Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / LITLIR FYRIRBURAR
Litlir fyrirburar á íslandi
Lífslíkur og fötlun
Ingibjörg
Georgsdóttir1
LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR í
BARNALÆKNINGUM OG
NÝBURALÆKNINGUM
Atli
Dagbjartsson2,3
LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR í
BARNALÆKNINGUM OG
NÝBURALÆKNINGUM
Ágrip
Inngangur: Aukin þekking, reynsla og tækniframfar-
ir seinni ára hafa bætt lífsmöguleika veikra nýbura,
sem endurspeglast í lágum burðarmálsdauða á ís-
landi. Lífslíkur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd
<1000 g hafa aukist verulega, einkum eftir að notkun
lungnablöðruseytis (surfactants) við glærhimnusjúk-
dómi (HMD/Hyaline Membrane Disease) varð al-
menn. Hluti þessara barna glímir við langvinn og
alvarleg heilsuvandamál. Tilgangur þessarar rann-
sóknar var að varpa ljósi á lffslíkur og fötlun lítilla
fyrirbura á Islandi.
Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um fæðingar á ís-
landi á árabilinu 1982-95 fengust úr tölvuvæddri Fæð-
ingarskráningu Ríkisspítala, nú Landspítala. Einnig
var aflað upplýsinga hjá Hagstofu íslands um litla
fyrirbura sem vógu 500-999 g og fæddust á tveimur
tímabilum 1982-90 og 1991-95, fyrir og eftir að notkun
lungnablöðruseytis varð almenn. Upplýsingar um
fötlunargreiningar fengust í gagnagrunni Trygginga-
stofnunar ríkisins. Við úrvinnslu var gerður saman-
burður á fyrirburahópunum.
Niðurstöður: Á árunum 1982-90 var hlutfall lítilla
fyrirbura 0,3% af öllum fæðingum (116 af 38.378) og
lifðu 19 af 87 lifandi fæddum bömum við fimm ára
aldur, eða 22%. Á seinna tímabilinu 1991-95 var hlut-
fall lítilla fyrirbura 0,5% af öllum fæðingum (102 af
22.261) og lifðu 35 af 67 lifandi fæddum bömum við
fimm ára aldur, eða 52%. Af fyrirburum áranna
1982-90 eru þrjú (16%) af 19 börnum talin fötluð og
6 (17%) af 35 fyrirburum áranna 1991-95.
Ályktanin Rannsóknin sýnir að á sama tíma og hlut-
fallslega fleiri litlir fyrirburar fæðast í hverjum ár-
gangi hafa lífslíkur þeirra aukist úr 22% á árunum
1982-90 í 52% 1991-95. Hlutfall lítilla fyrirbura með
fötlunargreiningar hefur ekki aukist marktækt milli
tímabila þrátt fyrir aukna lifun.
ENGLISH SUMMARY
Georgsdóttir i, Dagbjartsson A
Extremely Low Birthweight Infants in lceland.
Survival and Disability.
Læknablaðiö 2003; 89: 299-302
Objective: In recent years advances in medical care and
technology have increased newborn survival rate, both
fullterm and preterm. This is reflected in a low Perinatal
Mortality Rate in lceland. Survival of extremely low
birthweight infants (ELBW with BW<1000g) has also
increased, especially since the avaiiability of surfactant
therapy for Respiratory Distress Syndrome of Prematurity.
The purpose of this geographically defined national study
was to evaluate survival and longterm outcome of ELBW
children in lceland.
Material and methods: Information on all births in lceland
1982-95 was collected from the National Birth Registry
and Statistics lceland with information on ELBW infants
weighing 500-999g born in two periods 1982-90 and
1991-95, before and after the use of surfactant became
routine therapy. Information on disability was obtained
from records at the State Social Security Institute. Compa-
rison was made between the two groups of ELBW infants.
Results: In 1982-90 the proportion of ELBW infants was
0.3% of all births (116 of 38.378) and longterm survival at
five years of age was 19 of 87 liveborn children or 22%. In
1991-95 ELBW infants were 0.5% of all births (102 of
22.261) and longterm survival was 35 of 67 liveborn
children or 52%. Of the 19 ELBW children born in 1982-90
three are considered handicapped (16%) and 6 of 35
ELBW children born in 1991-95 (17%).
Conclusions: The study shows that at the same time that
proportionally more children are of extreme low birth-
weight, the survival of ELBW infants has increased from
22% in 1982-90 to 52% in 1991-95. The proportion of
ELBW children with disability is not increased significantly
between the two periods.
Key words: extremely low birthweight infants, survival,
disability.
'Tryggingastofnun ríkisins,
:Barnaspítala Hringsins,
Landspítala Hringbraut,
Læknadeild Háskóla íslands.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Ingibjörg Georgsdóttir,
Tryggingastofnun ríkisins,
Laugavegi114,150 R.
ingibjge@tr.is.
Lykilorö: litlir fyrirburar,
lifun, fötlun.
Inngangur
Frá ómunatíð hefur maðurinn leitast við að finna leið-
ir til þess að draga úr áhættu við bamsfæðingar. Fyrr á
öldum var líf og heilsa móður fremur en hins ófædda
bams sett í öndvegi þegar vandamál komu upp í
fæðingu. Með aukinni þekkingu og tækniþróun seinni
ára hafa lífsmöguleikar nýfæddra veikra barna aukist
mjög. Burðarmálsdauði, sem hefur verið notaður sem
mælikvarði á árangur fæðingarhjálpar og ný-
buralækninga við samanburð milli landa, hefur lækk-
að verulega á íslandi á síðustu þremur áratugum (1-3).
Burðarmálsdauði var 19,7 af 1000 fæddum bömum
Correspondence: Ingibjörg Georgsdóttir, ingibjge@tr.is
árið 1972 þegar Fæðingarskráning hófst (3) miðað við
eldri skilgreiningu, það er lifandi og andvana fædd
böm, meðgöngulengd >28 vikur eða fæðingarþyngd
>1000g miðað við 1000 fædd börn. Árið 1976, fyrsta
starfsár Vökudeildar Bamaspítala Hringsins, var
burðarmálsdauði 10,1 (3). Á árinu 1982 var burðar-
málsdauði 6,2 (4) og5,8 árið 1995 (1). Samkvæmt nýrri
skilgreiningu miðast burðarmálsdauði við lifandi og
andvana fædd böm, meðgöngulengd >22 vikur eða
Læknablaðið 2003/89 299