Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA prufur teknar þar sem mælt var heildarmagn IgE og sértæk mótefni fyrir fimm ofnæmisvökum. Blásturs- próf (spirometria) var gert og auðreitni mæld í berkj- um (metakólínpróf). Þeir sem höfðu einkenni um asma í fyrri áfanga könnunarinnar voru einnig teknir með í seinni áfanganum þótt þeir hefðu ekki valist þangað af handahófi (symptomatic group), en þeir voru ekki taldir með við faraldsfræðirannsóknir. Spurningalistar: Spurningalistar sem sendir voru með pósti og þeir listar sem lagðir voru fyrir þátttak- endur í seinni áfanga könnunarinnar voru unnir upp úr spurningalistum International Union Against Tuberculosis and Lung Diseases (IUATLD) (17). Spurningar í seinni áfanga fjölluðu um öndunarfæra- einkenni, ofnæmi, reykingavenjur, ættarsögu, um- hverfi, nám, störf og notkun asmalyfja. Öndunar- og auðreitnipróf: Öndunarpróf mældi hámarks fráblástur (FVC: forced vital capacity) og fráblástur á einni sekúndu (FEVj: forced expiratory volume in one second). A flestum rannsóknarsetrum voru mælingar gerðar með Biomedin Spirometer (Biomedia, Padova, Italy), en þó voru önnur mæl- ingatæki notuð á nokkrum rannsóknarsetrum (16). Við auðreitnipróf með metakólíni var notaður Mefar MB3 skammtari (dosimeter) (Mefar, Brescia, Italy) (18). Metakólín kom frá Hoffman La Roche (Provocholine, Hoffman La Roche, Basel, Switzer- land). Metakólín var þynnt í fjórar stofnlausnir (25 mg/ml, 6,25mg/ml, l,56mg/ml og 0,39mg/ml) með 0,9% saltvatni og 0,4% fenóli, sem rotvarnarefni. Sýrustig (pH) var 7,0. Þátttakendur önduðu að sér metakólínlausn í hækkandi skömmtum upp í lmg. Skammtur sem olli 20% falli á FEVj (PD20) var reikn- aður út frá skammtastærðinni og breytingum á FEVj. Lækkun á FEVj > 20% var túlkað sem jákvætt metakólínpróf (PD20 < 1 mg) og merki um auðreitni (19). Einnig var reiknuð út hallatala fyrir þann feril sem breytileg FEVj gildi mynduðu með hækkandi skömmtum af metakólíni (log slope). Þegar meðal- gildi fyrir jákvæð metakólínpróf eru há eru meðal- gildi á hallatölu (mean slope) lág og þýðir það mikla auðreitni. Á sama hátt þýða lág meðalgildi fyrir PD20 há meðalgildi á hallatölunni og litla auðreitni (19, 20). Ofnœmisrannsóknir: Húðpróf voru gerð með Phazets (Pharmacia Diagnostics, Uppsala, Sweden) (21). Sameiginlegir ofnæmisvakar sem notaðir voru á öllum rannsóknarsetrum voru: Dermatophagoides pteronyssinus (rykmaur), kettir, birki, vallarfoxgras, Parietaria judaica, ólífur, körfublóm (ragweed), Cladosporium herbarum og Alternaria alternata. Hvert rannsóknarsetur mátti bæta við prófum fyrir tveimur til þremur ofnæmisvökum eftir eigin höfði. Þátttakandi var talinn hafa jákvætt ofnæmispróf ef ein húðsvörun að minnsta kosti var > 3 mm. Heildarmagn IgE í sermi (Total IgE, geometric mean) og sértækt IgE fyrir D. pteronyssinus, vallar- foxgrasi, köttum og Cladosporium var mælt á öllum rannsóknarsetrunum. Aukalega var prófað fyrir birki í Norður-Evrópu, Parietaria í Suður-Evrópu og körfu- blómum í Bandaríkjunum og Eyjaálfu. Jákvæðar niðurstöður miðuðust við > 0,35 kU/L (22). Mæling- arnar voru allar gerðar á einni rannsóknarstofu með Pharmacia CAP System (Pharmacia Diagnostics, Uppsala). Samhœfmg og gœðaeftirlit: Haldin voru þjálfunar- námskeið fyrir starfsfólk rannsóknarsetranna áður en framkvæmdir hófust. Samhæfingarmiðstöð var í London (Department of Public Health Sciences, King’s College London). Þaðan kom eftirlitsaðili á hvert rannsóknarsetur einu sinni nteðan á fram- kvæmd gagnasöfnunar stóð. Virkni Mefar skammtar- ans og styrkur metakólíns var könnuð mánaðarlega. Þá fór fram ítarleg athugun á gögnum hvers rann- sóknarseturs áður en þau voru lögð inn í sameigin- legan gagnabanka könnunarinnar. Tölfrœði: Notkun tölfræði byggðist á þeim verk- efnum sem voru til meðferðar hverju sinni og er ekki fjallað um hana sérstaklega í þessari grein en þess í stað vísað til heimildarskrár. Niðurstöður Niðurstöður úr fyrri áfanga: Þátttökusetur í fyrri hluta rannsóknarinnar voru 48 frá 21 landi (tafla I) (23). Meðalþátttaka var 78% (á bilinu frá 54-100%) þeirra sem valdir voru í rannsóknina og heildarfjöldi þátttakenda um 137.600. Tafla II sýnir dreifingu já- kvæðra svara við sjö spurningum sem lagðar voru fyrir með póstlista. í töflunni eru spurningarnar ör- lítið styttar en þær hafa áður verið birtar á ensku (24) og íslensku (25). Svör frá Islandi eru borin saman við lægstu gildi, miðgildi og hæstu gildi hjá rannsóknar- setrunum 48 (24). Jákvæð svör af Reykjavíkursvæð- inu voru fyrir neðan miðgildi og voru þau frávik í öll- um tilfellum marktæk, en þetta snerist við í Bret- landi, Bandaríkjunum og Eyjaálfu þar sem jákvæð svör við spurningunum sjö sýndu oftast gildi mark- tækt yfir miðgildum. Þegar tekin eru saman jákvæð svör við spurningunum um asma (Q5) og meðferð við asma (Q6) (tafla III, Current asthma (stage 1)) voru hæstu gildi í Eyjaálfu (Melbourne 11,9%), en rannsóknarsetur í Bretlandi og Oregon í Bandaríkj- unum voru með litlu lægri gildi. Rannsóknarsetur í Svíþjóð voru einnig há, með um 6% jákvæð svör. Jákvæð svör voru fæst í Tartu (2,0%). Reykjavík var í tíunda sæti rannsóknarsetranna neðan frá (3,4%). í heildina sýndu svör við spurningalistanum mikinn breytileika í tíðni asma og asmaeinkenna eftir land- svæðum þar sem enskumælandi lönd voru hæst, en ísland var vel fyrir neðan meðallag og í öllum tilvik- um lægra en Noregur og Svíþjóð. Við spumingum um asmaköst á síðustu 12 mán- uðum (Q5) voru flest jákvæð svör á Nýja-Sjálandi og Læknablaðið 2002/88 893
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.