Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 27
grunnt á
því góða?
Dekkin eru einn mikilvægasti öryggisþáttur bílanna okkar, sér í lagi í
vetrarakstri. Frá 1. nóvember gerir löggjann auknar kröfur um
mynstursdýpt þeirra. Eftir það þurfa hjólbarðar bifreiða að hafa að
lágmarki 3,0 mm mynstursdýpt yr vetrartímann.
Markmið breytinganna er að auka öryggi þitt og þinna í umferðinni.
Þetta snýst nefnilega um svo miklu meira en bílinn.
Opið kl. 8 – 17 virka dagawww.adal.is
Til að einfalda þér að ganga úr skugga um að dekkin þín uppfylli
þessar nýju kröfur bjóðum við þér að nálgast þar til gerða lyklakippu
á næstu skoðunarstöð okkar án endurgjalds á meðan birgðir endast.
Við tökum vel á móti þér.
segir Geir sem hefur ekki tölu á
því hversu oft hann hefur hringt
á sjúkrabíl fyrir sjálfan sig en
segir það hafa komið þó nokkrum
sinnum fyrir.
Eitt af því sem Geir segir að hafi
hjálpað sér mikið var að hafa ung-
ur kynnst Snorra Páli Snorrasyni
heitnum, lækni og fjölskylduvini.
„Hann reyndist mér afskaplega
vel og var mér eins og afi. Við þró-
uðum með okkur sterka vináttu,
þrátt fyrir að 60 ár væru á milli
okkar. Eitt af því sem hann kom
mér í skilning um var að
þó það sé óþægilegt og
truflandi að vera með
kvíða þá verður kvíða-
sjúklingurinn að muna
að hann er ekki beint í
neinni hættu. Kvíðinn
er óþægilegur en ekki
hættulegur. Kvíðinn
hefur vissulega áhrif
á félagsleg samskipti
og getur komið fólki
í kör ef ekki er unnið
með hann. Þess vegna
skiptir það kvíðasjúk-
linga miklu að hlúa vel
að sjálfum sér.“
Í dag segist Geir vera
sérstaklega þakklátur
fyrir að hafa leitað sér
hjálpar. „Ég gafst ekki
upp. Það sem bjargaði
mér er að ég hugsa
vel um mig, ég reyki
ekki, ég drekk ekki,
ég stunda líkams-
rækt og reyni að borða
hollan mat. Ég finn að
það skiptir máli og ég
fann fyrir því að eftir
að ég byrjaði að stunda
líkamsrækt af kappi
þá urðu líkamlegu ein-
kennin og þreytan eftir
kvíðaköstin minni.“ Þá
hefur hann frá árinu
2003 verið í reglulegum
viðtölum hjá Ólafi Þór
Ævarssyni geðlækni.
„Ég var heppinn að
kynnast Ólafi. Hann
er frábær læknir sem
hefur mikla ástríðu
fyrir því sem hann er að
gera. Það er gott að vera skjólstæð-
ingur læknis sem er ekki sama,“
segir Geir sem hefur síðasta ára-
tuginn að jafnaði farið um tvisvar
sinnum í mánuði til Ólafs.
„Þekking Ólafs og kunnátta
breytti eiginlega öllu hjá mér til
hins betra. Ég er honum þakklátur
og ég er líka þakklátur fyrir að
eiga góða fjölskyldu. Það eru ekki
allir sem eru það heppnir að eiga
góða að.“ Geir segist hafa prófað
að taka kvíðastillandi lyf en eins
og staðan er nú tekur hann þau
ekki reglulega heldur á þau þannig
að hann geti gripið til þeirra í
verstu kvíðaköstunum.
Heiður að vinna að þörfu mál-
efni
Geir finnst hann á góðum stað í
lífinu, hann er trúlofaður hinni
kólumbísku Adriana Patricia
Sanches og er að vinna að fjórðu
plötu sinni sem kemur væntanlega
út á næsta ári. „Ég er að vinna að
plötunni sem kemur til með að
heita „Geir Ólafs sings Jóhann G.“
Okkur Jóhanni varð vel
til vina áður en hann
féll frá og hann lét mér
í hendur óútgefið efni
sem hann vildi að ég
myndi syngja. Ég og
unnusta mín, sem býr
í Madríd, erum líka
dugleg að heimsækja
hvort annað.“
Adriana er mennaður
markaðsfræðingur
og starfar í höfuð-
stöðvum Santander
bankans sem er einn
stærsti banki Spánar.
„Hún er virkilega klár
kona og það er gaman
að hafa kynnst henni.
Við eigum vel saman
og mér þykir heiður að
fá að vera með henni,“
segir Geir en íslenskir
fjölmiðlar greindu frá
trúlofun þeirra á síð-
asta ári.
