Fréttatíminn - 05.09.2014, Side 58
Kringlunni
Skeifunni
Spönginni
DDaglega
D3 vítamín styrkir m.a.
ónæmiskerfi, tennur og
bein og hjálpar til við
upptöku kalks.
M itt fólk hefur verið að hjálpa þeim hér. Við höf-um tekið á móti starfs-
fólki frá Smurstöðinni úti og sent
hingað fólk til að undirbúa opn-
unina. Við erum að koma með þekk-
ingu okkar frá Almanak,“ segir
hinn kunni danski matreiðslumaður
Claus Meyer sem var hér á landi í
vikunni. Meyer var hér vegna opn-
unar veitingastaðarins Smurstöðv-
arinnar í Hörpu á fimmtudag.
Smurbrauðið var eyðilagt
Á Smurstöðinni er boðið upp á
smurbrauð í nýklassískum stíl.
Hugmyndafræðin á bak við staðinn
er sótt til eins af veitingastöðum
Meyers í Kaupmannahöfn, Alman-
ak.
„Hugmyndafræðin snýst um að
taka það sem lærst hefur af nýnor-
ræna eldhúsinu og nota það í smur-
brauðinu. Smurbrauðið er gömul og
góð hefð en hefur meira og minna
verið eyðilögð af slæmum siðum og
lélegu hráefni. Við viljum fríska upp
á þetta,“ segir Meyer.
Við hittum Meyer á Smurstöðinni
í hádeginu á fimmtudag og honum
leist vel á staðinn. „Það er falleg
birta hérna inni og ég hlakka til að
smakka matinn,“ sagði hann.
Er þá gamla góða danska smur-
brauðið dautt og grafið? Er smur-
brauð með kjötbollum alveg úti?
„Auðvitað er hægt að búa til gott
smurbrauð með kjötbollum, með
réttu grænmeti og nýelduðu kjöti.
Það getur verið mjög gott. En það
væri aldrei í ætt við nýnorræna
matargerð, með stórri klessu af
svínakjöti eða lambakjöti. Þetta
snýst ekki um að skipta út öllu því
gamla heldur að taka það góða úr
fortíðinni og passa að það sé rétt
jafnvægi, að það sé ekki allt svína-
lifur og reykt síld og þannig þungt
hráefni.“
Fjóra mánuði að fá Michelin-
stjörnu
Claus Meyer er stórt nafn í Dan-
Breytti matarmenningu
á Norðurlöndunum
Danski matreiðslumaðurinn Claus Meyer lagði lóð sín á vogar-
skálarnar við opnun Smurstöðvarinnar í Hörpu. Meyer er einn
af stofnendum Noma og upphafsmaður nýnorræna eldhússins
og hefur byggt upp stórt veldi í matarheiminum í heimalandinu.
Claus Meyer var á Íslandi í vikunni
til að kynna sér nýjan íslenskan
veitingastað, Smurstöðina í
Hörpu. Starfsfólk á staðnum var í
læri hjá fólki Meyers á Almanak í
Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Hari
Hver er
Claus Meyer?
Fæddur 27. desember 1963
í Danmörku.
Einn stofnenda Noma árið
2003.
Kvæntur Christinu Meyer
Bengtsson, grafískum
hönnuði. Þau eiga þrjár
dætur.
Er með MA-próf í Inter-
national Business Studies
frá Copenhagen Business
School.
Er með yfir 400 manns í
vinnu í fjölmörgum fyrir-
tækjum.
Hefur skrifað fjórtán mat-
reiðslubækur.
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
58 matur og vín Helgin 5.-7. september 2014