Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 8
BETRI
BANKAÞJÓNUSTA
Á NÝJUM STAÐ
Starfsemi útibúa Arion banka í Austurstræti og við Hlemm hefur
verið flutt í Borgartún 18. Nýja útibúið er búið notendavænni tækni
og nútímalegri hönnun til að uppfylla þarfir þínar.
Við aðstoðum þig við að nota nýja tegund hraðbanka þar sem
þú getur lagt inn peninga, sinnt millifærslum og greitt reikninga,
auk hefðbundinna aðgerða.
Fleiri fjármálaráðgjafar sem veita þér faglega og trausta ráðgjöf
og auðvelda þér að taka réttu ákvarðanirnar.
Þetta köllum við betri bankaþjónustu
VELKOMIN Í BORGARTÚN 18
RAGNHEIÐUR
HALLUR
KRISTJÁN ÞÓR
ELÍSABET
H rafnapar hefur gert sér laup á syllu utan á húsi Safns Einars Jónssonar
við Eiríksgötu í Þingholtunum í
Reykjavík og vakið hefur verð
skuldaða athygli íbúa í nágrenn
inu. Í laupnum eru fimm vel haldnir
ungar, að sögn Kristínar Alísu Ei
ríksdóttur, meistaranema í líffræði,
sem merkti ungana fyrir um tveim
ur vikum. Hún rannsakar nú varp
vistfræði hrafna og atferli. „Talið er
að þetta sé hrafnapar sem haldið
hefur til í borginni í þrjú til fjög
ur ár og verpt hafi í Austurbæjar
skóla í fyrra. Safnstjórinn í Einars
safni segir að það hafi áður verpt í
Einarssafni en ekki fyrr tekist að
koma ungum á legg,“ segir Kristín
Alísa.
Laupurinn er veglegur og vel
sýnilegur frá inngangi safnsins,
Freyjugötumegin. Hann er gerður
úr trjágrein
um og rak
ettuprik
um en að
sögn Krist
ínar A lísu
má einnig sjá rauðan og
grænan rafmagnsvír í laupn
um enda hrafninn þekktur
fyrir glysgirni. „Þetta hlýtur
að vera konungborinn hrafn,
fyrst hann velur sér svona veg
legan og flottan stað til að verpa
á,“ segir Kristín Alma. Innsta byrði
laupsins er oftast gert úr mjúku
efni á borð við ull eða hrosshár en
þar sem ekki er um auðugan garð
að gresja innan borgarlandsins af
slíkum auðlindum klæddi hrafns
parið laup sinn með mosa og öðr
um mjúkum gróðri, að sögn Krist
ínar Alísu.
Hrafnaparið hefur haf
ið hreiðurgerðina
í byrjun apríl
og verpt um
miðjan mán
uðinn.
Safn
stjóri
Einarssafns segist hafa heyrt
fyrsta tístið í ungunum þann 9. maí
og samkvæmt því eru þeir fimm
vikna gamlir. Að sögn Kristínar Al
ísu fljúga hrafnsungar úr hreiðrinu
um það bil sex vikna gamlir. „Þeir
eru þó ótrúlega heimakærir og eru
oft lengi í hreiðrinu þótt þeir séu
vel orðnir fleygir,“ segir hún. „Þeg
ar við merktum þá, fyrir tveimur
vikum, voru þeir allir fimm í góð
um holdum og virtust eiga framtíð
ina fyrir sér. Þeir virtust allir jafn
frekir, sem er jákvætt, því í þessum
heimi gildir lögmálið að sá hæfasti
lifir af,“ segir hún.
Aukning hefur verið á því að
hrafnar verpi í borglandinu. Þeir
éta í raun hvað sem er, allt frá skor
dýrum, eggjum og fuglsungum,
í leifar af mat borgarbúa.
„Hrafninn er mikill
tækifærissinni og
étur eiginlega það
sem hann kemst í. Sumt fólk held
ur mikið upp á hrafninn og gefur
honum jafnvel reglulega að éta. Við
sáum þegar við merktum ungana
um daginn að fólkið hér í nágrenn
inu stendur vörð um ungana. Kona
nokkur kom hlaupandi að okkur
þegar við fórum í hreiðrið því hún
hélt að við værum að fara að gera
ungunum mein,“ segir hún.
Kristín Alísa telur ólíklegt að
hrafnaparið verpi aftur á sama stað
að ári. „Hrafnapör makast fyrir lífs
tíð. Þeir eigna sér svokölluð óðul,
sem eru 12 ferkílómetrar að stærð,
og verpa á nýjum stað innan þess
ár hvert. Hluti af tilhugalífinu á
vorin er að búa til hreiður. Hver
veit nema að þeir byggi sér hreið
ur í Hallgrímskirkju að ári,“ segir
Kristín Alísa.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatíminn.is
Dýralíf rakettuprik, rafmagnssnúra og sprek mynDa HrafnsHreiður
Hrafnsungar í laup við Einarssafn
við það að fljúga úr heiðrinu
Fimm hrafnsungar eru í laup á syllu utan á húsi Safns Einars
Jónssonar í Þingholtunum. Þeir skriðu úr eggi í byrjun maí og
eru við það að fljúga úr hreiðrinu. Allir eru vel á sig komnir
enda hugsa nágrannar vel um ungana sína.
8 fréttir Helgin 13.-15. júní 2014