Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 43
44 bílar Helgin 7.-9. nóvember 2014
ReynsluakstuR Volkswagen e-up
Sniðug heimilisgræja
Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum
og styrktu Bleiku slaufuna um leið
Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega
hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða.
ein öruggustu dekk sem völ er á
ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum
breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja
eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla
Bíldshöfða 5a, Rvk
Jafnaseli 6, Rvk
Dalshrauni 5, Hfj
Aðalsímanúmer
515 7190
Opnunartími:
Virka daga kl. 8-17
Laugardaga: sjá MAX1.is
Fáðu ráðgjöf frá sérfræðingum MAX1. Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is
MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum út nóvember
og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins.
SENDUM UM ALLT LAND
Flutningur með Flytjanda
500 kr. hvert dekk
Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta)
MAX1 &
Nýjasti rafbíllinn frá
Volkswagen er bíll
fyrir umhverfisvæna
borgarbúa. Hann
er lítill og nettur,
þægilegur í akstri
og mengar ekki. Þú
kemur ekki miklu
í skottið á þessum
nýja e-up, en þú
getur lagt honum í
hvaða stæði sem er.
Þ að er sérstök upplifun að keyra þennan pínulitla raf-magnsbíl. Hann er eiginlega
eins og hver önnur framlenging á
græjum sem eru orðnar hversdags-
legar á flestum heimilum í dag.
Snjallsími, fartölva, spjaldtölva
og rafmagnsbíll. Þegar batteríið í
bílnum er að verða búið þá stingur
þú honum í samband, annað hvort
heima hjá þér eða á hleðslustöð út
í bæ. Svo þegar batteríið er full-
hlaðið færðu skilaboð frá Car-Net
appinu í snjallsímanum um að þú
getir keyrt aftur af stað. Þú kemst
hvert á land sem er, þangað til það
þarf að hlaða hann aftur, eftir um
það bil 160 km.
Mesta stressið er, líkt og með
símann og tölvuna, að verða batt-
eríslaus á versta tíma. Í tilfelli bíls-
ins gæti það verið akkúrat þegar
þú þarft að ná í krakkana í skólann
eða mæta til tannlæknis. En þetta
er allt spurning um vana. Í raun
er best að muna bara eftir því að
hlaða á nóttunni, eins og símann
og tölvuna, sem er auðvitað löngu
orðinn vani.
Bíllinn er, eins og fyrr segir,
pínulítill, sem þýðir að það kemst
ekkert í skottið á honum en líka að
það er alltaf hægt að finna stæði.
Mér fannst í alla staði þægilegt
að skjótast um á þessari græju.
Þetta er bíll fyrir umhverfisvæna
borgarbúa, sem fara ekki mikið út
fyrir malbikið. Eini gallinn er að
Reykjavík, ólíkt borgum erlendis,
hefur ekki enn lagað sig að rafbíla-
væðingunni svo hleðslustöðvar
eru enn fáar. Sem getur verið pínu
stressandi, þegar dagurinn kallar
á mikið skutl með börn og buru.
En þess getur nú ekki verið langt
að bíða að borgin taki við sér, enda
er rafmagn nú töluvert ódýrari og
umhverfisvænni kostur en elds-
neyti.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Volkswagen e-up
Hleðsla og drægNi:
Hæghleðsla aC 9 tímar
Hæghleðsla aC Wallbox 6 tímar
Hraðhleðsla dC 0,5 tímar (80%)
Drægni 160 km
Hröðun 0-100km 12,4 sek
Nú eru 7 hraðhleðslustöðvar á landinu
en fleiri eru væntanlegar. Þær eru á
ON Bæjarhálsi, BL Sævarhöfða, Smáralind,
Fitjum Keflavík, Shell Miklubraut, IKEA
Garðabæ og N1 Borgarnesi.
Verð: 3.680.000
rafmagnshitaðir og stillanlegir
hliðarspeglar
sjálfvirk neyðarbremsa (City
emergency Break)
rCd 215 útvarp fyrir geislaspilara og
MP3 og 6 hátalarar
„Maps & More“ fullkomin upplýsinga-
og aksturstölva ásamt leiðsögukerfi
Bluetooth búnaður fyrir síma og
afspilun á tónlist
s tyrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælist nú mjög hár víða um land vegna eldgoss-
ins í Holuhrauni og mengunin
virðist ná til allra landshluta, sam-
kvæmt spákorti veðurstofu Íslands
í dag. Brennisteinsdíoxíð er ein
helsta ástæðan fyrir súru regni sem
hefur víðtækar afleiðingar. Súrt
regn hefur meðal annars í för með
sér skemmdir á bílum.
„Brennisteinsdíoxíð og súra
regnið hefur slæm áhrif á lakk bif-
reiða sem hefur því hlutverki að
gegna að hlífa bílnum gegn ryði og
tæringu auk þess að sjálfsögðu að
gera hann fallegri,“ segir Páll Mar
Magnússon, framkvæmdastjóri
Löðurs. „Það eru nokkrir hlutir
sem mega ekki sitja á bifreiðum
og má þar nefna auk súra regnsins,
rúðuvökva, fuglaskít, trjákvoðu,
salt og fleira sem tærir lakk. Einn-
ig má tjara ekki sitja á lakkinu þar
sem að hún litar og herðir lakkið og
gerir það stökkt,“ segir hann.
Páll bendir á að silfurlitaðir bílar,
sem að öllu jöfnu er hægt að spegla
sig í, verða spanskgrænir. „Það er
það fyrsta sem menn taka eftir, en í
rauninni er öll bifreiðin að ryðga til
grunna. Því þarf að halda bílunum
hreinum og verja þá fyrir öllu sem
getur haft áhrif á útlit þeirra og end-
ingu,“ segir hann.
Páll segir að það sé mikilvægt
að þrífa bílinn með réttu efnunum.
„Löður hefur boðið upp á undraefnið
Rain-X sem er úðað yfir allan bílinn
og býður upp á fullkomna yfirborðs-
vörn. Þá erum við einnig með undir-
vagnsþvottinn sem er með ryðvarn-
arefnum í. Hvort tveggja býr til hjúp
til varnar málmum bílsins og heldur
honum hreinum og fallegum. Það
má ekki gleyma að góð umhirða bíls
veitir ekki einungis eiganda hans
ánægju heldur stuðlar hún einnig að
því að halda verðmæti bílsins sem
bestu og hann verði söluvænlegri í
endursölu,“ segir Páll.
Unnið í samstarfi við
Löður
Súrt regn hefur slæm
áhrif á lakk bifreiða
Það er hægt að leggja nýja rafmagnabílnum frá Volkswagen næstum hvar sem er því
hann er svo pínulítill, en að sama skapi kemst ekkert í skottið á honum. sem skiptir
svo sem ekki öllu máli því billinn er ekki hugsaður til langferða.