Læknablaðið - 15.12.2002, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / LUNGU OG HEILSA
Ástralíu (6,8-9,7%) en jákvæð svör voru lítið færri
(yfir 5%) í Bretlandi og Oregon í Bandaríkjunum. Á
íslandi svöruðu 2,2% játandi spurningu um asmaköst
síðustu 12 mánuði, 3,1% í Noregi og 3,3% í Svíþjóð
en fæstir í Antwerpen í Belgíu (1,3%) og Erfurt í
Þýskalandi (1,3%). Meðferð við asma fengu hlut-
fallslega flestir í Wellington á Nýja-Sjálandi (9,8%)
og í öðrum rannsóknarsvæðum í Eyjaálfu en fæstir
voru í meðferð við asma í Pavía á Ítalíu (1,3%) og
Galdakao á Spáni (1,3%) (24). í Svíþjóð, Bretlandi,
Hollandi, Nýja-Sjálandi og Alsír voru yfir 80% þeirra
sem fengu greininguna asma í meðferð við asma (24).
í Suður-Evrópu, sérstaklega á Ítalíu, í Frakklandi og
á Spáni var þetta hlutfall lægra en 70% og lægst var
það í Tartu í Eistlandi (30%). Það hefur sérstaklega
verið fjallað um niðurstöður úr fyrri hluta Evrópu-
rannsóknarinnar á Norðurlöndum (26). Þar voru
flestir í asmameðferð í Vesturbotni í Svíþjóð (6,2%)
en fæstir í Reykjavík (2,4%). Um 80% þeirra sem
fengið höfðu asmaköst á síðustu 12 mánuðum voru í
meðferð í Vesturbotni en 60% í Reykjavík. Á öðrum
rannsóknarsvæðum á Norðurlöndum var þetta hlut-
fall 70%. Asmalyfjanotkun á Norðurlöndum var líka
mest í Svíþjóð (53 DDD/1000 íbúa) en minnst á
íslandi (40 DDD/1000 íbúa). Finnland tók ekki þátt í
Evrópurannsókninni Lungu og heilsa og tölur þaðan
því ekki inni í þessum upplýsingum.
Niðurstöður úr seinni áfanga: I seinni áfanga Evr-
ópurannsóknarinnar þurfti að útiloka fimm rann-
sóknarsetur vegna ófullnægjandi gagna og önnur helt-
ust úr lestinni af öðrum ástæðum. Eftir stóðu 37 rann-
sóknarsetur í 17 löndum sem luku að einhverjum
hluta eða öllu leyti við seinni hluta rannsóknarinnar.
Meðalþátttaka í seinni hlutanum var 65% úrtaks-
hópsins (á bilinu 12-90%) og þátttakendur voru um
18.800 (23). Auk þeirra sem valdir voru í seinni hluta
könnunarinnar af handahófi komu 2998 einstaklingar
með vegna asmaeinkenna (symptomatic group) í út-
reikningum þar sem það á við. Þar sem spurninga-
listar í könnuninni voru samdir á ensku fyrir breskar
aðstæður var gerð könnun á því hvort samræmi væri í
svörum eftir löndum og málsvæðum. Niðurstaða
þeirrar könnunar var sú að samræmi væri fullnægj-
andi milli Ianda nema á Spáni þar sem fram kom mis-
ræmi í svörum varðandi meðferð á asma (27).
Asmi og asmalyfjanotkun: I töflu III eru niður-
stöður frá íslandi bornar saman við hæstu, mið- og
lægstu gildi ýmissa atriða úr seinni áfanga könnunar-
innar. Tvö skilmerki þurfti til að vera talinn með
asma (stage 2): að læknir hefði einhvern tímann
greint asma og að hafa fengið minnst eitt asmaein-
kenni á síðastliðnum 12 mánuðum. Til asmaeinkenna
töldust: surgur fyrir brjósti, að vakna að nóttu með
andþyngsli, mæðiköst að degi til í hvfld, mæðiköst
eftir mikla áreynslu og að hafa vaknað með mæðikast
á síðustu 12 mánuðum. Þannig skilgreint var algengi
asma hæst á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu (11-13%), en
Table III. Variation in the prevalence of respiratory symptoms, respiratory disease,
sensitization, bronchial responsiveness, exposure and asthma treatment.
Reykjavik in comparison to all centres.
Reykjavik All centres Median Range
Asthma and rhinitis
Current asthma (stage 1) 3,4 4,5 2,0-11,9
Asthma (stage 2) 2,5 5,2 1,2-13,0
Nasal allergy and hay fever 17,8 20,9 9,5-40,9
Treatment
Asthma medication 3,4 6,2 1,5-16,0
Inhaled bronchodilators 2,5 4,6 0,7 -12,4
Inhaled anti-inflammatory drugs 1 2,8 0,3-8,2
Oral asthma medication 0,5 1,4 0,2-6,5
Compliance 78 67 40-78
Chronic bronchitis about 2,0 2,6 0,7-9,7
Bronchial responsiveness
PD20<1 mg 7,2 13 3,4-27,8
ECRHS slope (mean) 8,34 7,6 6,7-8,4
Allergic sensitization
Mite 9,2 20,3 6,7-35,1
Cat 7,5 8,5 2,7 -14,8
Timothy 11,9 18 8,1-34,6
Cladosporium 6,5 2,4 0,3-13,6
Any allergen 23,6 33,1 16,2 - 44,5
IgE (geometric mean) kU/L 13,2 35,9 13,2-62,2
Exposure
Male smokers 43 38 17-65
Female smokers 36 33 14-52
Nonsmokers exposed in the work 18,0 23,8 2,5 - 53,8
Gas stoves 0,9 63.0 0-100
Cat ownership 12,5 20,1 3,7 - 68,6
Heredity
Asthma prevalence in parents 6,9 5,8 3.4-10,6
það var einnig hátt á öðrum enskumælandi rann-
sóknarsvæðum og Montpellier og Bordeaux í Frakk-
landi (28). Það var lægst í Erfurt í Þýskalandi (1,2%)
og á Spáni (1,5-3,0%). Algengi asma var nærri helm-
ingi hærra í Noregi og Svíþjóð en á íslandi.
Notkun asmalyfja var mest í Eyjaálfu (12-16%). I
heildina tekið höfðu 58% þeirra sem tóku asmalyf
fengið greininguna asma á sama ári (28). Hlutfallið
var hæst í Bretlandi (85%), en litlu lægra í Svíþjóð og
Eyjaálfu. Á fslandi tóku 71% þeirra sem greindir
voru með asma á sama ári asmalyf, og 47% í Noregi.
í hópi þeirra sem greindust með asma var einhver
notkun bólgueyðandi innöndunarlyfja á rannsóknar-
árinu mest í Bretlandi (49%) og Nýja-Sjálandi
(47%), en minnst var hún í Frakklandi (20%) og á
Ítalíu (17%). Hér á landi var notkun bólgueyðandi
innöndunarlyfja hjá þeim sem greinst höfðu með
asma um 25%. Dagleg notkun þessara lyfja var hins
vegar miklu minni. Hún var mest í Nýja-Sjálandi
(29%) og Bretlandi (27%) en minnst á Ítalíu (0%) og
Bandaríkjunum (5%). Á ísland var hún um 10%
(28). Þegar kom að hómópatíu og jurtalækningum
sögðust 16% Þjóðverja og 15% Belga nota þannig
meðferð við asma (28). Hjá öðrum þjóðum voru
þessar tölur á bilinu 0 (á íslandi) til 9%. Kannað var
hlutfallið milli notkunar bólgueyðandi innöndunar-
Læknablaðið 2002/88 895