Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 31
hvað þægilegt og var ekkert að spá
í tískuna, en hérna heima þarftu að
skoða þig í speglinum áður en þú
ferð út. Fólk er dæmt harðlega hér
heima,“ segir Unnsteinn. „Krakkar
hér heima mega pæla aðeins meira
í samfélaginu. Ég hef stundum
áhyggjur af því að krakkar pæli
bara ekkert í því sem er að gerast í
kringum þá, svo kvarta þeir þegar
það er orðið of seint að gera eitt
hvað í því. Í síðustu kosningum var
undir 50% kjörsókn hjá þeim sem
voru að kjósa í annað skiptið, sem
er fólk sem er rúmlega tvítugt í
dag. Það er mjög slæmt. Ungt fólk
hættir að nenna að pæla í stjórn
málum vegna fólksins sem er í
stjórnmálum. Það eru alltof mikil
peningavöld sem sækja í stjórn
mál.“
Er samt ekki vond þróun að
krakkar nenni ekki að kjósa?
„Ég held að það þurfi einhverja
nýja aðferð til þess að laða ungt
fólk að þessu. Þetta er ekki spenn
andi. Þegar maður horfir á flokk
eins og Framsókn, og hvernig
hann hagar
sér hér í
borginni,
er þetta
ekki lengur
spurning
um stjór
nmál. Þetta
er spurning
um mann
réttindi og
það á ekk
ert að tipla
á tánum í
kringum
það lið, en
það eru allir
að gera það,
sérstaklega
ríkisstjórn
arflokkarn
ir. Ungt fólk
hefði getað
breytt
þessu hefðu það mætt á kjörstað.
En þess í stað er alltof mikil sjálf
hverfa í gangi hjá ungu fólki. Það
er meira verið að pæla í dýrum
fötum og hverjir eru hvar. Ég er
hræddur um að það sé stór hópur
af ungu fólki sem er bara að safna
„likeum“ á Facebook og gleymi
því sem það ætti að vera að gera, að
taka þátt í samfélaginu.“
Túristar vilja upplifa 101
Hvernig er að vera 24 ára ungur
maður á uppleið og horfa upp á
ástandið eins og það er í dag, þegar
verkfall hjá læknum og tónmennta
kennurum stendur yfir?
„Á meðan peningafólkið er við
stjórn þá breytist þetta ekki neitt,
og það þarf aldrei að svara fyrir
neitt. Það þorir það ekki. Umræðan
um múslima á Íslandi er til dæmis
mjög spes, sérstaklega vegna þess
að hér eru engir múslimar,“ segir
Unnsteinn. „Starf alþingismanns
ins á Íslandi er orðið eitthvert ævi
starf og þegar ungt fólk kemst inn
þá gerir það ekki neitt. Það eina
sem þú sérð eru einhverjar Smart
landsmyndir af ungum stjórnmála
krökkum og hver var að trúlofa sig.
Eitthvað sem skiptir engu máli. Þú
sérð aldrei framsóknarfólk í við
tölum við alvöru miðla en þeir eru
í Hraðfréttum nánast í hverri viku.
Það hleypur í gegnum RÚV inn í
það stúdíó.“
Er gott að vera í 101 Reykjavík?
„Já það er það. Sérstaklega í
þessari viku fyrir Airwaves. Þá
breytast túristarnir í einhverja
hipstera, sem er skemmtilegt.
Það þarf samt að halda betur utan
um þetta ferðamannakerfi. Ég er
hræddur um að túristar fari að
kvarta yfir því að það séu bara túr
istar í 101. Þeir vilja upplifa borgina
með heimamönnum,“ segir Unn
steinn Manuel Stefánsson.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
É g veit ekki alveg hvað við getum kallað þetta fyrirtæki. Við vorum að gera sjónvarpsþætti á Bravó sem gekk ekki upp. Við náðum bara að gera 6 þætti en vorum búin að plana 10. Okkur
langaði að halda áfram með það svo við ætlum að byrja á því á næsta
ári og setja á Youtube. Þetta átti að vera svipaður þáttur og Hæpið er,
en sökum þess hve mikill tími fer í heimildaöflun í þeim þætti þá var
það ekki hægt.“
Unnsteinn Manuel Stefánsson er annar þáttastjórnenda þáttarins
Hæpið sem sýndur er á RÚV um þessar mundir þar sem fjallað er
um allskyns samfélagsmál fyrir ungt fólk.
