Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 24

Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 24
 200o 300o 400o 1000 m 500 m 2000 m 1500 m 500o Heitasti staðurinn í sumar! Kvika Verið velkomin í heimsókn í sumar! Kröflustöð: Jarðvarmasýning er opin alla daga kl. 10-17. Búrfellsstöð: Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17. Vindmyllur á Hafinu: Opnar alla laugardaga í júlí, kl. 13-17. Kárahnjúkastífla: Leiðsögn um svæðið miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir Á ferð um Norðurland er upplagt að koma við á há- hitasvæðinu við Kröflu og kynnast brautryðjenda– verkefni í vinnslu jarðvarma. Gestastofan er opin alla daga og það er alltaf heitt á könnunni. Heimildamyndir koma meira á óvart en skáldskapur Heimildamyndin „Salóme“ vann fyrstu verðlaun á Skjaldborg- arhátíðinni í ár. Yrsa Roca Fannberg er höf- undur myndarinnar sem fjallar um Salóme Fannberg, listakonu og móður Yrsu. Þetta er fyrsta heim- ildamynd Yrsu en hún er menntuð í myndlist og vinnur með ýmsa miðla auk þess að starfa á elliheimilinu Grund. Mæðgurnar Yrsa Roca Fannberg og Salóme Fannberg. Yrsa hefur gert mynd um ævi og störf móður sinnar sem er mynd- listarkona og sjö barna móðir. Ljósmynd/Hari M amma fór í mynd-listarnám til Spánar og var frekar virk veflistakona á Íslandi þangað til hún flutti til Svíþjóðar árið 1984. Hún bjó meðal annars í Flatey með mig litla þar sem hún byrjaði að vefa úr þangi, en það varð eiginlega hennar pensill og ein- kennismerki. Karakterinn í íslensku kvikmyndinni Brúðgumanum er byggður á mömmu. Þegar þriðji bróðir minn, af sex systkinum, var þriggja ára fluttum við til Svíþjóðar en þar hætti hún alveg að vefa, enda enginn tími til því hún fór í skóla og átti þrjú börn til viðbótar. Svo fékk hún gigt og varð öryrki í kjölfarið. Það hægði mikið á henni,“ segir Yrsa Roca Fannberg, höfundur heimilda- myndarinnar Salóme sem fjallar um listakonuna og móður Yrsu, Salóme Fannberg. Mynd um mynd um Salóme „Hugmyndin að myndinni kvikn- aði árið 2007 þegar mamma var að pakka saman dótinu sínu í Svíþjóð, þaðan sem hún var að flytja til Ís- lands eftir rúmlega tuttugu ára búsetu. Þá fékk ég þörf fyrir að segja sögu hennar,“ segir Yrsa sem stuttu eftir heimkomu móður sinnar fór til Barcelona í framhaldsnám í heim- ildamyndagerð. „Í skólanum vann ég að handriti um mömmu. Þegar því var lokið kem ég svo til Íslands og byrjaði að mynda hana. Þá fyrst upp- götva ég almennilega hveru mikil listakona hún er, en kemst líka að því að hún er með minnissjúkdóm sem nefnist æðarglöp. Svo ég fer að verða 24 viðtal Helgin 13.-15. júní 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.