Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2004, Page 56

Læknablaðið - 15.04.2004, Page 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN fræðihandritum og að auki ýmsu sem ekki er nú ann- ars staðar að finna. Handritið sé frá 15. öld, en ýmis- legt bendi til að meirihluti efnisins hafi verið til í mun eldri gerð. Larsen segir enn fremur að handritið hafi mikla þýðingu fyrir sögu læknisfræði á Norðurlönd- um, en enn meiri þýðingu hafi það fyrir norræna orðabókargerð þar sem í því sé fjöldi orða sem ekki hafi verið skráð fyrr og varpi þau ljósi á hvernig lækn- isfræðilegur orðaforði verður til. Upprunalega handritið (23 D 43) er ritað á kálfs- skinn í smáu oktavó-broti (53/4 x 41/2 þumlungur eða 14,6 x 11,2 sentímetrar). Ljóst er að röðin á skinn- blöðunum hefir raskazt þegar bókin var bundin, en með samanburði við önnur handrit og sambærileg hefir Henning Larsen tekizt að ráða bót á því. Henning Larsen fjallar rækilega um rithátt og stafa- gerð og hugmyndir um það hvaðan einstök orð og kaflahlutar kunni að vera komin og er þeim sem áhuga hafa á þeim efnum bent á formálann að úlgáfu hans. Larsen segir að á einum stað í handritinu sé gefin vísbending um það hvaðan handritið kunni upphaf- lega að vera komið. í kaflahluta sem hefjist á orðun- um: ,,[H]ier hefiz vid barnsburd. Tak þu ok legg vid liostan undir klaedi konu. þegar mun leysaz. enn þa er barn ...“ Hér hætti íslenzki textinn og næst komi latínutexti (um blóðlát) sem sé illæsilegur og hafi verið orðinn það þegar Trinityafritið var gert og þessu næst segir: „Hier hefir lækna boc þorleifs biorns sonar“. Um þetta segir Larsen: This title, written in red, is now almost gone. Only in the brightest light can it be distinguished. I feel certain on the whole it has been read correctly though some details are doubtful. lœknabok I read first as lœknis bok, but I believe the a correct. The ending leifs not absolutely certain. The same is true of of the ending -ar in sonar. At the time of this reading I knew of no Þorleifr Björnsson, promi- nent in lceland, and my reading cannot have been influenced by subjective reading. Larsen segir síðan að textinn sem á eftir fylgi sé þekktur úr inngangi annarra norrænna lækningabóka. Hann segir að hugsanlegt sé að tengja handritið Þor- leifi hirðstjóra Bjömssyni Þorleifssonar á Reykhólum sem dó á árabilinu 1483 til 1487. Ekkert annað hefir komið fram sem gæti stutt þessa hugmynd en eins og síðar kemur fram eru heimildir um önnur sambærileg handrit mjög af skomum skammti og eru þau þó eign- uð þeim á sömu forsendum og Larsen gerir hér. Hitt er aftur á móti ljóst að hirðstjórinn hefir væntanlega ekki átt í erfiðleikum með að kosta ritun bókarinnar og að hann tengdist menntamönnum í Noregi eins og fram kemur í æviágripi hans. Henrik Harpestræng Henrik Harpestræng var uppi á dögum Valdimars Danakonungs II (1170-1241) hins sigursæla sem aftur var sonur Valdimars konungs 1 (1131-1182) hins mikla. Andstætt því sem er um samtíðarmann hans, Hrafn lækni Sveinbjarnarson á Eyri, er nánast ekkert vitað um líf og starf Harpestrængs. Þannig er ekki vitað hvar eða hvenær hann fæddist og ekkert er vitað um það hvernig auknefni hans er til komið. Bæði í handritum og grafskriftum er hann nefndur Magister - Meistari og því er nærtækt að ætla að hann hafi hlotið doktorsgráðu erlendis eins og var um marga landa hans á þessum stórveldistímum þegar Eystrasalt var orðið danskt innhaf. Verk hans bera því vitni að hann hefir verið sérlega fróður og lærður maður og margt þykir benda til þess að hann hafi farið úr landi til þess að afla sér menntunar og hafa fræðimenn því reynt að sýna fram á að svo hafi verið. Aðdáendum Harpeslrængs þótli því fengur í því þegar fram kom um 1914 sennileg tilgáta um það að Henrik Harpestræng væri sami maður og Henricus Dacus höfundur Liber de Simplici medicina laxativa og einnig „Maistre Henry de Danemarche" sem stundaði lækningar í Orleans um 100 kflómetra sunn- an við París og nefndur er í skjali riluðu þar árið 1181. Paul Hauberg segir hins vegar í formálanum að Liber Herbarum að sýnt hafi verið fram á að í lok 12. aldar var til svæði sem nefndist Danemarche (Danne- marche) í héraðinu Eure-et-Loire nærri bænum Dreux. Sá staður er um 60 kflómetra vestan við París og dregur það að sjálfsögðu úr trúverðugleikanum. Að öllum tilgátum slepptum liggur ljóst fyrir að Henrik Harpestræng var til og það er meira að segja vitað að hann bjó í Hróarskeldu síðustu æviárin. Þannig segir í Annales Ecclesiæ Danicae: „Non. April. obiit Magister Henricus Harpestræng, huius ecclesiae canonicus MCCXLIV, qui multiplices eleemosias huic ecclesiæ contulit, tam in morte quam in vita sua.“ Önnur heimild greinir frá því að „Anno Domini MCCXLIVIV. Non. April obiit M. Henricus Harpestreng Canonicus Roeschildensis bene meri- tus.“ Harpestræng hefir því andazt í aprfl 1244, metinn að verðleikum sem læknir og dómkirkjuprestur og er frá því sagt að hann hafi gefið Hróarskeldudómkirkju góðar gjafir. Af tveimur handritum frá 15. öld má ráða að Harpestræng gæti hafa verið læknir Eiríks konungs IV (1216-1250) er hlaut viðurnefnið plógpeningur af skatti sem hann lagði á það amboð. Hvort Henrik hafi raunverulega verið líflæknir Eiríks er sama vafa undirorpið og allar hinar tilgáturnar. Orðstír Harpestrængs lifir vegna þeirra verka sem til hans verða rakin. Þannig segir í upphafi handrits í Árnasafni: „Hær byrias lækedombir aff mæsther henrik harpostræng" (AM 45 4°). Þekktast rita Harpestrængs er bók um lækninga- jurtir á dönsku sem í bezt varðveittum eftirritunum geymir 150 kafla, þar af fjallar 121 þeirra um jurtir, er- lendar og innlendar. Meirihluti jurtabókarinnar er þýðing á latnesku 336 Læknablaðið 2004/90

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.