Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 39

Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 39
Ta tí tí tamm tamm Þ Þegar ég var ungur drengur í grunnskóla þá man ég það að strákarnir í bekknum mínum áttu flestir erfitt með að halda einbeitingu í skólastofunni. Hvort sem það var verið að kenna stærðfræði, staf- setningu eða kristinfræði. Oft og iðulega þurftu kennararnir að segja okkur að hafa hljótt og vera ekki að trufla stelp- urnar, sem einhverra hluta vegna áttu miklu auðveldara með að einbeita sér en við strákarnir. Svona var þetta alla daga nema þegar kom að því að fara í leikfimi eða tónmennt. Í tónmenntastofunni feng- um við hlutverk sem við gátum einbeitt okkur að. Hvort sem það var við söng eða það sem okkur líkaði öllum betur, að spila á hljóðfæri. Ég man að við lágum stund- um á hurðinni áður en kennarinn kom til að vera fyrstir inn og ná bestu hljóðfær- unum. Minningin sem ég hef úr þessum tímum er mjög skýr. Ég man ekki eins mikið úr dönskutímunum. Undanfarna daga hef ég hugsað enn meira um þetta sökum verkfalls tón- mennta- og tónlistarkennara. Að mínu viti er þetta nám í grunnskólum alveg jafn mikilvægt og stærðfræðin eða smíðin eða handavinnan, hvað þá kristinfræðin. Það sem krakkar taka úr þessu námi er tilfinningin fyrir tónlist. Auðvitað er það misjafnt eftir krökkum hvernig þau nýta sér tónmenntakennsluna, alveg eins og stærðfræðina. Í tónmenntakennslu er meðal annars samsöngur, það hefur eng- um orðið meint af því að syngja svolítið. Á fullorðinsárum syngur fólk mismikið og sumir ekkert, en það eru fáir sem hafa ekki hafa sungið barnið sitt í svefn, alveg burtséð frá árangri og yfirleitt eru það lögin sem manni voru kennd í æsku sem verða þar fyrir valinu, og oftast úr tón- menntakennslunni. Margir syngja þjóð- sönginn þegar þeir fara á kappleiki. Ef ekki hefði verið fyrir tónmenntakennsl- una þá mundi ég ekki kunna þennan blessaða lofsöng. Við getum sungið Öxar við ána á 17. júní, við getum sungið Frost á Fróni á þorrablótum. Við getum sungið Maístjörnuna þegar við erum í stuði. Á jólunum getum við sungið Heims um ból og talið í Nóttin var sú ágæt ein ef það er beðið um meira, og svo eru ótalmörg lög sem við getum sungið þó við gerum það ekkert endilega. Þetta er afleiðing tón- menntakennslu. Það kom mér á óvart að vita það að tón- menntakennarar hafa ekki með sömu laun og aðrir kennarar þrátt fyrir nám á sama kennslustigi. Hverju sætir það? Auðvitað spyr maður sig að því hvort félag tónmenntakennara hafi sofið á verð- inum eða hafi ekki verið nógu hart í sín- um samningaviðræðum í gegnum tíðina. Ég spyr mig líka að því hvort við, fólkið í landinu, viðurkennum ekki þessa stétt að sömu verðleikum og leikfimikennara? Fyrst staðan er þessi þá held ég því miður að það sé ástæðan. Við tökum tónmennta- kennslu ekki alvarlega og þess vegna er svona komið fyrir tónmenntakennurum. Hvenær ætlum við að læra það að öll stig menntakerfisins eru jafn mikilvæg? Hvort sem það er í leikskólanum þar sem gott fólk sér um börnin okkar á meðan við gerum okkur ómissandi í atvinnulífinu, eða í grunnskólunum þar sem allar náms- greinar ættu að vera jafn mikilvægar. Ég þarf ekki að tíunda hér hvað skapandi greinar eru mikilvægar fyrir þjóðarbúið. Ég á allavegana ekki að þurfa það. Það sem mér finnst ég þurfa að ræða er samt krafa okkar sem foreldra að börnin okkar fái að njóta þess að vera í skólanum. Vissulega eru allar kennslu- stundir og allar kennslugreinar til þess gerðar að kenna börnunum okkar og að þeim líði vel, en það er staðreynd að með því að vera í skapandi umhverfi líður öllum betur. Ég er sannfærður um það að ef börn eru í skapandi greinum í bland við þessar hefðbundnu sem eru kenndar, náist betri árangur í öllu sem þau gera. Krakkar þurfa að fá að tjá sig, þeir þurfa að öskra, syngja, berja á trommur og píanó. Á meðan tónmenntakennarar eru í verkfalli er enginn staður fyrir þetta tján- ingarfrelsi, nema í leikfimi sem er jafn mikilvæg. Við getum ekki ætlast til þess að krakkar séu bara sáttir við að deila og leggja saman, skrifa stíla og kynna sér danska málfræði ef þeir fá ekkert að gera annað á milli. Það er enginn að fara að syngja margföldunartöfluna. Þegar ég var í grunnskóla, sérstak- lega í gagnfræðaskóla, þá átti ég ekkert sérstaklega auðvelt með nám og spurði stærðfræðikennarann minn oft og iðulega hvenær ég þyrfti á þessari algebru að halda í framtíðinni. Kennarinn, sem var frábær manneskja og ég hafði gaman af, sagði að það kæmi mjög oft að því í lífinu að ég mundi nota algebruna svo þar við sat. Undanfarin misseri hef ég hugsað um þetta og enn hef ég komist af án þess að nota algebruna. Stærðfræðikennarar líta nefnilega á hlutina öðruvísi. Þegar ég horfi á vegaskilti þar sem stendur „Akur- eyri 440 km“ þá sjá stærðfræðikennarar „Akureyri (x-2)(x+3)“ en við erum bara ekki öll þannig. Ég hef samt hitt þennan stærðfræðikennara á tónleikum nokkrum sinnum og virðist hún hafa gaman af tónlist. Við verðum að berjast fyrir rétti tón- menntakennara því um leið erum við að berjast fyrir rétti barnanna sem munu erfa þetta land. Þau verða að fá að tjá sig. Þau munu eignast börn á lífsleiðinni og það er enginn að fara að diffra þau í svefn. Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 29.10.14 - 04.11.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Arfurinn Borgar Jónsteinsson Í innsta hring Viveca Sten Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson Kamp Knox Arnaldur Indriðason Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir Bragi Valdimar Skúlason Kamp Knox Flugstöðvarútgáfa Arnaldur Indriðason Læknirinn í eldhúsinu Veislan endalausa Ragnar Freyr Ingvarsson Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson Jólin hans Hallgríms Steinunn Jóhannesdóttir 40 viðhorf Helgin 7.-9. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.