Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 29
T ulipop er vörumerki þar sem heillandi persónur eru í forgrunni, líkt og vörumerkin Hello Kitty, Barbapabbi og Múmínálfarnir,“ segir Signý Kolbeinsdóttir, vöru- hönnuður og teiknari hjá Tulipop. Signý stofnaði Tulipop árið 2010 ásamt, vinkonu sinni, Helgu Árnadóttur sem sér um viðskiptahlið fyrirtækisins. Fyrstu fjárfestarnir komu inn í fyrirtækið á síðasta ári sem gerði því kleift að stækka meira. Nú er svo komið að vörur Tuli- pop eru seldar í um 60 verslunum í 8 löndum utan Íslands og er lögð sérstök áhersla á Bret- landsmarkað. „Við erum mjög ánægðar með þær viðtökur sem Tulipop hefur fengið í Bretlandi en Tulipop hefur fengið lofsamlega umfjöllun í breskum fjölmiðlum og komist að í fjölmörgum fallegum verslunum. Í Bretlandi er hefðbund- inn hluti af markaðs- setningu á vörum eins og okkar að senda sýnishorn til þekktra einstaklinga, krossa svo fingur og vonast eftir jákvæðum viðbrögðum. Í því samhengi er meðal annars gaman að segja frá því að við sendum börnum Stellu McCart- ney Tulipop vörur og fengum nýlega myndskreytt þakkarbréf frá krökkunum til baka þar sem kemur fram að elsta dóttir hennar sé með Mr. Tree lampann á náttborðinu sínu og að sonur hennar elski Fred matar- stellið sitt. Það er virkilega hvetjandi að fá svona viðbrögð,“ segir Helga. Stækka við sig Þær segja Tulipop í raun vera fyrir alla og því til sönnunar benda þær á merkingar á kassa utan um matarstell þar sem stendur að vörurnar séu fyrir 0-99 ára. „Stærstu aðdáendurnir eru samt krakkar á aldrinum 3ja til 12 ára og þeir er líklegastir til að þekkja nöfnin á öllum persón- unum,“ segir Signý. Matarstellin eru framleidd úr melamín plasti og uppfyllir framleiðslan alla staðla Evrópusambandsins. „Við leggjum mikinn metnað í framleiðsluna og vörurnar eru prófaðar til að uppfylla skilyrði sem eru mun þrengri heldur en gerð eru á Ís- landi,“ segir hún. Auk þess að hanna vörur undir nafninu Tulipop hafa þær á undanförn- um árum tekið að sér að framleiða vörur fyrir önnur fyrir- tæki og eru hinar svoköll- uðu VÍS-húfur dæmi um það. Þetta er fjórða árið þar sem trygginga- félagið VÍS er í samstarfi við Tulipop en viðskiptavinir í F plús hafa fengið ókeypis skínandi húfur á þjónustuskrif- stofum VÍS um land allt. Í ár er einnig hægt að fá eyrnabönd sem hafa slegið rækilega í gegn. Tulipop framleiddi einnig spari- baukinn Mosa, fyrir MP banka, fyrir nokkrum árum og er hann enn seldur til styrktar UNICEF. „Vegna þess hversu fjölbreytileg vörulína Tulipop er höfum við verið í samstarfi við ólíka fram- leið- endur og höfum Börn Stellu McCartney elska Tulipop Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop hefur vaxið gríðarlega á þeim fjórum árum sem það hefur starfað. Nýir fjárfestar komu inn í fyrirtækið á síðasta ári og nýbúið er að auglýsa eftir verkefnastjóra. Stofnendur Tulipop, þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, lögðu alltaf upp með að selja Tulipop utan landsteinana og hafa aflað sér góðra tengsla í Bretlandi. ______________________________________________________________ facebook.com/UKinIceland @UKinIceland Hver er Aldur: 36 ára. MAKi: Heimir Snorrason sálfræðingur. Börn: Svava, 5 ára, og Snorri, 10 ára. MeNNTuN: B.A. í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. ÁHugAMÁl: Hönnun, myndlist, arkitektúr, tónlist – öll sköpun í allri sinni dýrð. Hesta- mennska, útivist og ferðalög. Hefur einnig gaman af að elda og borða góðan mat. Signý Kolbeinsdóttir ? Hver er Aldur: 35 ára. MAKi: Ingvi Hrafn Óskars- son lögmaður. Börn: Guðmundur, 2ja ára, Steinunn, 4 ára og Ingibjörg (stjúpdóttir), 12 ára. MeNNTuN: B.Sc. í tölvunar- fræði frá HÍ og MBA frá London Business School. ÁHugAMÁl: Útivera og ferðalög með fjölskyldunni, að elda góðan mat og borða í góðra vina hópi, spila tennis og golf þegar tækifæri gefst, lesa góða bók og svo er það auðvitað vinnan sem er eitt helsta áhugamálið. Helga Árnadóttir ? komið okkur upp góðum tengslum. Nokkuð er um að íslensk fyrirtæki leiti eftir samstarfi við okkur um fram- leiðslu og það er meðal annars vegna þess sem við erum nú að stækka við okkur og vorum að auglýsa eftir verkefnastjóra,“ segir Helga en ráðningarferlið er á lokastigi. Gekk um með stafrófsplakatið Nýlega gaf Tulipop út stafrófsapp sem hægt er að fá bæði á ensku og íslensku. Appið kom til í framhaldi af því að þær gerðu stafrófsplaköt sem slógu óvænt í gegn, en plakötin er líka hægt að fá hvort sem er með íslenska eða enska stafrófinu. „Við áttum báðar stelpur sem voru að byrja að læra stafina og fannst sniðugt að gera svona plaköt. Dóttir Signýjar var svo heilluð af plakatinu að hún gekk með það innrammað Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, stofnendur Tulipop, ásamt dætrum sínum, Steinunni, Svövu og síðan Hönnu Katrínu sem er dóttir sölustjóra Tulipop. Stelpurnar eru allar með húfur og eyrnabönd frá VÍS. Ljósmyndir/Hari um allt hús og okkur datt þá í að gera eitthvað með- færilegra líka og þá kom hugmyndin að appinu,“ segir Helga. Vegna þess hversu vel appinu hefur verið tekið stendur til að gera fleiri öpp þegar fram líða stundir. Vörur Tulipop fást í helstu hönnunarbúðum á Íslandi, auk þess að fást í Fríhöfninni og völdum búðum Eymunds- son. „Tulipop hefur verið svakalega vel tekið á Íslandi og lykilþáttur í velgengninni er gott samstarf við okkar söluaðila. Í dag eru vörur Tulipop seldar í um 25 versl- unum um land allt,“ segir Helga en Tulipop er einnig með netverslun. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Matarstellin eru framleidd úr melamíni og eru vörurnar prófaðar til að uppfylla gæðastaðla evrópusambandsins. 30 viðtal Helgin 7.-9. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.