Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / MÁLEFNI BUGL Samþykkt ríkisstjórnarinnar í frétt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu segir að tillögurnar sem samþykktar voru til að auka þjónustuna við börn og ungmenni séu þríþættar: • Komið verði á fót sérstöku tímabundnu teymi sem einbeiti sér að bráðatilvikum. Auk þess að sinna bráðatilvikum verði meginviðfangs- efni hópsins að vinna á bráðabiðlistum unglingageðdeildar, heimsækja unglinga í vanda og veita sérhæfða geðheilbrigðisþjónustu utan spítal- ans. Þá mun átakshópurinn greiða fyrir innlögn unglinga á unglinga- geðdeild í samráði við inntökustjóra og vakt barnageðlækna. Gert er ráð fyrir að áætlaður kostnaður vegna þessa þáttar verði um 20 milljón- ir króna á árinu 2003. • í árslok 2002 var veitt sérstök fyrirgreiðsla til að mæta þörfinni fyrir barnageðlæknisþjónustu utan stofnana. Tryggt verður að sú fjölgun greiðslueininga haldi sér á árinu 2003. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um fimm milljónir króna. • Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra mun í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnarinnar hefja undirbúning að stækkun barna- og unglinga- geðdeildar og flutningi göngudeildar barna- og unglingageðdeildar. Með þessu verður fjölgað rúmum fyrir ungmenni í brýnni þörf og barna- og unglingageðdeildin stækkuð. í ljósi þess vanda sem að barna- og unglingageðdeildinni steðjar og til þess að tryggja skilvirkni þjónustunnar til framtíðar hefur heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra ákveðið að láta fara fram stjórnsýsluskoðun á starfsem- inni. ar er eina úrræðið að sinna þeim eins og hægt er á göngudeild. Einstaka sinnum eru unglingar lagðir inn á fullorðinsgeðdeild en foreldrar eru yfirleitt mjög mótfallnir því og það skiljum við vel. Það er ekki góður kostur að leggja 14 ára ungling inn á slíka deild, bæði vegna samsetningar hópsins sem þar er og einnig og ekki síður vegna þess að á fullorðinsgeð- deild nálgast menn vandamálin á allt annan hátt en á unglingageðdeild." - Hvaða möguleika hefur deildin á að veita börn- um og unglingum langtímameðferð? „Fyrir unglinga er bara ein legudeild og hún er allt í senn: bráðamóttaka, legudeild og langtímameðferð. Hér blandast því saman unglingar sem eru bráðveik- ir, aðrir sem eru í tímabundinni meðferð og einn og einn sem er í langtímameðferð. Sumir þeirra síðast- nefndu eru hér í eitt til tvö ár. Það er óneitanlega erf- itt að vera með svona blandaðan hóp á lítilli deild. Ástandið hjá börnunum er heldur skárra því við er- um með sex rúma meðferðardeild og framhaldsmeð- ferð á Kleifarvegi.“ Nýja nefndin - Hverju breytir ákvörðun ríkisstjórnarinnar fyrir ykkur? „Ákvörðunin felur í sér að 20 milljónir króna eru ætlaðar í tímabundið átak. Það gerir okkur kleift að fjölga starfsfólki, svo sem ráðgjöfum eins og starfs- menn á deildum eru nefndir. Einnig getum við fengið aðkeypta hjúkrunarþjónustu og ráðið sálfræðing og lækni í tímabundin störf. Með þessu móti getum við myndað þverfaglegt átaksteymi sem er nýjung í þjón- ustunni. Það nýja er að þeir sem skipa teymið geta farið út fyrir deildina, heimsótt unglingana og fjöl- skyldur þeirra og ráðfært sig við þá sem annast með- ferð þeirra. Ef nauðsynlegt er talið að leggja unglinga inn þá er það gert, ýmist á BUGL ef pláss er eða á fullorðinsgeðdeild en í þeim tilvikum mun teymið stjórna meðferðinni. Með þessu móti er ætlunin að stytta biðlistann eftir bráðainnlögnum. Þetta er hins vegar bara eingreiðsla sem varir í stuttan tíma. Við vitum ekki hvað tekur svo við.“ - Hvað þyrfti að gera? „Það er búið að kortleggja ástandið ágætlega, bæði í nefndinni sem skilaði af sér haustið 1998 og einnig í skýrslu sem Landlæknisembættið lét vinna árið 2000 en hún fjallaði um þjónustu við böm og unglinga utan stofnana, hjá sveitarfélögum og víðar. I þessum skýrslum kemur fram að það þurfi að skoða þjónustu skólasálfræðinga og hvernig hún tengist skólaheilsugæslunni á grunni þverfaglegrar vinnu. Slíkt er að gerast á nokkrum stöðum, til dæmis á Sel- fossi. Einnig þarf að skoða sérfræðiþjónustuna og niðurgreiða þjónustu fleiri starfsstétta en lækna, til dæmis sálfræðinga. Það þarf einnig að skoða stöðu einu sérfræðistofn- unarinnar á þessu sviði (ef frá er talin afmörkuð sér- fræðiþjónusta á FSA). Ég vildi breyta því að deildin sé hluti af geðsviði Landspítalans. Geðsviðið er mjög stórt og deildin er einungis um 15% af heildarumsvif- um þess. Starfsemi BUGL er í flestu mjög ólík annarri starfsemi sviðsins og í sjálfu sér ekkert skrítið að stjómendur þess sem eru staðsettir á fullorðinsþættin- um, séu uppteknari af því sem þar gerist en á BUGL. Það er nauðsynlegt að gera BUGL að sérstöku sviði innan Landspítalans. Því er stundum haldið fram að deildin sé of lítil til þess að standa undir því að vera sjálfstætt svið en það eru til lítil svið innan Landspítalans. Kennsluþátturinn hefur einnig háð sjálfstæði deildarinnar. Það þarf að stofna prófessors- stöðu í barna- og unglingageðlækningum til þess að styrkja sjálfstæði fræðigreinarinnar sem slíkrar." Virkjum fjölskylduna! - Veldur það ekki auknu álagi á aðstandendur og skólakerfi þegar þrengt er að þjónustu deildarinnar? „Jú, vissulega. í því sambandi má benda á að stjómvöld í nágrannalöndum okkar hafa komist að raun um hversu nauðsynlegt það er að hlúa vel að fjölskyldunni. Virki hún ekki nógu vel bitnar það á atvinnulífinu og heilsufari þegnanna. Uppbygging þjónustu á þessu sviði er mjög góður fjárfestingar- kostur og á þessum virkjanatímum er rétt að benda á 334 Læknablaðið 2003/89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.