Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 92

Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 92
umhirða húðar Helgin 7.-9. nóvember 201414 Húðin þarf dekur Tonique douceur andlitsvatn frá Lancôme Róandi og rakagefandi andlitsvatn sem gerir húðina hreina, ferska og silkimjúka. Fyrir eðlilega og þurra húð. Forever youth libera- tor andlitsvatn frá YSL Einstaklega mjúkt andlits- vatn sem undirbýr húðina fyrir krem. Ljómi og gagnsæi húðarinnar eykst. Hentar öllum húðgerðum, viðkvæmum og þurrum. Glycolic Scrub frá NIP+FAB Mildur skrúbbur með örperlum og 3% glycolic sýru sem slípa á mildan hátt. Ráðlagt fyrir allar húðgerðir nema allra viðkvæmustu. Deep cleansing fix frá NIP+FAB Lúxus djúphreinsikrem sem hreinsar allan farða með nærandi og mýkjandi áhrifum almond olíu og tea tree olíu sem hreinsar húðholur. Einnig hægt að nota sem 10 mínútna rakamaska. Hægt að setja á bólur þar sem tea tree sefar og róar bólgur. Er með 3% glycolic sýru sem bætir ljóma. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Bækur Þorbjargar Hafsteinsdóttur hafa selst í meira en 200.000 eintökum um allan heim og hjálpað þúsundum karla og kvenna að bæta líðan sína og líkamsástand. LJÓMANDI! „NORRÆNA LÍFSORKUGYÐJAN ...“ THE SUNDAY TIMES ER ÓMISSANDI LEIÐARVÍSIR ALLRA ÞEIRRA SEM VILJA ÖÐLAST HRAUSTLEGRA OG UNGLEGRA ÚTLIT MindBodyGreen F orlagið gaf nýverið út bók eft-ir Þorbjörgu Hafsteinsdótt-ur sem ber heitið Ljómandi! – Fallegri húð og unglegra útlit á 4 vikum. Þorgbjörg er hjúkrunar- fræðingur og næringarþerapisti og hefur slegið í gegn með bókum sín- um, sjónvarpsþáttum og bloggi um hvernig efla má lífsorkuna og halda í unglegt útlit. Ljómandi! – Fallegri húð og unglegra útlit á 4 vikum er fimmta bók Þorbjargar og situr bók- in nú í 3. sæti á metsölulista Forlags- ins. Bækur Þorbjargar hafa selst í yfir 200 þúsund eintökum um allan heim og hjálpað þúsundum manna og kvenna að bæta líðan sína og lík- amsástand. Í bókinni er lögð áhersla á húð- ina og mikilvægi hennar þegar kemur að því að viðhalda unglegu útliti. Árið 2012 var Þorbjörg beð- in um að stjórna þáttum í danska ríkissjónvarpinu sem snerust um unglegt útlit og út frá þeim kvikn- aði hugmyndin að bókinni. „Þætt- irnir hétu Bótox eða brokkolí og fjölluðu um tvö lið sem höfðu það að markmiði að ná unglegra útliti á tíu vikum. Ég leiddi annað liðið og tók matarræði keppendanna í gegn og lagaði einnig meltingu og efldi afeitrunarhæfileika líkamans. Hitt liðið var leitt af lýtalækni sem einungis mátti nota sín verkfæri, til dæmis bótox og leysi,“ segir Þorbjörg. Árangurinn hjá liði Þorbjargar lét ekki á sér standa. „Að 10 vikum loknum leit bótox hópurinn kannski betur út á yfirborðinu, en þau glímdu ennþá við ýmis vandamál líkt og svefnleysi og þurrk í húð- inni. Þessi keppni var í raun enn ein sönnunin á því að fegurðin kemur að innan frá. Ef þú vilt fá fallega og ljómandi húð þá er ekki nóg að hirða húðina utan frá með því að krema sig, næringin verður líka að koma innan frá með réttu mataræði, bæti- efnum, hreyfingu og góðum svefni.“ Við vinnslu bókarinnar heillaðist Þorbjörg af húðinni sem líffæri og ekki síst sem skynfæri. Á þeim 25 árum sem Þorbjörg hefur starfað í heilsugeiranum hefur hún tileinkað sér ákveðna heimspeki sem felst í því hvernig andlitið getur sagt okkur til um ástand líffæra. „Andlitið skiptist upp í svæði sem standa fyrir mismun- andi líffæri. Ég get því lesið í andlit fólks og séð hvaða líffæri þarf að taka í gegn. Stuttar augabrúnir eru til dæmis merki um að vandamál sé að finna í skjaldkirtlinum.“ Í bókinni má meðal annars finna leiðarvísi að geislandi fallegri og heilbrigðri húð, hugmyndir að góð- um húðvörum og náttúrulegum meðferðum, fjölda uppskrifta að ljúffengum heilsuréttum, 28 teg- undir af ofurfæðu fyrir húðina, auk fjögurra vikna áætlun um afeitrun og uppbyggingu húðarinnar. Upp- haflega átt bókin einungis að vera í formi bæklings en raunin varð önnur. „Þetta varð svo spennandi verkefni því húðin er svo heillandi líffæri. Bókin varð því að eins konar húðbiblíu, eins og hún er kölluð í Danmörku. Í henni er að finna all- ar upplýsingar um húðina sem við þurfum á að halda í einni bók,“ segir Þorbjörg og bendir á að nánari upp- lýsingar um bókina og önnur verk- efni hennar má finna á Facebook- síðunni: Þorbjörg Hafsteinsdóttir. Unnið í samstarfi við Forlagið Ljómandi! – Fallegri húð og unglegra útlit á 4 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur gefið út bók um húðina þar sem meðal annars má finna leiðar- vísi að geislandi fallegri og heil- brigðri húð. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.