Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 10

Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 10
A llar frumur líkamans hafa mótt-takara fyrir skjaldkirtilshormón. Ef það er of mikil eða of lítil fram- leiðsla á hormóninu er þetta bara spurning um hvað gefur sig fyrst. Það er allt undir,“ segir Ása Björg Valgeirsdóttir, formaður nýs félags fólks með skjaldkirtilssjúkdóma sem ber heitið Skjöldur. Eftir á að hyggja segist hún hafa verið komin með einkenni þess að vera með vanvirkan skjaldkirtil strax á unglingsárunum þó hún fengi greininguna ekki fyrr en löngu seinna. „Stærsta vandamálið er ekki hversu margir eru greindir með skjaldkirtilssjúkdóma heldur hversu margir eru ógreindir. Vegna þess hversu einkennin eru fjölbreytileg getur það reynst erfitt að fá rétta greiningu og fjölmörg dæmi eru um að fólk sé einfald- lega greint með sjúkdóma sem í raun eru afleiðingar þess að vera með skjaldkirtils- sjúkdóm,“ segir hún. Bæði móðir og móðursystir Ásu eru með skjaldkirtilssjúkdóma og komst hún fljótt að því að veikindi hennar voru af svipuðum toga og móðursystur sinnar. „Ég hef verið of þung frá því um fermingu og átt erfitt með að léttast. Ég var komin með þung- lyndi, félagsfælni og þjáðist þar að auki af sífelldum útlimakulda. Mér var alltaf kalt á höndum og fótum. Þetta var svona innan- kuldi sem ég gat ekki klætt af mér með því að fara í ullarsokka. Ég var framtakslaus og sinnuleysið algjört. Síðan var það gleymsk- an sem stóð mér mjög fyrir þrifum. Það var ekki hægt að morgni að biðja mig um að kaupa mjólk eftir vinnu nema ég skrifaði það hjá mér og væri með það á miða fyrir framan mig allan daginn.“ Ein blóðprufa Ása segir það oft fylgifisk þess að vera með svona fjölþætt einkenni að fólk verður góðir leikarar til að breiða yfir sífellda verki og óþægindi. „Ég sagði oft við fólk að ég hefði það bara ágætt þó mér liði mjög illa. Þetta slæma minni leiddi til þess að ég mundi ekki hvað ég sagði við fólk síðast þegar ég hitti það og það leiddi til þess að ég fór að forðast félags- legar aðstæður. Ég treysti mér ekki til að eiga samskipti við fólk. Skjaldkirtilssjúk- dómar eru greindir með blóðprufu og eftir að Ása var greind fór hún á lyf sem hjálpuðu henni mikið. Í raun er fólk með skjaldkirtilssjúkdóma afar fjölbreytilegur hópur, það hefur mjög ólík áhrif að vera með vanvirkan skjaldkirtil eða að hafa ofvirkan skjaldkirtil. Þá falla ýmsir sjálfsofnæmissjúkdómar þar undir sem og krabbamein í skjaldkirtli. „Það er ekkert eitt að vera með skjaldkirtils- sjúkdóm. Einkenni geta verið allt fá því að valda fólki örlitlum óþægindum yfir í að fólk verður hreinlega óvinnufært og þar sem einkennin eru almenn fær það oft seint greiningu. Fyrir marga þarf töluvert átak að fá rétta greiningu því einkennin eru mörg og óræð. Fyrir þá sem ekki þekkja til getur verið erfitt að koma púslinu saman,“ segir Ása. Sterkari saman Félag fólks með skjaldkirtilssjúkdóma, Skjöldur, var stofnað í apríl en fyrsti opni fræðslufundurinn haldinn í lok maí. Þá mættu um 70 manns en alls eru 170 skráðir í félagið. „Mótttökur hafa farið fram úr okk- ar björtustu vonum,“ segir Ása. Þeir sem stóðu að stofnuninni kynntust á Facebook í sérstökum „Spjallhópi fólks með skjald- kirtilssjúkdóma“ þar sem um 3 þúsund manns eru skráðir. Einnig er búið að setja á laggirnar fræðsluvefinn Skjaldkirtill.com þar sem unnið er að því að safna saman upp- lýsingum. Ása segir samtökin mikilvæg til að fólk finni að það sé ekki eitt. „Það fylgir því mikill vanmáttur að vita ekki nákvæmlega hvað er að sér. Þegar fólk er alltaf þreytt og kalt er einfalt að ráðleggja því að fara fyrr að sofa og klæða sig betur. En hvað ef það lagast ekki? Félagið er vettvangur þar sem fólk getur fengið stuðning. Við stefnum einnig á að eiga í samræðum við heilbrigðis- stéttina í heild sinni um hvað má betur fara og einnig fylgjast með nýjustu rannsóknum úti í heimi.“ Með því að taka réttu lyfin, taka vítamín og huga að mataræðinu hefur Ásu tekist að halda sér í góðu formi. „Síðasta ár hefur verið mér afar gott. Við í stjórninni eigum það flest sameiginlegt að vera farið að líða betur og við fengum mikla þörf til að aðstoða aðra til að finna sömu vellíðan. Við erum sterkari saman.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Flókið að greina skjaldkirtilssjúkdóma Um 70 manns mættu á fyrsta fræðslufund nýstofnaðs félags fólks með skjaldkirtilssjúkdóma. Ása Björg Valgeirsdóttir, formaður Skjaldar, segir marga eiga erfitt með að fá greiningu vegna þess hve almenn og fjölbreytileg einkennin eru. Sjálf þjáðist hún af þunglyndi, útlimakulda og gleymsku en hefur fengið bót meina sinna í dag og vill aðstoða aðra við að finna vellíðan. AAllt til alls Arctic Root Forte, burnirót er náttúrulegur orkugjafi sem eflir tauga- kerfið og virkar vel gegn streitu og álagi. Hvað gerir skjald- kirtils- hormón? Skjaldkirtils- hormón stjórnar efnaskiptum líkamans, vexti og þroska og enn fremur virkni. Hormónið hefur margvísleg áhrif á efnaskiptin. Það örvar nýmyndun prótína og niður- brot fitu. Ásamt vaxtarhormóni frá heiladingli og insúlíni flýtir skjaldkirtilshorm- ón líkamsvexti, einkum vexti taugavefja. Heimild: Vísindavefurinn.is Ása Björg Valgeirsdóttir er formaður nýs félags fólks með skjaldkirtilssjúkdóma sem ber heitið Skjöldur. Ljósmynd/Hari Skýringarmynd af skjaldkirtl- inum.́ Mynd/ Vísindavefurinn.is 10 fréttir Helgin 13.-15. júní 2014 af 3 - 4ra herbergja íbúð á svæði 103, 104, 105 og 108 Erum mEð kaupanda rúnar S. Gíslason Hdl. Löggiltur fasteignasali Guðrún Helga sölufulltrúi gudrun@fasteignasalan.is s: 782-4407 Erum mEð kaupanda af EinbýliSHúSi í foSSvoGi, minnSt 4 SvEfnHErbErGi frítt SöluvErðmat

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.