Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 1
7.–9. nóvember 2014
45. tölublað 5. árgangur
Steikt
að vera
þekkt
andlit á
Íslandi
Geir Ólafs
með kvíða
röskun á
háu stigi
Viðtal
32
26
Úttekt 10
Verndaðu húðina fyrir geislum sólarinnar
Þegar kemur að því að hugsa vel um
húðina er fátt mikilvægara en að vernda
hana frá geislum sólarinnar. Vissulega
þurfum við á okkar D-vítamín skammti
að halda, en mikilvægt er að vernda
húðina fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Notkun sólarvarnar er því
mikilvæg, hvort sem við erum hér í
gluggaveðrinu á Íslandi eða sleikjandi
sólina á bekk annars staðar í heiminum. Ekki reykja
Reykingar stuðla að öldrunareinkennum
húðarinnar og auka hrukkumyndun.
Reykingar hafa einnig þær afleiðingar
að smágerðar blóðæðar í ysta lagi húðarinnar þrengjast og minnka þannig
blóðflæði líkamans. Húðin verður fyrir
súrefnisskorti og getur ekki tekið inn
næringarefni sem eru henni mikilvæg.
Andlitsnudd
Til að viðhalda teygjanleika húðarinnar
og virkja kollagenframleiðslu í andliti
er gott að stunda andlitsnudd. Ekki
má heldur gleyma að styrkja andlits-
vöðvana og auðveldasta leiðin til þess
er einfaldlega að brosa.
Borðaðu hollan matMeð hollu matarræði má auka vellíðan
og stuðla að heilbrigðara útliti. Ávextir,
grænmeti, trefjarík fæða og magurt
prótein hafa jákvæð áhrif á húðina.
Dragðu úr streituStress og kvíði geta stuðlað að við-kvæmari húð og hrint af stað öðrum
húðvandamálum, s.s. útbrotum og þurrki. Það er því óþarfi að auka stressið
með húðvandamálum. Taktu frekar á
vandanum sem fyrst og settu þér raun-
hæf markmið og gefðu þér einnig tíma
til að gera eitthvað sem þú nýtur.
Umhirða húðar
Kynningarblað
Helgin 7-9. nóvember 2014
Fimm einföld ráð fyrir húðinaHúðin er stærsta líffæri líkamans og eitt helsta hlutverk hennar er að vernda okkur gagnvart ýmsu utanaðkomandi
áreiti. Það er því nauðsynlegt að hugsa vel um húðina og
þarf alls ekki að vera flókið ferli. Hér má finna fimm einföld
ráð sem stuðla að heilbrigðari húð.
hágæða hÚðVÖRUR
exem þURRkUR í hÚð PsoRiasis
Engin ilm- Eða litarEfni fÆST Í apóTekUM
Sérblað um umhir u húðar
fylgir Frétta tíman í dag
Sporðrennir
60 kjúklinga
bringum á
mánuði
76
DæGurmálViðtal
Kringlan / Smáralind
JAKKAPEYSA
5.500
Instagram @vilaclothes_iceland
Facebook.com/VILAclothesIS
Umhverfisvænar og
ofnæmisprófaðar bleiur
10 milljónir bóka hjá
arnaldi 8 hjá laxness
Þ
etta truflar líf okkar allra. Ég sit
með honum heima, börnin okkar og
vinir hafa áhyggjur og auðvitað fer
öll vinna úr skorðum,“ segir Hall-
dóra Björnsdóttir, eiginkona Gríms
Rúnars Friðbjörnssonar. Hann er einn af þeim
37 sjúklingum sem ekki komust í skurðaðgerð
síðastliðinn þriðjudag vegna verkfallsaðgerða
lækna. Frestunin hefur ekki bara áhrif á líf
sjúklinga heldur allra þeirra sem standa þeim
nærri. Hjónin sitja heima og bíða, kvíðin og
áhyggjufull yfir stöðu mála. Grímur segist þó
öruggur setja líf sitt í hendur starfsfólks Land-
spítalans, en falli hann frá meðan á biðinni
standi verði það ráðamönnum landsins að
kenna. „Er virkilega hagvöxtur í landi sem
getur ekki veitt veiku fólki boðlega þjónustu?“
spyr Grímur.
Í dag hafa 400 íslenskir læknar fasta búsetu
í Svíþjóð og þeim fer fjölgandi, eins og fram
kemur í fréttaskýringu Fréttatímans í dag. Í
Svíþjóð eru grunnlaun lækna um það bil tvöfalt
hærri en á Íslandi. 20% íslenskra sérlækna
vinna erlendis meðfram vinnu á Íslandi til
að drýgja tekjur sínar. „Af hverju ættu þeir
ekki að gera það þegar erlendis er hægt að
vinna sér inn íslensk mánaðarlaun á nokkrum
dögum?“ spyr Guðmundur Karl Snæbjörns-
son. Hann rekur atvinnumiðlun fyrir lækna
sem vilja flytjast út. Í boði er frítt húsnæði og
frítt flugfar ef vinnutímabilið er tvær vikur eða
fleiri.
Fréttaskýring bls. 8 og viðtal bls. 16.
Viðtal og fréttaskýring læknaVerkfallið Veldur kVíða og áhyggjum
Ráðamönnum að kenna ef ég dey
Grímur Rúnar Friðbjörnsson greindist í sumar með meðfæddan hjartagalla sem getur verið honum lífshættulegur. Hann átti að fara í hjartaaðgerð á þriðjudaginn en henni
var frestað vegna læknaverkfallsins. Biðin veldur honum og eiginkonu hans, Halldóru Björnsdóttur, áhyggjum og kvíða. Ljósmynd/Hari