„Þar þurfum við að setja okkur vel inn í ýmis mál og finnum
skemmtilega viðmælendur. Það hefur enginn þáttur verið fyrir
þennan markhóp í 10 ár. Hópinn sem er upp úr tvítugu, krakkar sem
eiga að vera í heimsreisum og slíkt,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna
setjum við alla þætti beint á Youtube því ungt fólk er oftar fyrir
framan tölvu en sjónvarp.“
Les Frères Stefson
Bræðurnir Unnsteinn og Logi stofnuðu nýverið fyrirtæki með vin
konu sinni og ætla þeir að gera marga skemmtilega hluti. „Við ætlum
að gefa út plötur og gera sjónvarpsþætti og tónlistarmyndbönd. Sjá
um tónleikahald og slíkt. Þetta er mikið byggt í kringum hljómsveit
ina okkar, Retro Stefson, og vini okkar í kringum það. Það fyrsta sem
við gerum er að gefa út nýja plötu Hermigervils sem kemur út fyrir
þessi jól,“ segir Unnsteinn. Fyrirtækið heitir Les Frères Stefson, eftir
þeim bræðrum.
Eruð þið að byggja upp veldi í kringum ykkur bræður?
„Kannski er þetta bara nútíminn. Í stað þess að maður fari þá leið
að verða fullorðinn, fari í háskóla og sæki svo um vinnu hjá „mann
inum“, erum við kannski frekar að búa eitthvað til fyrir okkur og
líka að finna leið til þess að halda Retro Stefson gangandi. Það er
gríðarleg vinna sem fer í það.“
Er ekki erfitt að fjármagna svona batterí?
„Jú mjög,“ segir Unnsteinn. „Það hagnast enginn á því að gera
tónlistarmyndband eða slíkt. Þetta er samt mjög góður
æfingavöllur fyrir okkur. Í svona litlu landi er krafa um
að fara í háskólanám, sérstaklega frá mömmu okkar. Í
því sem við erum að gera eru fáir skólar sem undir
búa okkur fyrir það, hvort sem það er hér eða
erlendis. Við viljum búa til okkar leikvang og þróa
okkur. Við gætum farið í tónlistarskóla í Banda
ríkjunum þar sem maður eyðir miklum tíma
í það að læra að spila fyrir aðra, á meðan þú
gætir verið að nýta tímann og búið til eitt
hvað fyrir sjálfan þig.“
Unnsteinn segir mömmu sína vera
áhyggjufulla yfir því hvað framtíðin
muni bera í skauti sér og segir það
skiljanlegt. „Mamma hefur alltaf viljað
að við færum í háskóla. Foreldrar hafa
skiljanlega áhyggjur af því hvað mað
ur ætlar að gera í framtíðinni, en við
höfum verið mjög heppnir. Bæði með
það sem við höfum gert og með þau
verkefni sem hafa komið upp í hend
urnar á okkur,“ segir Unnsteinn. „En
Hver er
NafN:
Unnsteinn Manuel
Stefánsson
aldur:
24 ára
uppáhalds-
matur:
Saltfiskur
Besta daNslag í
heimi:
David með Gus Gus
hvað Ber hæst á
airwaves í ár:
Retro Stefson kemur
úr felum í Gamla
bíói á laugardag-
inn.
?
