Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 51
S M A S J A I N
hagkvæmni þess að virkja geðheilsu barna,
unglinga og heilu fjölskyldnanna. Það skilar
sér fljótt í betur starfandi samfélagi.
En það verður ekki gert nema þjónustan
virki og til þess er ekki nóg að henda pen-
ingum í hana af og til. Það þarf að sjá til þess
að rétt sé að málum staðið, faglega og
stjórnunarlega. í>á skilar fjármagnið sér vel.
Það þyrfti að hugsa betur um það hvað
menn ætla sér með BUGL. Oft er talað um
okkur sem stofnun og við borin saman við
stofnanir á borð við Greiningarstöðina,
Barnaverndarstofu og fleiri. En við erum
ekki stofnun, ekki einu sinni svið, heldur
ein lítil deild á sviði innan stórrar stofnun-
ar.“
Blaðamaður spyr hvort nýr barnaspítali
muni ekki gagnast BUGL á einhvern hátt
en Olafur segir að tilkoma hans hafi engin
bein áhrif á starfsemi deildarinnar.
„Við höfum ákveðið samráð sem við vilj-
um auka og koma í fastara form en vegna
þess að við tilheyrum tveimur ólíkum sviðum
hefur aldrei komið til að við tengjumst
barnaspítalanum með formlegum hætti.“
Komið að urslitastund
- Hvaða áhrif hefur sameining sjúkrahús-
anna haft á starfsemi deildarinnar?
„Spítalinn skiptist í megindráttum í tvö
stjórnunarlög: yfirstjórnina og klíníska lag-
ið þar sem samskipti milli þessara laga fara
í gegnum viðkomandi sviðstjóra. Allt annað
er talið óeðlilegt. Þessi skipan hefur skapað
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu við prentun Lækna-
blaðsins í mars að heiti dálka í töflu III í
grein Ólafs Skúla Indriðasonar, Runólfs
Pálssonar og Viðars Arnar Eðvarðssonar,
Ómega-3 fjölómettaðar fitasýrur. Hlutverk í
lœknisfrœði (Læknablaðið 2003; 89: 199-
211) runnu til. Meðfylgjandi er rétt tafla og
beðist er innilega velvirðingar á þessum mis-
tökum. Tekið skal fram að á netinu og í
PDF-útgáfu greinarinnar er réttur texti við
dálka töflunnar.
vandamál, ekki síst þegar sett er út á klín-
íska yfirmenn fyrir að tala um starfsemina
út á við. Þetta er stjórnunarstíil sem hvetur
ekki til framfara og gengur því ekki upp.
Nefndarskipunin er eitt dæmi þessa stíls.
Umræðan um skipanina og stöðu BUGL
fór fram í fjölmiðlum í stað þess að ræða við
okkur á deildinni. Óánægja okkar beindist
ekki gegn hjúkrunarfræðingum eða nefnd-
arformanni sem persónu. Grundvallaratrið-
ið að mati okkar barnageðlækna var og er
að stjómunarleg staða deildarinnar sé meg-
inskýringin á stöðu hennar en um þetta er
deilt og því óheppilegt að annar aðili þeirr-
ar deilu sé settur sem oddamaður til að
leysa hana. Þess vegna gerðum við athuga-
semdir við að forstjórinn skipaði sviðstjóra
hjúkrunar sem nefndarformann. Það er
hins vegar greinilegt að nefndin vinnur
hratt og vel til að leysa úr þeim erindum
sem hún fékk og ætlar að skila af sér um
mánaðamótin mars-apríl. Ráðuneytið hef-
ur svo boðað skipun annarrar nefndar,
væntanlega til að skoða geðheilbrigðisþjón-
ustuna við börn og unglinga í víðara sam-
hengi. I mínum augum er úrslitastund að
renna upp um það hvort hægt verði að
framkvæma þær grundvallarbreytingar sem
svo lengi hefur verið þörf á að gera hvað
varðar faglegt sjálfsforræði og breytt rekstr-
arfyrirkomulag BUGL. Ef það gerist ekki
óttast ég að barnageðlæknar finni sér annan
starfsvettvang því mikil eftirspurn er eftir
þjónustu þeirra,“ sagði Ólafur Ó. Guð-
mundsson yfirlæknir.
Siðanefnd LÍ
Kári sýknaður af
kröfum Jóhanns
Siðanefnd Læknafélags íslands kvað
upp úrskurð þann 31. desember síð-
astliðinn í máli Jóhanns Tómassonar
læknis á hendur Kára Stefánssonar
læknis.
Jóhann hélt því fram að Kári hefði
látið falla um sig ummæli í upphafi
fundar í húsakynnum LÍ þann 23.
febrúar árið 2000 sem væru andstæð
ákvæðum 29. greinar siðareglna LÍ
um að lækni sé „skylt að auðsýna
öðrum læknum drengskap og háttvísi
jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem
gerðum ...“. Krafðist hann þess að
Kára yrðu gerð „viðeigandi og hæfi-
leg viðurlög".
Siðanefnd vísaði málinu frá í maí
2001 en Jóhann kærði þá niðurstöðu
til Gerðardóms LI sem ómerkti hana
og vísaði málinu aftur til Siðanefndar
til efnislegrar úrlausnar.
I niðurstöðu Siðanefndar segir að
samkvæmt gögnum málsins liggi ekki
ljóst fyrir hvernig orð féllu og því
ósannað að þau hafi verið með þeim
hætli sem tilgreint er í ákæru Jó-
hanns. Urskurður Siðnefndar er því á
þessa leið:
„Varnaraðili, Kári Stefánsson,
skal vera sýkn af kröfum sóknaraðila,
Jóhanns Tómassonar, í máli þessu."
Þennan úrskurð kváðu upp Egg-
ert Óskarsson héraðsdómari sem er
formaður Siðanefndar og læknarnir
Gizur Gottskálksson og Stefán B.
Matthíasson.
Table III. Products rich in omega-3 polvunsaturated fattv acids.
Cod liver oil# Omacor™ * Omega 3 capsules# Omega forte capsules# Heilsutvenna#
Capsule size (mg) 5 ml 1000 500 1000 1000
Nutritional content
EPA (mg) 400 450 75 275 170
DHA (mg) 500 390 75 180 114
Vitamin-A (pg) 230 0 0 0 525
Vitamin-D (pg) Vitamin-E 5.6 0 0 0 5
Alpha-tocopherol (mg) 5.6 4 10 0 7
Mixed tocopherols (mg) 0 0 3.6 0
# Lysi Ltd., Reykjavik, lceland
* Solvay Pharmaceuticals, Brussels, Belgium
Abbreviations: EPA, eicosapentaenoic acid; DHA, docosahexaenoic acid.
Læknablaðið 2003/89 335