar
fór fram var almennt viðurkennt að asmi væri bólgu-
sjúkdómur sem meðhöndla bæri með bólgueyðandi
sterum (61). Það er því umhugsunarefni hve lágt
hlutfall þeirra sem greindir voru með asma á rann-
sóknarárinu notuðu bólgueyðandi lyf daglega. Það
náði hvergi þriðjungi sjúklinganna og á íslandi voru
það aðeins 10%. Við samanburð á stöðu íslenskra
asmasjúklinga og sjúklinga annarra þátttökuþjóða
kann að virðast sem íslenskir asmasjúklingar séu
bæði lítið og illa meðhöndlaðir. En þá ber að hafa í
huga að einkenni íslenskra sjúklinga eru minni en
annarra sjúklinga ef mið er tekið af blástursgildum og
nætureinkennum. Það er því ekki bara minna um
asma á íslandi miðað við sambærilegar þjóðir heldur
eru einkenni þeirra sem þennan sjúkdóm hafa vægari
hér en almennt gerist. Það kemur einnig fram að
meðferðarheldni er meiri á íslandi en annars staðar
sem kann að þýða það að val á meðferð sé betri hér á
landi og að íslenskir sjúklingar séu vel upplýstir.
Því hefur stundum verið haldið fram þegar yfir-
völdum eða einstaklingum blöskrar það fjármagn
sem varið er til lyfjakaupa að læknar ofnoti lyf. En
hvernig stöndum við íslendingar í samanburði við
aðrar þjóðir Evrópurannsóknarinnar varðandi með-
ferð á asmatengdum einkennum? Við erum þar í
lægsta sæti ásamt Norðmönnum með aðeins 8% ein-
staklinga í meðferð. Þetta vekur upp spurningar um
það hvort einhverjir fari á mis við meðferð sem ættu
að fá hana, en við því höfum við ekkert svar.
Evrópurannsóknin sýnir að asmi er sífellt að auk-
ast í þjóðfélögum með vestrænan lífsstíl og hefur
stefnan í þá átt verið stöðug frá seinni helmingi síð-
ustu aldar. Þannig hefur nýgengi asma meira en tvö-
faldast á árabilinu 1950-1971 og er þróunin á íslandi
ekki frábrugðin (32). Á fyrstu aldursárunum eru
minni líkur á því að stúlkur fái asma en drengir, þetta
jafnast út um kynþroskaaldur, en um miðbik ævinnar
fá fleiri konur en karlar asma. Þetta er í samræmi við
eldri niðurstöður (62, 63). Hafa ber í huga að hér er
um afturvirka könnun að ræða þar sem gera má ráð
fyrir meiri skekkjum í niðurstöðum þegar lengra líð-
ur frá því atviki sem spurt er um. Á fyrri hluta þess
tímabils sem þátttakendur rannsóknarinnar eru fædd-
ir á var sú skoðun ríkjandi meðal lækna á íslandi að
asmi væri mjög sjaldgæfur hjá börnum og þar af leið-
andi kann hann að hafa verið vangreindur sem í hinu
íslenska tilfelli myndi ýkja þann mun sem er á fyrri
hluta og seinni hluta rannsóknartímans.
í töflu X er yfirlit yfir þau atriði sem í rannsókninni
höfðu áhrif á algengi surgs, asma, auðreitni og
ofnæmis (23). Hefur áður í greininni verið fjallað um
einstök efnisatriði töflunnar. Þar er þó sérstök ástæða
til að benda á þau atriði sem draga úr hættu á ofnæmi,
en það er stór systkinahópur og dýr í umhverfi í æsku.
Nú eru þetta ekki ný sannindi því sýnt var fram á
þýðingu stærðar systkinahópsins 1989 (64) og fleiri
rannsóknir hafa staðfest þær niðurstöður (65-68), og
gildir þá einu hvort í rannsóknunum tóku þátt böm
(68), unglingar (65) eða fullorðnir (67). í sumum rann-
sóknum hefur verið sýnt fram á sterkari áhrif af eldri
systkinum (64, 67) og í öðrum rannsóknum hafa
áhrifin verið sterkar tengd drengjum en stúlkum (47,
67). Samnýting herbergja í æsku hafði einnig áhrif
(47).
Eldri rannsóknir hafa sýnt að ofnæmisvakar frá
köttum finnast í 100 til 1000 sinnum meira magni á
heimilum þar sem ketti búa en á heimilum sem ekki
eru með ketti (69). Af þeirri ástæðu hefur fram undir
þetta þótt nærri sjálfsagt að gæludýr á heimili ykju
hættuna á því að börn fengju ofnæmi (70). í samræmi
við það hafa sérfræðingar óhikað ráðlagt foreldrum
að útiloka dýr úr umhverfi barnanna á fyrstu æviár-
unum til að minnka hættuna á ofnæmi. Niðurstöður
Evrópurannsóknarinnar ganga þvert á þessar hug-
myndir. Þegar mat er lagt á niðurstöðurnar má þó
halda því fram að fjölskyldur sem stríða við ofnæmi
séu líklegri til að forðast dýrahald heldur en fjöl-
skyldur sem ekki eiga við slíkt vandamál að etja. f
Evrópurannsókninni var leiðrétt fyrir slíkum áhrif-
um enda kom í ljós að áhrif af hundahaldi voru svip-
uð í ofnæmisfjölskyldum og þeim fjölskyldum sem
ekki höfðu sögu um ofnæmi (47). Nýlegar greinar
sem fjalla um áhrif dýrahalds í æsku á ofnæmi eru
ekki samhljóða í niðurstöðum. Anyo og félagar kom-
ust að þeirri niðurstöðu að hundar eða kettir í um-
hverfi á fyrstu tveimur aldursárunum minnkuðu líkur
fyrir frjóofnæmi (OR: 0,73) (71). Sænsk rannsókn
sýndi að börn sem umgengust ketti á fyrstu æviárun-
902 Læknablaðið 2002/88