Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 6

Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 6
6 fréttir Helgin 13.-15. júní 2014 Mt. Gert Brask, stofnandi og forstjóri Greenland Express Air. Mynd/ Sermitslaq/Rimdal Th. Høegh Aspen Gæðaleður nokkrir litir. Stærð: B:103 D:85 H:93 cm. 119.990 Fullt VeRÐ: 159.990 H ú s g Ag n A H ö l l i n • B í l d s h ö f ð a 2 0 • R e y k j a v í k O g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i e i t t s í m A n ú m e R 5 5 8 1 1 0 0 KOMDU OG SJÁÐU NÝJA SÝNINGARRÝMIÐ OKKAR! Í HvAÐA SætI veRÐUR þú? Hm-tilBOÐ – líklega besta sæti í heimi! RiAlto Gæðaleður svart, hvítt eða vínrautt. Stærð: B:81 D:98 H:107 cm. 149.990 Fullt VeRÐ: 179.990 25% NÝTT® afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum  Flug greenland express air Frestaði jómFrúrFluginu Flugfélagið finnst ekki Grænlenska flugfélagið Greenland Express Air sem býður flugferðir milli Grænlands, Íslands og Danmerkur er skráð við Lágmúla 7 í Reykjavík en þar er enga starfsstöð að finna. Gert Brask, for- stjóri fyrirtækisins, segir það engar starfsstöðvar hafa til að geta boðið sem lægst miðaverð. Til stóð að hefja áætlunarflugið þann 2. júní en engu að síður var ekki sótt um ferðaskipuleggjendaleyfi til Ferðamálastofu á Íslandi fyrr en 6. júní. Samkvæmt nýrri áætlun hefjast flugferðir í næstu viku. g rænlenskt f lugfélag, Greenland Express Air, sem stefnir á að hefja áætlunarflug milli Grænlands, Ís- lands og Danmerkur í júní hefur enga starfsstöð á Íslandi þrátt fyrir að á vef fyr- irtækisins sé það sagt til húsa í Reykjavík. Gert Brask, stofnandi og forstjóri Green- land Express Air, segir fyrirtækið ekki hafa neinar eiginlegar starfsstöðvar til að geta boðið upp á lægra verð. Í apríl sendi Brask frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem sagði að fyrirtækið hafi gert samning við hollenska leiguflugfélagið Denim Air um leigu á Fokker 100 flugvél með sæti fyrir 100 farþega. Til stóð að flug milli Grænlands, Íslands og Danmerkur myndi hefjast þann 2. júní en í lok maí var því frestað. Brask sagði þá við grænlenska blaðið Sermitslaq að það væri vegna tækni- legra örðugleika en síðar kom í ljós að það var vegna þess að Denim Air var ekki kom- ið með flugrekstrarskírteini frá Hollandi vegna þessara nýju áfangastaða. Brask staðfestir í tölvupósti til Fréttatímans að öll leyfi séu nú til staðar og stefnt að hefja flug þann 17. júní. Á vef fyrirtækisins er flipi þar sem fólki er beint sem vill hafa samband. Þar er gefið upp heimlisfangið Lágmúli 7. Við Lágmúla 7 er hins vegar engar merkingar að finna sem gefa til kynna að þar sé Greenland Express Air til húsa og enginn póstkassi merktur fyrirtækinu. Í tölvupósti til samstarfsaðila Frétta- tímans hjá Sermitsiaq segir Brask að fyrir- tækið sé skráð hjá lögmannsstofu í Reykja- vík en hvorki á Íslandi né annars staðar sé Greenland Express Air með eiginlega starfsstöð þar sem verkefnum þess sé út- vistað til að lágmarka kostnað fyrirtækis- ins þannig að hægt sé að bjóða sem lægst verð. „Þess vegna getum við boðið miða á lægra verði en samkeppnisaðilar okkar,“ segir hann. Nokkrar lögmannsstofur eru skráðar til húsa við Lágmúla 7 en Brask vill ekki gefa upp hvaða lögmannsstofa gaf honum heimild til að skrá fyrirtækið þar. Þá er símanúmerið sem er gefið upp á vef Greenland Express Air ekki á Íslandi held- ur hjá símsvörunarfyrirtæki í Danmörku sem fyrirtækið er með samning við. Þrátt fyrir að lengi hafi staðið til og verið gefið út að flugið myndi hefjast 2. júní hafði Greenland Express Air ekki ferðaskipu- leggjendaleyfi á Íslandi þar til 10. júní og sótti raunar ekki um það til Ferðamálastofu fyrr en 6. júní. Fyrir 10. júní hafði fyrir- tækið því ekki heimild til að fljúga hingað. Í svari til Fréttatímans segir Brask að sótti hafi verið um leyfið um leið og ljóst var að höfuðstöðvar fyrirtækisins ættu að vera á Íslandi. Á vefnum Allt um flug var greint frá því að íslenska flugfélagið Eyjaflug (Air Arctic) hafi í haust keypt 40 prósenta hlut í Green- land Express og á móti keypti Gert Brask þriðjungshlut í Eyjaflugi og muni því rekst- ur félaganna beggja því sameinast. Það er hins vegar Brask sem sækir um ferðaskipu- leggjendaleyfið hér á landi fyrir hönd félags- ins. Fréttatíminn hafði samband við Einar Aðalsteinsson, meðeiganda í Eyjaflugi og framkvæmdastjóra Greenland Express Air, í tölvupósti en hann vísaði fyrirspurnum til Brask. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Þess vegna getum við boðið miða á lægra verði en samkeppnis- aðilar okkar. Það er greinilega allt reynt þegar koma á fíkniefnum á milli landa. Nýverið stöðvuðu tollverðir póstsendingu sem innihélt í fyrstu saklausan varning ef ekki hefði verið til staðar rökstuddur grunur um annað. Sendingin innihélt skópar, nánar tiltekið svokallaða strandskó. Í skónum voru vandlega farin tæp 22 grömm af kristöl- luðu metamfetamíni. Efnunum hafði verið komið fyrir í skósólunum og var málið kært til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Viðtakandi parsins verður því að finna aðra lausn á skóbúnaði þegar hann heimsækir strendur Íslands í sumar. Tollstjóri minnir að gefnu tilefni á fíkniefnasímann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíknief- namál. Fíkniefnasíminn er samvinnuver- kefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Fíkniefni undir hælinn lögð

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.