Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR / ALDRAÐIR HC mælitækisins á íslandi. Jafn ítarlegar upplýsingar og þá var safnað hafa ekki legið fyrir á Islandi áður. Heildarniðurstöður voru birtar í skýrsluformi og á heimasíðu Heilbrigðisráðuneytisins og þar er áreið- anleikaprófun lýst (8, 9). f þessari grein verður lýst helstu niðurstöðum rannsóknarinnar er snerta lífs- gæði einstaklinganna sem reyndust skert á margvís- legan hátt. Sjúkir aldraðir í heimahúsum eru ekki í sterkri stöðu til þess að kalla eftir þjónustu vegna veikinda sinna. Vegna heilsubrests, sem hvort heldur getur verið andlegur eða iíkamlegur, hlýtur sú ábyrgð að hvfla á starfsmönnum heilbrigðis- og félagsþjón- ustunnar að skoða með hvaða hætti lífsgæði þessara einstaklinga verði best tryggð. Fyrsta skrefið í þá átt er að greina vandann. Þessi grein er innlegg í þá greiningarvinnu. Efniviður og aðferðir Markmið verkefnisins var að skrá heilsufar og meta hjúkrunarþörf íbúa 65 ára og eldri er nutu heima- þjónustu heilsugæslunnar haustið 1997 á heilsugæslu- stöðvum Fossvogs, Hlíðasvæðis, Miðbæjar og Sel- tjarnarness. Með heimaþjónustu heilsugæslunnar er átt við þjónustu heilsugæslunnar í heimahúsum en hana veita hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og læknar. Úrtak rannsóknarinnar voru allir sem skráðir voru í heimaþjónustu á heilsugæslustöðvunum þegar rann- sóknin hófst 1. september 1997, alls 347 einstaklingar, en rannsóknin tók fjóra mánuði. Brottfall var 25%, eða 90 einstaklingar, 52 neituðu þátttöku, 24 voru á sjúkrahúsi, tveir voru komnir á hjúkrunarheimili, þrír hættu við eða voru fjarverandi þegar til átti að taka og níu létust áður en kom að þeim að vera metnir. Samtals tóku því 257 einstaklingar þátt í rannsókn- inni, 31 frá heilsugæslustöð A, 68 frá heilsugæslustöð B, 64 frá heilsugæslustöð C og 94 frá heilsugæslustöð D. Leitað var eftir upplýstu samþykki, en ef hinn aldraði einstaklingur gat ekki veitt samþykki sitt var leitað samþykkis aðstandenda. í þeim tilvikum var heimildar til rannsóknarinnar leitað hjá þeim að- standendum sem voru honum nátengdastir. Upplýs- inga var aflað með samtali við einstaklinginn sjálfan, úr sjúkraskrám, hjá umönnunaraðilum og/eða nán- um aðstandendum. Rannsóknin var samþykkt af Tölvunefnd og Vís- indasiðanefnd. Unnið var með upplýsingarnar á rann- sóknarnúmerum og kennitölur afmáðar. Heima- hjúkrunarfræðingar af viðkomandi heilsugæslustöðv- um þar sem verkefnið fór fram söfnuðu upplýsing- unum. Áður en gagnasöfnun hófst var haldið eins dags námskeið í notkun gagnasafnsins, en hver ein- asta breyta hefur ákveðna skilgreiningu og kennslu- efni hefur verið þróað sem leiðbeinir um matið. Með þessu móti verður gagnaöflunin áreiðanleg. Matið tók á bilinu eina til eina og hálfa klukkustund. Niðurstöður Konur voru 197 (78,6%) en karlar 60 (21,4%). Aldur dreifðist þannig að 81 árs og eldri voru 163 (63,5%) en 80 ára og yngri voru 94 (36,5%). Meðalaldur var 82,7 ár. Að meðaltali höfðu þátttakendur notið heimaþjónustu heilsugæslunnar í 2,4 ár. Hjúskapar- staðan var þannig að 52,5% voru ekkjufólk, 26,8% í hjónabandi, 15,6% höfðu aldrei gengið í hjónaband og 5,1% voru fráskildir. Flestir bjuggu einir, eða 62,5%, með maka bjuggu 24,0%, með barni 7,0% og með öðrum en fjölskyldu 7,5%. í 2,4% tilvika hafði skjólstæðingur lögráðamann. Skráning ábendinga þess að skjólstæðingurinn naut heimaþjónustu heilsugæslunnar er sýnd í töflu I. Hjarta- og blóðrásarsjúkdómar voru algengasta ábendingin. í 40% tilvika var um að ræða þjónustu í framhaldi af sjúkrahúsvist. Tafla 1. Skráðar ábendingar fyrir heimaþjónustu. Ábending % Hjarta- og æðasjúkdómar 34,2 Geðsjúkdómar 22,6 Gigtarsjúkdómar 19,5 Brot 10,5 Innkirtlasjúkdómar 10,1 Lungnasjúkdómar 7,8 Blóðsjúkdómar 5,8 Húðsjúkdómar 5,8 Taugasjúkdómar 5,8 Skyntruflanir 5,4 Krabbamein 4,3 Meltingarsjúkdómar 4,3 Þvagfærasjúkdómar 1,9 Önnur greining 3,7 Engin skráð sjúkdómsgreining 0,4 Andleg fœrni og líðan Skammtímaminni var metið óskert hjá 163 (63,5%) en skert hjá 94 (36,7%). Vitræn geta var einnig metin með tilliti til þess hversu vel skjólstæðingurinn réði við ákvarðanir daglegs lífs og þá töldust 72,4% sjálf- stæðir, með væga takmörkun 15,2%, talsverða tak- mörkun 10,5% og mikla skerðingu 1,9%. Vísbendingar og einkenni um andlega líðan voru skráð, hvort sem þau voru tjáð með orðum eða atferli á síðustu 30 dögum. Þau einkenni sem komu fram eru sýnd í töflu II. Flestum leið vel innan um annað fólk, eða 80,6%, en ákveðnum fjölda leið betur út af fyrir sig og flestir voru í góðu sambandi við ættingja. Þó lýstu 22,2% ósætti eða reiði gagnvart ættingjum og vinum. Hegðunarvandamál voru skráð ef þau komu fram á síðastliðnum sjö dögum fyrir matið og ollu vanlíðan, voru truflandi eða gátu skapað hættu fyrir hinn aldraða; ráfuðu um án sýnilegs tilgangs, voru árásargjarnir í orði eða verki, eða sýndu ósæmi- lega félagslega hegðun. Aðeins 0,8-2,7% aldraðra sýndu slíka hegðun. 314 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.