Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 07.11.2014, Blaðsíða 33
Minja er gjafavöruverslun með áherslu á íslenska og erlenda hönnun • skólavörðustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja K raftaverk Ugla eða Kisa. Kr. 3.600 settið (2 stk.) Gla›legar bókasto›ir H vernig stendur á því að þeim Katalónum sem telja sig sjálf-stæðissinna hefur fjölgað úr 15% í rúmlega 50% á nokkrum árum? „Katalónar eru búnir að missa þolin- mæðina eftir áralangar samningaum- leitanir við spænsku ríkisstjórnina. Við höfum tekið þátt í uppbyggingu lýðræðis á Spáni frá stofnun þess. Það var samin stjórnarskrá árið 1978 og árið 1979 var Spáni skipt í sautján héruð og við fengum heimastjórn. Síðan þá hafa allir flokkar í Katalóníu hafa unnið í samvinnu við Madríd án þess að til illinda né ofbeldis hafi komið, líkt og gerðist til dæmis í tilfelli Baskanna. Við höfum reynt að fá ákveðnar breytingar á stjórnarskránni í gegn en það er ekki hlustað á okkur.“ Hvers konar breytingar? „Efnahagslegar og menningarlegar. Það sem hefur verið rætt hvað mest er efnahagslegt samband okkar við Spán. Um 8% þjóðarframleiðslu okkar fer til Spánar og við höfum ekki hug- mynd um í hvað hún fer. Við viljum borga til Spánar og þannig styðja önnur héruð sem eru verr sett en við, en við viljum að kerfið sé gegnsætt. Þar að auki finnst okkur 8% vera of hátt hlut- fall. Baskaland og Navarra eru ríkustu héruð Spánar en borga ekkert til Madr- ídar, það finnst okkur ekki rétt. Madríd er þriðja ríkasta héraðið og svo er Katalónía í fjórða sæti. Þegar við höfum greitt skattinn okkar til Madrídar þá dettum við niður í tíunda sæti. Við viljum taka þátt, en ekki á þennan hátt.“ „Þar að auki viljum við vera viður- kennd sem þjóð og að tungumálið okkar verði viðurkennt sem okkar fyrsta tungumál. Í gegnum tíðina hafa verið gerðar tilraunir til að gera tungu- máli okkar, sem 10 milljónir tala, lægra Lýðræðið á Spáni er á mjög lágu plani Í desember 2013 var ákveðið með algjörum meiri- hluta á katalónska þinginu að kosið yrði um sjálfstæði þann 9. nóvember 2014. Síðan hefur komið í ljós að kosningarnar brjóta í bága við stjórnar- skrá Spánar. Katalónska þingið hefur í kjölfarið komið með tillögur að breytingum á lögunum en þeim hefur öllum verið hafnað af spænsku ríkisstjórninni. Katalónar hafa ákveðið að ganga til kosninga á sunnudaginn hvað sem þessu líður. Albert Royo, framkvæmdastjóri DiploCat, segir stjórnmálamenn í Madríd fela sig á bak við lagaleg rök þar sem enginn pólitískur vilji sé til staðar. Hann segir lýðræði á Spáni vera á mjög lágu plani. Halla Harðardóttir halla@ frettatiminn.is undir höfði en kastillönskunni, en við vitum öll að tungumálið er eitt af því sem gerir okkur að þjóð.“ En hvers vegna hópast fólk út á götu núna? „Árið 2005 sendi katalónska þingið umbótatillögu á stjórnarskránni til Madrídar. Svarið kom til baka árið 2010 og þar hafði ein mjög mikilvæg setning verið strokuð út úr stjórnarskránni, setning þar sem talað var um Katalóníu sem „þjóð“. Þetta var algjör vendi- punktur. Fólk hópaðist út á götu, yfir milljón manns með skilti sem á stóð „Við erum þjóð!“ og síðan hafa mótmælin og óánægjan aukist og krafan um sjálfstæði verður sífellt háværari. Í haust báðu tvær millj- ónir manna á götum Barcelona um rétt til að kjósa. Nú er aðaláherslan lögð á réttinn til að kjósa um fram- tíð Katalóníu, því sama hvort fólk vill sjálfstæði eða ekki, þá vill það fá að hafa rödd.“ Albert Royo, framkvæmdastjóri DiploCat, kynningarmiðstöðvar um málefni Katalóníu, sótti opna málstofu hjá Alþjóðamálastofu Háskóla Íslands á dögunum um stöðu smáríkja í Evrópu- sambandinu. Hann segir Katalóníubúa vera þjóð án ríkis, sem vilji frekar sam- starf við Evrópu en Spán. 19. október síðastliðinn söfnuðust þúsundir manna saman við Placa Catalunya og kröfðust þess að fá að kjósa um framtíð Katalóníu. Næstkomandi sunnudag, 9. nóvember, verða kosningar þrátt fyrir að það brjóti í bága við stjórnarskrá Spánar. Þá munu Katalónar geta svarað tveimur spurningum: Viltu þú að Katalónía verði ríki? Og ef svo er: Vilt þú að Katalónía verði sjálfstætt ríki? Kannanir sýna að 80% Katalóna vilja kjósa um framtíð þjóðarinnar og að tæp 50% þeirra vilji sjálfstæði. 34 úttekt Helgin 7.-9. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.