Læknablaðið - 15.04.2003, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / ÞVAGLEKI
Tíðni þvagleka meðal stúlkna
í framhaldsskólum
Ágrip
Guðmundur
Geirsson1
LÆKNIR, SÉRFRÆÐINGUR í
ÞVAGFÆRASKURÐLÆKNINGUM
Bente Hansen2
ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR
Kristrún
Hermannsdóttir2
ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR
Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að
kanna tíðni þvagleka meðal ungra kvenna í fram-
haldsskólum landsins sem og að kanna hve mikla
kennslu þær hafa fengið í þjálfun grindarbotnsvöðva.
Aðferðir: Úrtakið náði til 311 stúlkna á aldrinum 16-
19 ára úr sex framhaldsskólum á höfuðborgarsvæð-
inu og tveggja af Suðurlandi. Þetta samsvarar 3,7% af
fjölda stúlkna á þessum aldri í landinu. Alþjóðlegur
staðfærður spurningalisti var notaður. Hann saman-
stendur af spurningum um tíðni, gerð, ástæður og
áhrif þvagleka á daglegt líf. Auk þess voru tvær
spurningar um fræðslu og kennslu í grindarbotnsæf-
ingum.
Niðurstöður: Alls svöruðu 294 stúlkur af 311
(94,5%). Um þriðjungur þeirra hafði fundið fyrir
þvagleka, þar af voru 11% sem misstu þvag tvisvar
eða oftar í viku. Um fjórðungur töldu einkennin hafa
einhver áhrif á daglegt líf (að meðaltali 2,8 á kvarð-
anum 0-10). Rúmlega helmingur þeirra (55%) höfðu
einkenni um hreinan áreynsluleka, 24% með bráða-
leka og 21% höfðu blönduð einkenni. Yfirgnæfandi
meirihluti stúlknanna hafði enga fræðslu fengið um
grindarbotnsvöðva eða æfingar.
Ályktanir: Þvagleki er algengur meðal ungra ís-
lenskra kvenna og hafa einkennin áhrif á daglegt líf
hjá fjórðungi þeirra. Með aukinni fræðslu um grind-
arbotnsvöðva og þjálfun mætti eflaust koma í veg
fyrir þessi vandamál hjá mörgum þessara stúlkna.
'Þvagfæraskurödeild
Landspítala Hringbraut,
:Grunnskólanum í Reykholti
og Menntaskólanum á
Laugarvatni.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Guðmundur Geirsson,
þvagfæraskurödeild
Landspítala Hringbraut, 101
Reykjavík. Sími: 543 1000.
gug@landspitali. is
Lykilorð: þvagleki, tíðni,
lífsgœði, konur.
Inngangur
Þvagleki er sjúkdómseinkenni sem lítill gaumur er
gefinn í okkar samfélagi. Þvagleki er ekki lífshættu-
legt ástand en getur haft mikil áhrif á daglegt líf.
Nægir að nefna almenna vellíðan, þátttöku í félagslífi
og sjálfsálit einstaklingsins. Konur eru í miklum
meirihluta þeirra sem eiga við þetta vandamál að
stríða.
Fjöldi erlendra faraldsfræðilegra rannsókna hafa
verið gerðar á þvagleka og eru tíðnitölur afar mis-
munandi, aðallega vegna mismunandi skilgreininga
og aðferða. Flestar leiða þær í ljós að nokkuð hátt
hlutfall kvenna á við þetta vandamál að stríða. í þeim
fáu erlendu rannsóknum sem hafa verið gerðar hjá
mjög ungum konum eru tíðnitölur mjög breytilegar,
eða frá 5-50% (1,2).
Hér á landi hafa engar rannsóknir verið gerðar
hingað til á tíðni þvagleka meðal mjög ungra kvenna.
I rannsókn, gerðri í Öxarfjarðarhéraði í október 1993
ENGLISH SUMMARY
Geirsson G, Hansen B, Hermannsdóttir K
Prevalence of urinary incontinence among young
female college students
Læknablaöiö 2003; 89: 305-9
Objective: The aim was to study the prevalence of urinary
incontinence in young lcelandic female college students.
We also studied how the incontinence effected their daily
life, and also if they ever received any education and/or
instruction on pelvic floor exercises.
Material and methods: A total of 311 women in age
range 16-19 years old were randomly selected from eight
college schools in lceland. This is about 3.7% of all
women at this age’s range living in the country. A validated
four item (ICIQ short form) questionnaire was used
assessing the prevalence, perceived causes and
magnitude of urinary incontinence as well as effects on
quality of life during the last 4 week. The questionnaire
was translated into lcelandic according to an agreed
international methodology. Additional two questions were
asked regarding pelvis floor exercises.
Results: Out of 311 students 294 responded (94.5%).
About one third (32%) reported some urinary incontinence
during the past four weeks, 11 % had at least two epi-
sodes a week. Incontinence affected their quality of live in
26% of responders (mean value 2.8 on the scale 1-10).
Over all 55% had symptoms of stress urinary inconti-
nence, 24% pure urge incontinence and 21 % had mixed
symptoms. The majority or 78% of the women had not
received any instructions about pelvic floor exercises.
Conclusions: Urinary incontinence is a prevalent
condition affecting the quality of life in 26% of young
lcelandic female college students, stress incontinence
being the most common symptom. Preventive measures
such as pelvic floor exercises should be recommended in
this age group.
Key words: urinary incontinence, female, incidence,
quality and life.
Correspondence: Guðmundur Geirsson, gug@landspitali.is
á algengi þvagleka meðal 131 kvenna 21 árs og eldri,
reyndist meira en helmingur kvennanna hafa þvag-
leka (3). í nýlegri stórri faraldsfræðilegri rannsókn á
tíðni þvagleka hjá íslenskum konum á aldrinum 30-
76 ára reyndist tíðnin vera 38,4% (4).
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni
þvagleka á meðal ungra kvenna í framhaldsskólum
landsins. Einnig hvort og hve mikla kennslu þær hafa
fengið um grindarbotnsþjálfun.
Læknablaðið 2003/89 305