Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VÍSINDI OG SIÐFRÆÐI ards Barr sem áður var nefndur fengið þriðjunginn og læknar ívið lægri upphæð fyrir rannsóknir og skýrslugerð. I fyrra var ákveðið að hætta þessum stuðningi. Lítil umræða hér á landi Það sætir nokkurri furðu að þessi umræða skuli ein- skorðast að heita má við Bretland vegna þess að bóluefnið sem málið snýst um hefur verið notað víða um heim. Hér á landi hefur það verið notað í fimm- tán ár. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir sagði Lækna- blaðinu að vissulega hefði umræða um MMR skotið upp kollinum, meðal annars í fyrirspurnum alþingis- manna til heilbrigðisráðherra, en málið hefði aldrei komist í hámæli hér á landi, trúlega vegna þess að al- menningur treystir þeim upplýsingum sem heilbrigð- isyfirvöld veita. Önnur spurning sem vaknar er hvort menn hafi látið sér þessa einu rannsókn nægja. Því svarar Har- aldur á þann veg að svo sé alls ekki, það hafi verið gerðar fjölmargar rannsóknir á hugsanlegum tengsl- um MMR og einhverfu, þar á meðal hér á landi, en Bjarni Þjóðleifsson hefur rannsakað sérstaklega áhrif MMR-bólusetninga á görnina og ekki getað staðfest tilgátu Wakefields. Ein viðamesta rannsóknin var gerð í Danmörku þar sem öll einhverfutilvik eru vel skráð. Hvernig sem menn leituðu fundusl engin tengsl við MMR. - Það er frekar að menn hafi talið sig finna að MMR veiti ákveðna vernd gegn einhverfu í þeim faraldsfræðilegu rannsóknum sem gerðar hafa verið, sagði Haraldur. Haraldur sagði að ótti við bólusetningar væri ekki vandamál hér á landi eins og dæmi væru um um ann- ars staðar. Reyndar kæmi það fyrir að foreldrar neit- uðu að láta bólusetja börn sín en þau tilvik væru svo fá að þau hefðu engin áhrif. Hér á landi hefur þátt- taka í bólusetningum gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum verið nógu mikil til þess að koma í veg fyrir hættu á faraldri. Heimildir Netútgáfur Sunday Times, Guardian, Lancet og BMJ. Leikur Hagstofunnar að tölum í marshefti Læknablaðsins nefnir Hagstofan mis- munandi flokkun útgjalda OECD til heilbrigðisþjón- ustu, svo sem COFOG og SNA flokka. Hvort ísland eða aðrar þjóðir reyna að fylgja slíkum flokkunar- kerfum skiptir ekki meginmáli ef ekki er staðið við vissar grundvallarreglur. Mörgum þjóðum hefur ekki tekist vel til varðandi þann þátt. A Islandi hafa stórar öldrunarstofnanir þar sem kostnaður við lækningar og hjúkrun nema ekki helmingi rekstrarkostnaðar verið flokkaðar sem heilbrigðisþjónusta að minnsta kosti að hluta en ekki sem félagsþjónusta eins og reglur herma. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar óháðra starfsmanna OECD sem dvöldust hér meira og minna í tvo mánuði fyrir nokkrum árum var þetta niðurstaðan og reyndum við þó að fara eftir COFOG flokkuninni. Niðurstaða þeirra var að lækka mætti kostnað við heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu um allt að 0,9%. Skýrslu þeirra hefur aldrei verið mótmælt af Hagstofunni. Benda má á að Danir gengu of langt í hina áttina og flokk- uðu of margar heilbrigðisstofnanir undir félagsmál. Nú hafa þeir tekið sig á og flokka betur, en hlutfall útgjölda þeirra af vergri þjóðarframleiðslu hækkuðu úr 6,6-8,5% á þessum tíma. Hagstofan hefur ekki gætt þess að gefa út útgjaldatöflu með fyrirvara eins og þeim ber skylda til. Þess vegna verður upphlaup á alþingi og einstakir þingmenn, jafnvel háttsettir fjár- veitingamenn alþingis, fara með himinskautuni um óráðsíu og lélegan rekstur heilbrigðisþjónustu. Slíkt tal sæmir ekki alþingismönnum. Þetta hefur valdið niðurskurði og versnandi heilbrigðisþjónustu. Eg er sammála niðurstöðu forsætisráðherra sem birti í fjöl- miðlum að Hagstofan hafi ekki nægilegar upplýsing- ar til þess að geta svarað með vissu hvaða lönd eru sambærileg við Island og hver ekki. Einnig má benda á niðurstöður hagfræðistofnunar Háskóla Islands sem fellur að þeim skoðunum sem hér hafa verið settar fram. Niðurstaða starfsmanna OECD eru einu óháðu upplýsingarnar er birtar hafa verið og standast þar til þeim hefur verið hnekkt. En gott er að vita að Hagstofan lofar betri tíð í þessu máli. Áður en farið er út í eina stofnanamyndunina enn um þessi mál sýnist mér einsýnt að ráðuneyti, Hagstofa, TR og landlæknir myndi fastan starfshóp er haldi utan um útgjöld til heilbrigðisþjónustu. Ólafur Ólafsson Höfundur er fyrrverandi landlæknir og formaður Félags eldri borgara, Læknablaðið 2004/90 327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.