Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 66
Tríó Reykjavíkur. Haustfagnaður Tríós Reykjavíkur Haustfagnaður, ókeypis hádegistónleikar Tríós Reykjavíkur ásamt nemendum úr Tónlistarskól- anum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, verð- ur á Kjarvalsstöðum í dag, föstudag, klukkan 12.15. Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavík- ur hafa verið í samstarfi um hádegistónleikaröð á Kjarvalsstöðum síðan 2008. Tríóið er skipað Guðnýju Guðmundsdóttur á fiðlu, Gunnari Kvaran á selló og Peter Máté á píanó. Að þessu sinni fá þau til liðs við sig nemendur úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands: Heklu Finnsdóttur, Sól- veigu Vöku Eyþórsdóttur og Herdísi Mjöll Guð- mundsdóttur á fiðlur auk Ástu Pjetursdóttur á víólu. Á tónleikunum verður flutt Haustið úr hinum vinsælu Árstíðum eftir Vivaldi auk stór- brotins píanótríós eftir Smetana. Aukasýning á Róðaríi Leiksýningin Róðarí í Tjarnarbíói hefur fengið góðar móttökur og því hefur verið bætt við einni aukasýningu, en hún verður sú síðasta á leikritinu að þessu sinni. Sýningin verður á morgun, laugardaginn 8. nóvember, klukkan 20. Fjögur systkini á miðjum aldri og móðir þeirra neyðast til að hittast þegar ein systirin veikist og þarf á hjálp að halda. Samheldni er ekki þeirra sterkasta hlið. Það er því þrautin þyngri að þurfa í sameiningu að ráða fram úr málum. Fjórar af þekktustu leikkonum okkar stíga á svið í Róðaríi eftir nokkurt hlé frá leikhúsinu, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Halldóra Björnsdóttir og Margrét Guðmunds- dóttir en auk þeirra leikur einn karlleikari af yngri kynslóðinni, Kolbeinn Arnbjörnsson, í verkinu. Leikritið er eftir Hrund Ólafsdóttur. Erling Jó- hannesson leikstýrir. -jh  Bækur rán Flygenring myndskreytir nýja BjórBók Verður sybbin af bjór Rán Flygenring myndskreytir veglega bók um bjór sem komin er út hjá Crymogeu. Rán er bú- sett í Osló þar sem hún er í meistaranámi. Hún kveðst hafa reynt að gerast bjórnörd við vinnu bókarinnar en er hrifnari af rauðvíni. u ndanfarin þrjú ár hef ég nýtt mér þau forréttindi að geta bæði unnið og ferðast og rekið minn sjálfstæða teiknibiss- ness upp úr ferðatösku. Nú er ég semsagt lent tímabundið í Noregi, þangað sem ég á raunar rætur mínar að rekja til hálfs,“ segir Rán Flygen- ring, teiknari og grafískur hönnuður. Rán myndskreytir nýja bók sem Höskuldur Sæmundsson og Stefán Pálsson skrifuðu og fjallar um þeirra helsta hugðarefni, bjór. Bókin er afar glæsileg og óhætt er að segja að Rán setji sitt mark á hana. Rán er í meistaranámi í hönnun í Osló en var stödd í rannsóknarferð í Helsinki í vikunni. Viðtalið fór því fram í gegnum tölvupóst. 120 litlar bjórsögur Rán segir að útgefandi bókarinnar hafi komið að máli við sig í byrjun árs og sagst vilja gera fallega bjór- bók. „Ekki með sveittum bjórglös- um, heldur teiknuðum sveittum bjór- glösum. Það gleður mig auðvitað mikið í hvert skipti sem útgefandi sér tækifærið í að nota teikningu á þennan hátt, þar sem teikning hefur möguleikann á að vera virkur hluti efnis og innihalds en ekki mynd- skreyting. Ég fékk mjög frjálsar hendur við að nálgast viðfangsefnið, en vann stóran hluta efnisins í nánu samstarfi við Hörð Lárusson, hönn- uð bókarinnar. Fyrir utan umfang- ið og fjölda bjóranna var áskorunin bæði teiknara og hönnuðar kannski helst sú að halda myndefninu áhuga- verðu og innihaldsríku í gegnum alla bókina. Með þetta í huga ákvað ég að hverfa frá öllum hugmyndum um að teikna flöskur og miða svo þekkjanlegir væru, og heldur velja einkennandi eða áhugavert atriði úr sögu eða karakter hvers bjórs og teikna þannig 120 litlar bjórsögur og -aðstæður. Þannig verður efni bók- arinnar ekki listi yfir bjórtegundir, heldur ferðalag í gegnum sögu og landsvæði. Ég held og vona að þann- ig eigi bjórbókin erindi við fleiri en svarna bjóraðdáendur og leiði til að mynda bindindismenn inn að textum Stefáns og Höskuldar því þeir eru stórskemmtilegir, burtséð frá öllum almennum bjóráhuga.“ Ældi eftir ferð í Bjórskólann Er einhver mynd í bókinni í sérstöku uppáhaldi hjá þér? Ég var sjálfur mjög hrifinn af bjórgufubaðinu við Anchor Steam Beer… „Já, vel valið! Ég trúi ekki öðru en að þetta hljóti að spretta upp um allt fljótlega. Sjálf held ég töluvert upp á Móra, litlu hafmeyju með Carlsberg Pilsner flöskuskeytið og svo kannski Saison Dupont, uppfinningarinnar vegna.“ Mér sýndist ég sjá á Facebook að þú drykkir ekki bjór. Er ekki von- laust að teikna bjórnörda-bók án þess að drekka bjór? Kemst maður virki- lega í réttu stemninguna? „Góð spurning. Og það er rétt. Ég er mjög lítið hrifin af bjór. Maður verður svo fjári sybbinn og útþembd- ur af því brauði. Ég aðhyllist frekar rauðvínsdeildina, og er satt að segja að vona að ég fái einhverntímann að teikna í rauðvínsbók, en það er annað mál. Sjálf var ég á báðum áttum hvort bjórteiknari gæti verið fullgildur bjórteiknari án þess að drekka hann líka og gerði þess vegna mitt besta til að bæta úr því máli. Ég fór til dæmis í Bjórskólann (ældi því smakki öllu skömmu eftir heimkomu) og svo fór ég næstum á hausinn hér í Osló þegar ég keypti sjö spesjal bjóra í vínmónópólinu. Upp úr þessu krafsi hafðist annars vegar kærkomin upp- götvun á súrbjórum (uppáhalds: Can- tillon Rose de Gambrinus) og hins- vegar sú hugmynd um að verða fyrsti bjórnördinn sem drekkur bara helst ekki bjór. Miðað við áhuga minn á bjórbókinni og efni hennar þá er það alveg mjög hægt.