Þá kemur Geir
reglulega fram á tón-
leikum og syngur hann
á árlegum tónleikum
forvarna- og fræðslu-
sjóðsins ÞúGetur sem
haldnir verða í næstu
viku. Ólafur, geðlækn-
ir Geirs, er einn af
stofnendum sjóðsins og
segir Geir að sér þyki
heiður að fá að vinna að
þessu þarfa málefni.
„Eitt af markmiðum
sjóðsins er að minnka
fordóma gegn þeim
sem glíma við geðrask-
anir. Mig varðar ekki
um hvað fólki finnst um að ég sé
að berjast við kvíða. Það hafa allir
nóg með sitt og þurfa að líta í eigin
barm. Allir hafa eitthvað sem þeir
þurfa að vinna með hjá sjálfum sér,
af hvaða toga sem er, og það hefur
enginn efni á að dæma aðra.“
Við erum komin aftur í næsta
nágrenni við Borgartún og viðtal-
inu lýkur þar sem það hófst, í bíln-
um hans Geirs við kaffihúsið.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Hver er
Fæddur
14. ágúst 1973.
Borinn og barnfæddur
í Reykjavík.
Trúlofaður hinni
kólumbísku Adriana
Patricia Sanches.
Barnlaus, enn sem
komið er.
Faðir Geirs var
trommuleikari í Sóló,
Sextett Óla Ben og
Lúdó og Stefáni.
Spilaði knattspyrnu
sem drengur og fór
ungur að hafa áhuga
á tónlist.
16 ára leysti hann
Stefán Hilmarsson af
á tónleikum Sálar-
innar á Gauknum.
Hefur komið fram á
tónleikum í New York,
Los Angeles, Moskvu
og Róm.
Geir hefur sent frá
sér þrjár plötur og sú
fjórða er í bígerð.
Er í óperunámi hjá
Kristjáni Jóhannssyni.
Hápunktar ferilsins:
Að spila djass með
goðsögninni Don
Randi og samstarfið
við Kristján Jóhanns-
son stórsöngvara.
Geir Ólafsson
?
leysi. Þetta var einkasamkvæmi
og ég fékk svo mikinn óútskýrðan
kvíða að ég fann að mér var um
megn að syngja. Sá sem hafði með
samkvæmið að gera hafði engan
skilning á þessu, var mjög ósáttur
og sagði mér bara að harka þetta
af mér. Mörgum árum síðar kom
þessi sami maður til mín og sagði
að sonur sinn hefði átt við alvar-
legan kvíða að etja og að nú skildi
hann betur hvað ég hefði verið að
ganga í gegnum. Þetta var hans
leið til að biðjast afsökunar á að
hafa farið offari.“
Hef hringt á sjúkrabíl fyrir
sjálfan mig
Algengast er að þessi óskýrðu
kvíðaköst komi á morgnana og
segist Geir til að mynda hafa feng-
ið eitt slíkt morguninn áður. „Ég
var bara að koma á fætur og ætlaði
í rólegheitunum að fá mér morgun-
mat.“ Hann segir misjafnt hvað
hann gerir nákvæmlega í þessum
kvíðaköstum og að þau leggist mis
illa á hann. „Stundum nær þetta
svo miklum tökum á mér að ég
hef hringt á sjúkrabíl fyrir sjálfan
mig. Þeir koma þá og hlúa að mér,“
Tónleikar
í þágu
geðsjúkra
Forvarna- og fræðslusjóður-
inn ÞúGetur hefur frá stofn-
un árið 2008 veitt 101 náms-
styrk til fólks sem er með
eða hefur glímt við geð-
sjúkdóm. Markmið sjóðsins
eru að vinna gegn for-
dómum og er það gert með
fræðslu til aðstandenda,
námsstyrkjum til geðsjúkra
og hvatningaverðlaunum
til fagfólks í geðheilbrigðis-
þjónustunni.
Helsta fjáröflunarleið
sjóðsins eru árlegir stór-
tónleikar. Næstu tónleikar
verða haldnir í Háskóla-
bíói miðvikudagskvöldið
12. nóvember. Þeir sem
koma fram á tónleikunum
gefa vinnu sína en þeirra
á meðal eru Geir Ólafs-
son og Kristján Jóhanns-
son, Amabadama, Sigríður
Thorlacius og Ný Dönsk.
Verndari tónleikanna er frú
Vigdís Finnbogadóttir. Í
stjórn ÞúGetur sitja: Ólafur
Þór Ævarsson, Siv Frið-
leifsdóttir, Pálmi Matthías-
son, Sigurður Guðmunds-
son og Ragna Árnadóttir.
Nánari upplýsingar má
finna á ThuGetur.is og á Fa-
cebook-síðunni „Þú getur“.
Miðasala er hafin á Midi.is.
- eh
Mig varðar ekki um hvað fólki finnst um að ég sé
að berjast við kvíða. Það hafa allir nóg með sitt.
28 viðtal Helgin 10.-12. nóvember 2014