Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 88

Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 88
umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 201410 Hvernig á að undirbúa húðina fyrir förðun? Undirstaða fallegrar förðunar felst í því hvernig húðin sjálf er undirbúin. Hér eru fimm skref sem auð- velt er að fylgja svo förðunin njóti sín sem best. Hreinsun og jöfnun á sýrustigi húðarinnar Við val á húðhreinsi er mikilvægt að hafa pH-gildi í huga. Náttúrulegt sýrustig húðarinnar er á milli 4,5 og 6 pH-gildis. Því lægri sem talan er, því hærra er sýrustigið. Húðin þarf hins vegar á vissu sýrustigi að halda til að hrinda frá sér bakteríum. Ef þú glímir ekki við nein húðvandamál er hentugast að nota húðhreinsi sem hefur svipað sýrustig og náttúrulegt sýrustig húðarinnar. Yfirborð andlits og háls hreinsað Til að koma í veg fyrir ójafna áferð förðunar er ráðlagt að hreinsa allar dauðar húðfrumur af andliti sem og hálsi. Gott er að nota húðsk- rúbb til að fjarlægja dauðar húðfrumur. Serum Svo virðist sem hálfgert serum-æði hafi gripið um sig hér á landi og er það ekki að ástæðulausu. Þessi létti gelkenndi vökvi inniheldur mörg virk efni sem smjúga inn í húðina á örskotsstundu og þéttir þannig undirlag förðunarinnar. Húðinni gefinn raki Þó svo að serum veiti góðan raka er notkun rakakrems góður endapunktur til að tryggja húðinni góðan raka. Enn betra er að nota rakakrem með sólarvörn. Primer Lokaskrefið í undirbúningi förðunar er notkun primers. Primer er hvorki raka- krem né farði, heldur gerir hann húðina silkimjúka, dregur úr glans, sléttir ójöfnur og heldur auk þess farðanum á sínum stað. L ocobase kremin eru mýkj-andi krem fyrir þurra húð og exem. Þau gegna því hlut- verki að viðhalda réttu rakastigi í húðinni og vernda gegn umhverfisáhrifum eins og kulda og vatni sem geta þurrkað húðina. Kremin innihalda engin ilm- eða lit- arefni og eru þekkt sem fjölskyldu- krem því þau henta öllum, ungum sem öldnum,“ segir Jódís Brynjars- dóttir, markaðstengill hjá Vistor, sem sér meðal annars um markaðs- setningu Locobase á Íslandi. Locobase kremin henta einstak- lingum með viðkvæma húð og hafa meðal annars hlotið viðurkenningu frá dönsku og sænsku astma- og of- næmissamtökunum. Til eru þrjár mismunandi gerðir af Locobase kremum, Locobase Fedtcreme, Locobase Repair og Locobase LPL. Locobase Fedtcreme fyrir þurra og sprungna húð Locobase Fedtcreme inniheldur 70% fitu og er helst notað til þess að þétta varnarlag húðarinnar, draga úr rakatapi og koma jafnvægi aftur á húðina. Locobase Fedtcreme er mikið notað á þurra húð og exem. Kremið hentar bæði börnum og fullorðnum og er sérstaklega gott fyrir þá sem þurfa að verja húðina gegn kulda og bleytu. Fedtcreme er einnig hægt að nota á þurrar hendur, varir og þurrk í andliti og augnlokum. Locobase Repair fyrir þurra og skaddaða húð Locobase Repair inniheldur 63% fitu og er mjög gott á þurra og skaddaða húð. Repair er einnig mjög græð- andi og er því gott viðgerðarkrem á laskaða húð. Húðsjúkdómalæknar mæla með Locobase Repair fyrir börn og fullorðna með exem og til Locobase verndar og mýkir húðina Heilsuhúsið Kringlunni, Lágmúla og Laugavegi. Snyrtifræðingur veitir ráðgjöf í Heilsuhúsinu Kringlunni laugardag kl. 13-16. 25%afsl. af meiki og möskurum að nota samhliða annarri húðmeð- ferð, til dæmis sterameðferð. Repair inniheldur sömu fituefni og húðin og hefur reynst vel við langvinnum húðvandamálum. Locobase Repair hefur verið mikið notað sem kulda- krem hjá börnum og útivistarfólki. Kremið hentar einnig afbragðsvel á aumar geirvörtur við brjóstagjöf og á rauða barnabossa. Líkt og önnur Locobase krem inniheldur Repair engin ilm- eða litarefni, en auk þess er það laust við paraben. Locobase LPL fyrir harða húð Locobase LPL inniheldur 49% fitu og er eingöngu ætlað á þykka, hreistraða og harða húð. LPL leysir upp og fjarlægir þykkt, hart hreist- urlag eins og til dæmis á hælum og á olnbogum. LPL inniheldur bæði mjólkursýru og própýlenglýkól sem leysir upp og mýkir harða húð. LPL má aðeins bera á þau svæði sem þarfnast meðferðar og því skal ekki bera kremið á heilbrigða húð. Locobase fæst í öllum helstu apó- tekum. Locobase Fedtcreme fæst í 30 g og 100 g túpum og einnig í krukkum með 350 mg. Locobase Repair fæst í 30 g, 50 g og 100 g túpum. Locobase LPL fæst í 100 g túpum og 490 g flöskum með dælu. Jódís Brynjarsdóttir, markaðstengill hjá Vistor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.