Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 22

Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 22
22 fótbolti Helgin 13.-15. júní 2014 VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA Með biðpósti sleppurðu við að pósturinn hlaðist upp heima hjá þér meðan þú ert í fríi. Pantaðu biðpóst á www.postur.is eða á næsta pósthúsi og þú velur hvar pósturinn þinn bíður eftir þér. www.postur.is PANTAÐU BIÐPÓST FYRIR SUMARFRÍIÐ! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -1 5 4 8 Hversu mikill HM fíkill ertu? Nú þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu er hafin í Brasilíu er gott að vera búinn að undirbúa sig vel fyrir sjónvarpsgláp næsta mánuðinn eða svo. Margir eru mjög vanir þessu og eru yfirleitt vel undirbúnir en aðrir eiga langt í land. Hér er góður listi yfir það sem gott er að hafa við höndina, og einnig mælikvarði á það hversu mikill knattspyrnuáhugamaður þú ert í raun. Meðfylgjandi er svo ábending um það hvaða bjór þú ættir að hafa við höndina á meðan keppnin stendur yfir. 0-6 stig. Þetta er fyrsta keppnin þín, þú skilur ekki rangstöðuregluna og heldur að David Beckham sé enn að spila fyrir Englands hönd. – Bjórinn þinn er Viking Lite 12-20 stig. Þú horfir ekki á fótbolta að staðaldri, en horfir alltaf á stórmót. Finnst það svo mikil stemning, alveg eins og Eurovision og kosninganótt. Eina vandamálið er það að þú sofnar oft yfir leikjunum. – Bjórinn þinn er Stella Artois 20-40 stig. Þú ert raunverulegur áhugamaður um knattspyrnu, þú gleymir ekki Laudrup og Platini. Þú ert ennþá að hugsa um rauða spjaldið sem Beckham fékk 9́8 og heldur alltaf smá með Dönum ef þeir komast á HM. – Bjórinn þinn er La Trappe Blond Yfir 40 stig. Þú þekkir alla leikmenn í öllum liðum, þú kannt þjóðsönginn hjá flestum. Þú ert búinn að taka sumarfrí í vinnunni til þess að geta horft á alla leikina. Þú tekur upp flesta leikina og horfir á þá aftur. Þú býrð ein/n. – Bjórinn þinn er Newcastle Brown Ale Stigagjöf Snakk og ídýfa Þarf ekkert að ræða það. Helst Voga ídýfa. 2 stig Matur, nóg af mat. Það vantar ekki veitingastaði sem selja viðeigandi mat en alvöru fagmenn marínera og elda sína kjúklingavængi sjálf- ir. Svo er ómissandi hluti að grilla á milli leikja. Helst mat sem hægt er að borða þó hann kólni, það er fátt betra en að fagna marki með ful lan munninn af mat. 4 stig Treyja Ef þú átt ekki treyju þá áttu ekki að vera að horfa á HM, það er bara þannig. Bón- usstig fyrir að girða ofaní buxurnar, en mínusstig fyrir að vera í stuttbux- um við treyjuna. 6 stig Dómaraflauta Það er fátt eins stress- losandi og að grípa til sinna ráða þegar þér finnst dómarinn ekki vera að standa sig. 8 stig Gamlar fótbotamyndir Það er mjög gaman að horfa á HM með einhverjum sem f innst gömlu keppnirnar miklu betri en í dag. Fátt betra en að tala um Enzo Scifo og Jose Baquero. 10 stig HM tónlist Vertu búinn að hlaða upp öll- um lögum sem tengjast HM á iPodinn og blastaðu fyrir leik, og í hálfleik. Blastaðu þessu reyndar bara alla dagana sem HM stendur yfir, það elska allir þessi lög. 12 stig Dansk Dynamit klapphatturinn Stórkostleg uppfinning, der- húfa með höndum. Eina sem þarf að gera er að toga í band- ið sem fer undir hökuna og þá klappa hendurnar. Þægilegt fyrir þá sem nenna ekki að klappa. Breytir engu þó Danir séu ekki með í ár. 15 stig Vuvuzela lúður Eins og þetta var óþolandi á HM í Afríku 2010, þá er frá- bært að opna gluggana og blása hressilega út í hverfið sitt. Alveg burtséð frá því hvað er að gerast í leiknum, og hverjir eru að spila. 20 stig. Hönd guðs Það er hægt að fá lánað- an handlegg af gínu hjá einhverri af tískuvöru- verslunum bæjarins, og hafa hana við höndina. Það er hægt að berja með henni í borðið og svo er líka bara róandi að hafa hönd Guðs við höndina. Skalinn sprengdur.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.