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Rán Flygenring myndskreytir bókina um bjórinn. Hún hefur áður unnið með Hugleiki Dagssyni og teiknað myndir í útibúi Arionbanka, svo eitthvað sé nefnt. Mynd/Sebastian Ziegler Lína Langsokkur – HHHH – S.J. fbl. Lína langsokkur (Stóra sviðið) Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 16:00 Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Lau 27/12 kl. 13:00 Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Lau 3/1 kl. 13:00 Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k. Sun 4/1 kl. 13:00 Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k. Lau 10/1 kl. 13:00 Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas. Sun 11/1 kl. 13:00 Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Fös 26/12 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins! Bláskjár (Litla sviðið) Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Aukas. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k. Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku. Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Sun 16/11 kl. 20:00 aukas. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Þri 18/11 kl. 20:00 Sun 23/11 kl. 20:00 aukas. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Mið 19/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00 26.k. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k. Nýjar aukasýningar komnar í sölu! Gaukar (Nýja sviðið) Sun 9/11 kl. 20:00 Fim 20/11 kl. 20:00 Sun 30/11 kl. 20:00 Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Lau 29/11 kl. 20:00 Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur Beint í æð (Stóra sviðið) Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k. Lau 6/12 kl. 20:00 Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k. Sun 7/12 kl. 20:00 Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Fös 28/11 kl. 20:00 17.k. Lau 13/12 kl. 20:00 Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Lau 29/11 kl. 20:00 18.k. Lau 13/12 kl. 20:00 Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k. Sun 14/12 kl. 20:00 Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Fim 4/12 kl. 20:00 Fös 19/12 kl. 20:00 Fim 20/11 kl. 20:00 12.k. Fim 4/12 kl. 20:00 Lau 20/12 kl. 20:00 Fös 21/11 kl. 20:00 13.k. Fim 4/12 kl. 20:00 Lau 22/11 kl. 20:00 14.k. Fös 5/12 kl. 20:00 Drepfyndin SÝning sem flæðir beint í æð! Hamlet litli (Litla sviðið) Lau 15/11 kl. 17:00 2.k. Sun 16/11 kl. 17:00 aukas. Sun 23/11 kl. 17:00 3.k. Táknmálstúlkuð sýning 23. nóv kl. 17 HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Karitas (Stóra sviðið) Fös 7/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 16/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn Lau 8/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 14.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn Fim 13/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 15.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 12.sýn Lau 22/11 kl. 19:30 16.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 13.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 17.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu. Konan við 1000° (Kassinn) Fös 7/11 kl. 19:30 24.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 4/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 8/11 kl. 19:30 25.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 5/12 kl. 19:30 36.sýn Fim 13/11 kl. 19:30 26.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 37.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 27.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 28.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið) Sun 9/11 kl. 13:00 26.sýn Sun 28/12 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30 Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 29/11 kl. 11:00 Lau 6/12 kl. 14:30 Sun 14/12 kl. 13:00 Lau 29/11 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 11:00 Sun 14/12 kl. 14:30 Lau 29/11 kl. 14:30 Sun 7/12 kl. 13:00 Lau 20/12 kl. 11:00 Sun 30/11 kl. 11:00 Sun 7/12 kl. 14:30 Lau 20/12 kl. 13:00 Sun 30/11 kl. 13:00 Lau 13/12 kl. 11:00 Lau 20/12 kl. 14:30 Sun 30/11 kl. 14:30 Lau 13/12 kl. 13:00 Sun 21/12 kl. 11:00 Lau 6/12 kl. 11:00 Lau 13/12 kl. 14:30 Sun 21/12 kl. 13:00 Lau 6/12 kl. 13:00 Sun 14/12 kl. 11:00 Sun 21/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu. Hamskiptin (Stóra sviðið) Mið 19/11 kl. 19:30 Aukas. Aðeins ein aukasýning í nóvember. Ofsi (Kassinn) Sun 23/11 kl. 19:30 Frums. Mið 26/11 kl. 19:30 2.sýn Mið 3/12 kl. 19:30 4.sýn Þri 25/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 30/11 kl. 19:30 3.sýn Sun 7/12 kl. 19:30 5.sýn Átök sturlungaaldar á leiksviði Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 15/11 kl. 17:00 4.sýn Sun 16/11 kl. 20:00 5.sýn Sápuópera um hundadagakonung Fiskabúrið (Kúlan) Lau 15/11 kl. 14:00 Sun 16/11 kl. 14:00 Lau 22/11 kl. 14:00 Lau 15/11 kl. 16:00 Sun 16/11 kl. 16:00 Lau 22/11 kl. 16:00 Sannkölluð töfrastund fyrir yngstu áhorfendurna. 68 menning Helgin 7.-9. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.