Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 28

Læknablaðið - 15.04.2004, Síða 28
FRÆÐIGREINAR / STARFSNÁM í HEILSUGÆSLU má er handleiðsla, aðgengi að aðstoð og vingjarnlegt viðmót starfsfólks metið mikils. Þessi rök eða sam- bærileg komu einnig fram þegar spurt var um rök- studd meðmæli með heilsugæslustöðinni. Þeir ung- læknar sem telja að eitthvað mætti betur fara leggja einkum áherslu á formlega kennslu og leiðsögn. Algengustu ástæður fyrir vali unglæknis á stöð voru staðsetning (n=23), kennsla (n=12) og orðspor stöðvarinnar (n=ll). Laun voru í 79% tilvika þáttur í ákvörðun um val á heilsugæslustöð í dreifbýli borið saman við 12% hjá þeim sem völdu stöð í þéttbýli (p<0,001; RR 28,1 95% öryggismörk 5,4-145). Umræða Rannsókn þessi er sú fyrsta sinnar tegundar um starfs- þjálfun unglækna hér á landi. Niðurstöður benda til þess að starfsþjálfun í heilsugæslu hafi farið vel af stað, enda þótt tíminn hafi verið stuttur frá því að reglugerð um þessa mál var samþykkt á Alþingi og þar til hún komst í framkvæmd. Má þar helst þakka metnaði og áhuga læknadeildar og forsvarsmanna heilsugæslunnar á þessum málaflokki. Það ber þó að hafa í huga að vanheimtur takmarka túlkun niður- staðna fyrir allan hópinn. Rannsókn okkar sýnir að unglæknar lögðu mikla áherslu á skipulagt nám og handleiðslu og að það tókst að miklu leyti að uppfylla slíkar gæðakröfur, sem eru sambærilegar og í erlendum rannsóknum (23-27). Fram kom í rannsókn okkar að á þessum fyrstu árum starfs- námsins var mikil samþjöppun yfir sumarmánuðina en þá er kennsla oft í lágmarki vegna sumarleyfa. Slíkt skipulag getur augljóslega ógnað handleiðslu til lengd- ar. Niðurstöðurnar eru því bein vísbending um að skoða þann þátt nánar með það í huga að dreifa náms- tímanum meira á allt árið. Að jafnaði þarfnast ný lög og reglugerðir nokkurs aðlögunartíma áður en til framkvæmda kemur. Það á einnig við um reglugerðarbreytingar á starfsnámi í heilsugæslu. Þessar breytingar kröfðust endurmats á fjárlagaramma, innra skipulagi, stöðuheimildum fyrir námslækna, kennslukröftum og annarri stjórnsýslu sem snýr að undirbúningi fyrir slíkt nám. Þessir þættir eru enn í mótun. Hafa ber í huga að þessi rannsókn náði eingöngu til ytri ramma starfsnámsins. Eftir er að kanna kunn- áttu, færni og viðhorf unglækna til einstakra faglegra viðfangsefna að þjálfun lokinni. Umfangsmiklar rann- sóknir hafa verið gerðar í Noregi á færni unglækna við útskrift úr háskóla, fyrir og eftir starfsþjálfun á sjúkrahúsi og í heilsugæslu (25-27). Þar var spurt um tæp 70 atriði á flestum sviðum læknisfræðinnar, svo sem í bráðalækningum, deyfingum, sárameðferð, lykkjuísetningu, nauðungarinnlögnum, vottorðaskrif- um og fleira. Unglæknar mátu færni sína á þann veg að hún jókst á flestum sviðum eftir spítaladvöl. Færn- in jókst marktækt enn frekar eftir dvöl í heilsugæsl- unni (27). Athygli vakti að persónuleg handleiðsla var mun betri í heilsugæslunni (88%) miðað við sjúkra- húsdvöl (73% á lyflækningadeildum og 65% á hand- lækningadeildum). Hins vegar var enginn munur á mati unglækna á eigin færni eftir því hvort þeir höfðu fengið handleiðslu eða