Fréttatíminn - 13.06.2014, Side 16
Þ
Þess minnast menn á þriðjudaginn, 17. júní, að sjötíu ár
eru liðin frá stofnun lýðveldis hér á landi. Þeir sjö ára-
tugir hafa verið næsta ævintýralegir í sögu þjóðarinn-
ar, frá þjóð sem búið hafði við aldalanga einangrun til
þjóðar sem kalla má að sé í alfaraleið, þökk sé byltingu
í samgöngum milli landa.
Eins og vænta má hafa skipst á skin og skúrir á þess-
um tíma. Farið var síga á seinni heimstyrjöldina þegar
Ísland sleit formlega konungssambandi við Danmörku
og stofnaði lýðveldi 17. júní 1944, í samræmi við sam-
bandslögin frá 1918. Ísland varð því
sjálfstætt ríki eftir baráttu sem staðið
hafði lungann úr 19. öldinni. Stóru
skrefin í þeirri baráttu voru heima-
stjórnin árið 1904, þegar þingræðið
var fest í sessi og ráðherra Íslands
fékk aðsetur í Reykjavík. Þar með
fluttist framkvæmdavaldið heim – og
síðan árið 1918 er Íslendingar hlutu
fullveldi nema hvað þeir viðurkenndu
danska konunginn sem þjóðhöfðingja
og utanríkisstefna Íslands var áfram í
höndum Dana.
Gríðarlegur efnahagslegur uppgangur hefur verið
á Íslandi frá lýðveldisstofnuninni fyrir sjötíu árum.
Sjávarútvegurinn er enn undirstöðuatvinnuvegur,
tæknivædd grein búin öflugum tækjum sem býr við
fiskveiðistjórnunarkerfi – að sönnu umdeilt – en hefur
engu að síður gegnt því meginhlutverki að vernda
fiskistofna svo þeir megi dafna og standa undir áfram-
haldandi veiðum og velferð okkar um ófyrirséða fram-
tíð. Fjölbreytni atvinnulífsins er hins vegar allt önnur
og meiri en var, byggist á iðnaði, stórum jafnt sem
smáum, landbúnaði, margs háttar þjónustu og síðast
en ekki síst ferðaþjónustu. Sprenging hefur orðið í
þeirri grein síðustu ár.
En uppgangurinn hefur ekki verið samfelldur.
Áföll hafa dunið yfir, hvarf síldarinnar í lok sjöunda
áratugar liðinnar aldar og umtalsvert minni þorskafli
eftir gegndarlausa ofveiði Íslendinga og annarra þjóða
– sem tókst með átökum landhelgisstríða að koma
úr lögsögunni. Þyngsta áfallið var þó efnahags- og
bankahrunið haustið 2008 sem skók innviði samfélags-
ins og gerði það að verkum að hið unga lýðveldi varð
tímabundið að afsala sér hluta fullveldis síns með því
að leita á náðir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Úr þeim
málum hefur unnist bærilega og fulltrúar gjaldeyris-
sjóðsins eru horfnir á braut, þótt enn sé margt óunnið.
Verðugt markmið ætti að vera að Íslendingar væru
lausir við höft og aðra óáran hrunsins þegar aldaraf-
mælis íslensks fullveldis verður minnst eftir rúm
fjögur ár.
Þegar kom að formlegum slitum konungssambands-
ins við Danmörku fyrir sjötíu árum var lítill efi í huga
landsmanna. Það sýndu svör í þjóðaratkvæðagreiðslu.
99,5% voru fylgjandi sambandsslitnunum við Dani og
98,3% stofnun lýðveldis. Kjörsóknin var 98%. Því var
lýst yfir við hátíðlega athöfn á Þingvöllum 17. júní 1944
að sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar væri formlega lokið.
Svo er þó ekki. Sjálfstæði smáþjóðar eins og okkar
er eilíft viðfangsefni – aðstæður eru stöðugt að breyt-
ast. Kostir og gallar fylgja auknu samstarfi ríkja og er
ríkjasamband 28 Evrópuríkja gleggsta dæmið þar um.
Um aðild Íslendinga að því sambandi snýst umræða
samtímans en í rúma tvo áratugi höfum við verið aðilar
að Evrópska efnahagssvæðinu. Öllu slíku samstarfi
fylgja kostir og gallar sem leggja þarf mat á, ákveðið
fullveldisafsal en um leið, eins og í tilfelli EES-samn-
ingsins, aðgangur að innri markaði Evrópusambands-
ins. Fjórfrelsið svonefnda sem gildir á sameiginlegu
markaðssvæði 31 Evrópuríkis felur í sér frjáls vöru- og
þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sam-
eiginlegan vinnumarkað. Tímabundið gilda höft hér á
landi á fjármagnsflutningum.
Um aðild eða ekki að Evrópusambandinu snýst
sjálfstæðisumræða dagsins í dag. Þar er hart tekist á,
eins og stundum áður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga
og nægir þar að vísa til átaka fyrir rúmri öld um upp-
kastið svokallaða. Á endanum mun þjóðin fá valkostina
fram, hvort heldur það tekur lengri eða skemmri tíma
– og kjósa um þá. Öðruvísi næst ekki lending, vonandi
að undangenginni upplýstri og öfgalausri umræðu.
Sjötíu ár frá lýðveldisstofnun
Sjálfstæðisbaráttan
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@
frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson
valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is .
Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum
í Landsprenti.
Við léttum þér undirbúninginn fyrir veisluna og bjóðum mikið úrval
af borðbúnaði og veisluvörum, s.s. dúkum, servíettum, diskum,
glösum og kertum.
Hafðu samband við sérfræðinga
okkar í Rekstrarlandi í síma
515 1100 eða hjá útibúum
Olís um land allt.
Láttu Rekstrarland
létta þér lífið
Við höfum allt fyrir veisluna þína
www.rekstrarland.is Skeifunni 11 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
41
73
6
7,3
milljónir króna er meðal-
kostnaður við hvern fanga
á Íslandi á ári.
40
prósent fjölgun
hefur orðið
á rjúpum hér á landi frá
síðasta ári samkvæmt
talningu Náttúrufræði-
stofnunar.
7 stiga forystu hefur
FH á Íslandsmeistara KR í Pepsi-
deild karla í knattspyrnu eftir
fyrstu sjö leikina.
20,7
milljónir króna skuldaði Stjörnu-
spekistöðin sem var í eigu Gunnlaugs
Guðmundssonar en fyrirtækið var
úrskurðað gjaldþrota í júlí í fyrra.
14.4
milljónir lítra af bjór drukku Íslendingar
á síðasta ári.
Vikan í tölum
16 viðhorf Helgin 13.-15. júní 2014