Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / LITLIR FYRIRBURAR Table 1. Birth Statistics and Survival to 5 years of Age of lcelandic Children with Birthweight 500-999g born in 1982-90 and 1991-95. 1982-90 n (%) 1991-95 n (%) Registered Births in lceland 38.378 (100) 22.261 (100) Registered Births 500-999g 116 (0.3) 102 (0.5) Liveborn 87 (100) 67 (100) Stillborn 29 (25) 35 (34) Total Liveborn 500-999g 87 (100) 67 (100) Died on Day 1 47 (54) 19 (28) Died on Day 2-7 10 (11) 6 (9) Late Deaths 11 (13) 7 (11) Alive at 5 vears 19 (22) 35 (52)* *p = <0.001 Table II. Birth Statistics and Survival by Weight Groups oflcelandic ELBW* Children born in 1982-90 and 1991-95. 1982-1990_______________________ 1991-1995 Total SB LB Alive at 5 yrs. Total SB LB Alive at 5 yrs. 500-599g 25 9 16 0 (0%) 14 8 6 i (17%) 600-699g 27 7 20 3 (15%) 22 13 9 3 (33%) 700-799g 24 3 21 7 (33%) 13 4 9 6 (67%) 800-899g 27 6 21 5 (24%) 32 6 26 17 (65%) 900-999g 13 4 9 4 (44%) 21 4 17 8 (47%) Total 116 29 87 19 (22%) 102 35 67 35 (52%) ♦ELBW = Extremely Low Birthweight <1000g: SB = Stillborn; LB = Liveborn fæðingarþyngd >500 g miðað við 1000 fædd börn (1,5). Fyrir árið 1995 var burðarmálsdauði 8,3 samkvæmt hinni nýju skilgreiningu sem þá var birt í fyrsta sinn (1). Þróun síðustu ára má að verulegu leyti rekja til framfara í nýburalækningum. Hefur notkun lungna- blöðruseytis (surfactants) ein og sér leitt til þess að lífs- líkur nýbura með glærhimnusjúkdóm (HMD/Hyaline Membrane Disease) hafa aukist um 40% (6). Á ís- landi hófst notkun lungnablöðruseytis haustið 1990 í tengslum við fjölþjóðarannsóknina OSIRIS (7). Auknar lífslíkur nýbura má einnig að einhverju leyti rekja til betra eftirlits og meðferðar á meðgöngu (8). Samhliða lækkun á burðarmálsdauða hafa lífslrk- ur lítilla fyrirbura með fæðingarþyngd minna en 1000 g einnig aukist verulega. Þessi litlu börn eru nú fleiri í hverjum árgangi hvort sem miðað er við fæðingar- þyngd undir 1500 g eða 1000 g (1, 9-12). í ljósi vax- andi fjölda lítilla fyrirbura þótti áhugavert að kanna hvernig þessum litlu bömum vegnaði eftir fæðingu og hvort börnum með fötlun hafi fjölgað. Rannsóknaraðferðir og efniviður Upplýsingar um heildarfjölda fæðinga, fjölda fæð- inga og lifun lítilla fyrirbura frá 1982-1995 fengust frá Fæðingarskráningu Ríkisspítala (nú Landspítala). Eldri upplýsingar voru ekki til á tölvutæku formi þegar fyrsta gagnasöfnun fór fram árið 1996. Þannig fékkst heildarfjöldi skráðra fæðinga lítilla fyrirbura á tveimur tímabilum, hinu fyrra 1982-1990 fyrir reglu- lega notkun lungnablöðruseytis og hinu síðara 1991- 95, en frá árinu 1991 hefur meðferð með lungna- blöðruseyti verið almenn og náð til allra fyrirbura sem þess þurfa. Skoðaðar voru fæðingartilkynningar barnanna á Kvennadeild Landspítalans og á Hag- stofu íslands og þær bornar saman við Fæðingar- skráningu til að útiloka innsláttarvillur. Leitað var upplýsinga um afdrif barnanna hjá Hagstofu íslands. Upplýsingar fengust úr gagnagrunni Tryggingastofn- unar ríkisins varðandi börn með fötlunargreiningar á árunum 1996 til 2002. Miðað var við skilgreiningar WHO frá 1981 varð- andi Iifandi fæðingu, meðgöngulengd, lítinn fyrirbura og lága fæðingarþyngd (13). Einnig var stuðst við skilgreiningar WHO frá 1980 á skerðingu (impair- ment), hömlun (disability) og fötlun (handicap) (14). Sjúkdómsgreiningar voru samkvæmt ICD-10 (15) og heiti fötlunargreininga voru samkvæmt íslenskri út- gáfu af ICD-10 (16). Við tölfræðilega úrvinnslu var kí-kvaðrats grein- ingu beitt við samanburð á hlutföllum og t-prófi við samanburð hópa. Fengið var skriflegt samþykki fyrir þátttöku í rannsókninni frá foreldrum lifandi barna. Siðanefnd Landspítala og Tölvunefnd veittu leyfi fyrir rann- sókninni 27. og 28. febrúar 1996. Niðurstöður Á árunum 1982-1990 voru skráðar fæðingar á íslandi alls 38.378, eða 4264 fæðingar á ári að meðaltali. Á þessu níu ára tímabili voru skráðar 116 fæðingar barna sem vógu 500-999 g (0,3%), 87 lifandi fædd og 29 andvana. Á lífi við fimm ára aldur voru 19 af 87 lifandi fæddum börnum, eða 22%. Flest börn dóu á fyrsta sólarhring, alls 47 (54%), á 2.-7. sólarhring dóu tíu börn (11%) og síðkomin andlát voru 11 (13%) (tafla I). Upplýsingar fundust um 14 tvíbura, eða 12% af hópnum. Flokkun miðað við fæðingarþyngd leiðir í ljós að við fimm ára aldur lifðu þrjú af 20 böm- um (15%) sem vógu 600-699 g, sjö af 21 (33%) sem vógu 700-799 g, fimm af 21 (24%) sem vógu 800-899 g og fjögur af níu (44%) sem vógu 900-999 g. Á árunum 1991-1995 voru skráðar fæðingar á ís- landi alls 22.261, eða 4452 fæðingar á ári að meðaltali. Á þessu fimm ára tímabili voru skráðar 102 fæðingar barna sem vógu 500-999 g (0,5%), 67 lifandi fædd og 35 andvana. Á lífi við 5 ára aldur voru 35 börn af 67 lifandi fæddum börnum, eða 52%. Flest börn dóu á fyrsta sólarhring, alls 19 (28%), á 2.-7. sólarhring dóu sex börn (9%) og síðkomin andlát voru sjö (11%). Upplýsingar fundust um 24 tvíbura, eða 24% af hópnum. Flokkun miðað við fæðingarþyngd leiðir í ljós að við fimm ára aldur lifðu eitt af sex börnum (17%) sem vógu 500-599 g, þijú af níu (33%) sem vógu 600-699 g, sex af níu (67%) sem vógu 700-799 g, 17 af 26 (65%) sem vógu 800-899 g og átta af 17 300 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.