Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 79

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 79
NÁMSKEIÐ / STYRKIR Námskeið um stefnumiðaða árangurs- stjórnun (Balanced Scorecard - BSC) í heilbrigðiskerfinu laugardaginn 5. apríl nk. kl. 9:00-12:00 í sal Læknafélaganna, Hlíðasmára 8, 4. hæð, Kópavogi Á síðustu árum hafa kröfur um sparnað í heilbrigðiskerfinu og kröfur um sífellt meiri og betri þjónustu samfara aukinni tæknigetu og kunnáttu leitt til tíðari hagsmunaárekstra milli stjórnenda og lækna. Stjórnendur í heilbrigðis- kerfinu einblína á niðurskurð kostnaðar og framleiðni á sama tíma og læknar gera hvað þeir geta til að fylgja eftir Hippókratesareiðnum með þeim ráðum sem tiltæk eru hverju sinni. Stjórnendur verða að leysa úr þessum mis- munandi sjónarmiðum á sama tíma og þeir þurfa að takast á við það að þjóðin er að eldast, sívaxandi eftirspurn eftir þjónustunni, auknar kröfur sem gerðar eru til þjónustunnar og stjórnvöld krefjast auðveldara aðgengis og lægri kostnaðar. Til aó takast á við þessi margvíslegu og að því er virðist oft og tíðum ósamrýmanlegu verkefni hefur hugmynda- fræðin um stefnumiðaða árangursstjórnun rutt sér rúms á síðustu árum. Samkvæmt tímaritinu Harvard Business Review er hugmyndin um BSC ein af 75 áhrifamestu hugmyndum á 20. öld. Á síðustu misserum hefur aðferða- fræðin verið tekin í notkun hjá opinberum stofnunum með góðum árangri og má nú segja að vaxtarbroddinn sé þar að finna. En hvað er stefnumiðuð árangursstjórnun - Balanced Scorecard? í stuttu máli má segja að BSC sé hugmynda- fræði og tæki til að útfæra stefnu, miðla henni og fylgjast með hvernig gengur að framfylgja stefnunni. Nánar má segja að BSC sé stefnumiðað stjórntæki fyrir alla skipuiagsheildina; samskiptatæki til að miðla stefnu til allra starfsmanna; aðferð til að finna jafnvægi milli fjárhagslegra og ófjárhagslegra mælikvarða; leið til að samhæfa bjargir skipulagsheildar í daglegum verkefnum, fjárhagslegar sem líkamlegar, við framtíðarsýnina. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynna sér aðferðafræðina og vera þannig betur færir um að tileinka sér ný vinnubrögð þegar BSC verður innleitt á vinnustaðinn. Námskeiðið er á vegum Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur. Leiðbeinandi er Gunnar Ármannsson framkvæmdastjóri læknafélaganna og MBA í stjórnun. Novo Nordisk sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki sem Rannsóknaráð Norðurlanda veitir til grunnrannsókna og klínískra rannsókna á sviði innkirtlafræði Árleg úthlutun úr sjóðnum fer fram í byrjun september 2003. Gert er ráð fyrir að um 12 milljónir danskra króna séu til úthlutunar. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar verða á heimasíðu sjóðsins www.novonordiskfonden.dk frá 10. mars 2003. Umsóknir fara fram á netinu og eiga að berast rafrænt til sjóðsins í síðasta lagi 30. apríl 2003, kl. 16.00. Ef sótt er um styrk hjá Nordisk Forsknings Komité í kringum umsóknarfrestinn 30. apríl 2003, er ekki hægt að sækja um styrk fyrir það sama hjá Læge- og Naturvidenskabelig Komité á almanaksárinu. Novo Nordisk Fonden Sími: +45 44 43 90 31 Brogárdsvej 70 Fax: +45 44 43 90 98 Postboks 71 nnfond@novo.dk 2820 Gentofte Danmark Þessi auglýsing er endurbirt þar sem villur voru í útgáfunni sem birtist í marsblaðinu. Hér hafa þær verið leiðréttar og er beðist velvirðingar á mistökunum. Læknablaðið 2003/89 363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.