Ungt fólk er of upp-
tekið af sjálfu sér
unnsteinn manuel stefánsson er tónlistarmaður, sjónvarps-
þáttastjórnandi, plötusnúður, útgefandi og andlit ungrar kynslóðar
sem hann segist ekkert endilega alltaf vera sammála. hann er
fæddur í portúgal, á móður frá angóla og föður frá íslandi. hann
er nýbúinn að taka bílpróf og er alinn upp í 101 reykjavík. hann
hefur ásamt loga, bróður sínum, stofnað fyrirtæki sem sér um
hin fjölbreyttu störf þeirra bræðra. hljómsveit þeirra, retro
stefson, kemur óvænt fram á iceland airwaves um helgina og
er að vinna að nýju efni. unnsteinn segir Y kynslóðina, eins
og hún er kölluð, uppfulla af sjálfri sér.
„við fáum ekkert upp í hendurnar af sjálfu sér. maður fær verkefni út frá því sem maður skapar sjálfur. Það gerist ekkert þegar maður situr heima,“ segir unnsteinn.
við fáum ekkert upp í hendurnar
af sjálfu sér. Maður fær verkefni út
frá því sem maður skapar sjálfur.
Það gerist ekkert þegar maður
situr heima.“
Y kynslóðin er sjálfhverf
Unnsteinn er mjög áberandi í sam
félagi kynslóðar sem oft hefur verið
kennd við bókstafinn Y. Fólk sem
er á milli 20 og 30 ára og er virkt á
samfélagsmiðlum og í skemmtana
lífi höfuðborgarinnar.
Er erfitt að standa undir einhvers-
konar starfi talsmanns eða sem fyrir-
mynd heillar kynslóðar?
„Ég hef bara aldrei pælt eitthvað í
því. Það er samt alveg steikt að vera
þekkt andlit á Íslandi. Miðað við
hitt landið mitt, Portúgal, þar sem
frægt fólk er ósnertanlegt. Ef ein
hver biður um mynd með þér á Ís
landi eru miklar líkur á að ég þekki
pabba eða systkini viðkomandi,
þetta er allt annað dæmi. Mér finnst
Ísland líka stundum vera eins og
tvö lönd. Annarsvegar fólkið í 101
sem stýrir að einhverju leyti menn
ingarumræðu en er oft blint á það
sem er að gerast í hinu landinu sem
er hinumegin við Snorrabrautina,“
segir Unnsteinn. „Ég er ekki mikið
að spá í þetta en eftir að ég fékk bíl
próf fer ég alveg yfir Snorrabraut,“
segir Unnsteinn sem nýverið lærði
að keyra bíl.
Hvað kom til að þú gerðir það á
endanum?
„Ég hafði alveg hugsað mér að
lifa bíllausum lífsstíl en það er
bara svo leiðinlegt. Sérstaklega
eftir að ég fór að venja ferðir mínar
í sveitina mína,“ segir Unnsteinn
sem talar þar um Bjarnarfjörð á
Ströndum þar sem föðurbróðir
hans rekur hótel og Unnsteinn fer
nokkrum sinnum á ári til þess að
semja tónlist.
Það eru ekki allir hipsterar
Ungt fólk í Reykjavík er víðsýnt og
skapandi. Unnsteinn segir þó for
dóma alveg vera hjá ungu fólki, sér
staklega í garð þeirra sem eru að
gera aðra hluti en það.
„Í kringum kosningarnar var
mikið rætt meðal ungs fólks að það
þekkti engan sem hafði kosið Fram
sókn en það fattaði ekki að það er
alveg til venjulegt fólk, það eru ekki
allir einhverjir hipsterar. Hér í 101
eru allir klæddir eftir einhverri
hátísku og mjög uppteknir af því,
en þegar Retro Stefson er að spila í
einhverjum smábæjum í Þýskalandi
er fólk sem er bara í flíspeysu og
er bara venjulegt fólk. Þegar ég bjó
í Berlín klæddi ég mig bara í eitt
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
32 viðtal helgin 7.-9. nóvember 2014