Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NÝ H E I L S U G Æ S L U S T Ö Ð Stækkum í takt víð íbúafjöldann - Rætt við læknana Böðvar Örn Sigurjónsson og Hauk Valdimarsson sem buðu lægst í rekstur heilsugæslustöðvar í Sala- og Lindahverfi í Kópavogi Böðvar Örn Sigurjónsson til vinstri og Haukur Valdi- marsson yfirlœknir í bið- stofu Salastöðvarinnar. í vaxtarbroddi höfuðborgarsvæðisins, Salahverfi í Kópavogi, var opnuð ný heilsugæslustöð í lok janúar. Þessi stöð er frábrugðin öðrum að því leyti að rekstur hennar var boðinn út og er í einkaeigu. Mörgum heimilislækninum þykir þessi tilraun spennandi í Ijósi þeirrar stefnu sem rekin hefur verið af hálfu heil- brigðisyfirvalda í málefnum heilsugæslunnar í land- inu undanfarin ár. Læknablaðið sótti á dögunum heim læknana Böðvar Örn Sigurjónsson og Hauk Valdiniarsson en þeir eiga helmingshlut í Salus ehf. sem varð hlut- skarpast í útboði ráðuneytisins. Hinn helmingurinn er í eigu ráðgjafarfyrirtækisins Nýsis hf. en helstu for- svarsmenn þess eru Sigfús Jónsson og Stefán Þórar- insson. Eigendurnir hafa skipt með sér verkum á þann hátt að Böðvar og Haukur bera fyrst og fremst hitann og þungann af heilbrigðisþættinum en þeir Sigfús og Stefán sinna rekstri og fjármálum stöðvar- innar. Fjögur stööugildi lækna Salastöðin er á annarri hæð í verslunar- og skrif- stofuhúsi á horni Salavegar og Fífuhvammsvegar, talsverðan spöl austan Reykjanesbrautar og Smára- Þröstur lindar. Haukur sýndi mér húsakynninn meðan Böðv- Haraldsson ar sinnti sjúklingum og kom fram að hæðin er skipt niður í einingar. í þremur hornum eru stofur fyrir tvo lækna og hefur hver þeirra skrifstofu og skoðunar- herbergi. Auk þess eru stofur fyrir hjúkrunarfræð- inga og annað starfsfólk. í tengslum við móttöku er aðstaða fyrir ritara og geymslur fyrir sjúkraskrár og önnur gögn. I miðrými er aðgerðastofa og aðstaða til að geyma lífsýni, sótthreinsa og sinna öðrum verkum. Auk þeirra Hauks og Böðvars starfa í stöðinni Hjördís Birgisdóttir hjúkrunarforstjóri, Ólöf Leifs- dóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, móttökurit- arar í hálfu öðru stöðugildi og læknaritari í hálfu stöðugildi. Starfsfólkinu mun fjölga innan tíðar því þegar er búið að auglýsa eftir tveimur læknum til við- bótar og er áætlað að annar hefji störf í júní en hinn á haustmánuðum. Samningurinn kveður á um að Salastöðin sinni al- mennri heilsugæslu, mæðra- og ungbarnaeftirliti og skólaheilsugæslu í skólum hverfisins. Ekki er gert ráð fyrir starfsemi heimahjúkrunar frá stöðinni, enda er sá þáttur heilbrigðisþjónustunnar nú starfræktur mið- lægt frá Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík og Heilsu- gæslunni í Kópavogi. Gert er ráð fyrir að hægt verði að gera algengustu blóðrannsóknir og þess háttar í stöðinni en til að byija með var tekinn sá kostur að semja við Rannsóknastofuna í Mjódd fram til næstu áramóta um að annast rannsóknir og kemur meina- tæknir þaðan tvisvar í viku eins og er. Niðurstöður rannsókna eru svo sendar til baka með rafrænum hætti. Góðar viðtökur Salus ehf. gerði samning við heilbrigðisráðuneytið til átta ára um rekstur stöðvarinnar með möguleika á framlengingu án útboðs í fjögur ár til viðbótar. Eftir það verður reksturinn boðinn út aftur. Greiðslur hins opinbera fyrir þjónustuna eru fjórskiptar: greidd er árlega föst upphæð á hvern sjúkling sem skráður er hjá stöðinni, ákveðin upphæð fyrir hverja komu eða vitjun, ákveðin upphæð fyrir skólaheilsugæsluna og loks eru greiðslur upp í rekstrarkostnað húsnæðis stöðvarinnar. Ríkið leigir húsnæðið sem stöðin er í til 25 ára en húsgögn og tækjabúnaður er í eigu Salus ehf. Þeir félagar reikna með því að stöðin verði full- mönnuð áður en langt um líður því hverfið sem þeir starfa í er ört vaxandi. Nú býr á sjötta þúsund manns í Sala- og Lindahverfi en þegar nýja hverfið við Vatnsenda verður risið mun sú tala sennilega tvöfald- 322 Læknablaðið 2004/90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.