ekki. Þegar þessar niðurstöð- ur eru bornar saman við okkar kemur í ljós að við stöndum vel hvað varðar persónulega handleiðslu og aðgengi unglækna að heimilislæknum. Rannsóknin ber einnig með sér að tækninýjungar eru að jafnaði fljótar að ná fótfestu í íslensku samfé- lagi. Þegar spurningalistinn var saminn var ekki sjálf- gefið að starfsfólk innan heilsugæslunnar hefði greið- an aðgang að netinu til dæmis við öflun fræðigreina. Nú er þessi þáttur orðinn sjálfsagður og vart þörf á að spyrja slíkra spurninga. Niðurstöður okkar benda til þess að skipulag starfsnáms í heilsugæslu sé gott, verkefni fjölbreytt, handleiðsla og starfsaðstaða viðunandi og almenn ánægja með námið. Niðurstöður gefa einnig vísbend- ingar um atriði sem hægt er að bæta enn frekar, svo sem kennslu og þátttöku unglækna í heilsuvernd og kvöld- og næturþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Þakkir Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Félags íslenskra heimilislækna. Við viljum þakka Ástu Guðjónsdóttur ritara fyrir undirbúning og meðferð gagna. Heimildir 1. Kafka F. The country doctor. f bók: Doctors and Patients. An Anthology. Ritstj. Cecil Helman. Radcliffe Medical Press Ltd. UK, 2003: 27-32. 2. Jónsson V. Lækningar og saga. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1969. 3. Mathiesen MÁ. Bjarni Snæbjörnsson, læknir - svipmyndir úr lífi og starfi. Hamar 1970; 24:15-18. 4. Sigurðsson Þ, Bjarnason Ö, Sigurðsson G. Minningarbrot Þor- steins Sigurðssonar læknis á Egilsstöðum. (Örn Bjamason bjó til prentunar). Læknablaðið 1996; 82(fylgirit 32); 1-25. 5. Valdimarsson HÞ, Stefánsson JG, Agnarsdóttir G. Læknisstörf í héraði. Læknablaðið 1969; 55:15-35. 6. Magnússon G, Sveinsson Ó. Könnun á heilbrigðisþjónustu í Skagafirði. Læknablaðið 1976; 62:167-79. 7. Sigvaldason H, Einarsson I, Bjömsson O, Ólafsson Ó, Sigfús- son S, Klemensdóttir Þ. Könnun á læknisþjónustu á lands- byggðinni 16.-22. september 1974. Fylgirit við heilbrigðis- skýrslur 1974. Skrifstofa Landlæknis. Reykjavík 1978. 8. Sigurðsson G, Magnússon G, Sigvaldason H, Tulinius H, Ein- arsson I, Ólafsson Ó. Egilsstaða-Projektct. Problemoricnterad joumal och individbaserat informationssystem för primarvárd. NOMESKO Nordisk Medicinal-Statistisk Kommitté, 1980:1- 197. 9. Pétursson P. Heilsugæsla í Bolungarvík. Afrakstur samskipta- skráningar 1983-1986. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1988 nr. 5. Landlæknisembættið. 10. Bjamason S, Friðriksson I, Broddadóttir G, Ólafsdóttir BG, Halldórsdóttir K. Heilsugæslustöðin Borgarnesi. Yfirlit yfir starfsemina 1986-1988. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1989 nr. 3. Landlæknisembættið. 11. Njálsson Þ. On content of practice. The advantage of compu- terized information systems in family medicine. Scand J Prim Health Care 1995(suppl 1): 13:1-102. 12. Lög um lækningaleyfi nr. 38,11. júlí árið 1911. 13. Lög um læknigaleyfi, um réttindi og skyldur lækna og annarra, er lækningaleyfi hafa, og um skottulækningar. Nr. 47, 23. júní árið 1932. 14. Alþingistíðindi 1942. bls. 420-42 og 563-602. 308 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.