Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 30

Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 30
www.siggaogtimo.is Verð frá kr 80.000.- S umir héldu því fram að ég hefði spilað minn 300. leik gegn Bosníu ytra, ég er löngu hættur að telja, kannski ég setjist yfir þetta í sumarfríinu,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson kátur þar sem við sitj- um í íbúð hans á Seltjarnarnesinu. Heimahagarnir eru þar og hand- boltaferillinn byrjaði hjá Gróttu á Seltjarnarnesi. Eftir öll þessi ár í Þýskalandi, var kominn tími á breytingar og það var búið að vera vitað í þó nokkurn tíma. „Í rauninni vissu þetta allir, þrátt fyrir að enginn talaði um það, það var vitað þegar ég neitaði nýj- um samningi hjá Kiel í nóvember, allir þeir sem eru að fylgjast með úti voru farnir að nota útilokunarað- ferðina, vissu að Barcelona yrði væntanlega niðurstaðan.“ Sú varð raunin og í vikunni skrifaði Guð- jón undir tveggja ára samning við katalónska stórveldið. Rökrétt framhald „Ég var búinn að vera lengi í Þýska- landi, í langbesta klúbbnum þar, eitt ár í Köben sem í mínum huga var skemmtilegasta tímabilið á mínum ferli,“ segir Guðjón um veru sína hjá danska liðinu AG Köben- havn. „Það víkkaði sjóndeildar- hringinn og sýndi manni að það er spilaður handbolti annarsstaðar en í Þýskalandi, og leiðinlegt að félagið fór á hausinn, en það var frábært að búa í Köben.“ Barcelona þekkja allir af glæstum sigrum í knattspyrnu, en félagið er einnig gríðarlega stórt í handknattleiksheiminum. „Þeir eru yfirburðarlið á Spáni, deildin þar hefur verið á niðurleið, sérstaklega eftir efnahagshrunið eins og víða í Evrópu, en liðið er mjög gott á heimsvísu, oftast í undanúrslitum meistaradeildarinnar, Spánarmeist- arar og bikarmeistarar á síðasta ári og heimsmeistarar félagsliða, svo þetta er klárlega eitt af fimm bestu liðum heims.“ Egóið ekki sært þó færri séu að horfa Þeir sem fylgjast með handbolta sjá troðfullar hallir og gríðarlega stemningu á leikjum í Þýska- landi, en því er ekki að heilsa á Spáni, ekki einu sinni hjá stórliði Barcelona. „Þegar þeir spila í meistaradeildinni og mikilvæga leiki þá er fullt, en á venjulegum leik í deildinni er ekki eins mikil stemning, svo það verða viðbrigði fyrir mig sem er góðu vanur hjá Kiel, en með reynslunni er það hætt að hafa áhrif á minn leik hvort það sé full höll eða ekki, þó vissulega sé það skemmtilegra. Egóið mitt verður ekki sært þó það séu færri að horfa,“ segir Guðjón glaðbeittur Nýtt umhverfi fyrir fjölskylduna „Við höfum öll gott af því að breyta til, þetta er ákveðinn þroski fyrir mig og aðra meðlimi fjölskyld- unnar, læra nýtt tungumál, nýja menningu, börnin að kynnast nýjum vinum og skólafélögum sem er alltaf áskorun. Börnin hafa alltaf aðlagast öllum breyttum aðstæðum alveg ótrúlega vel.“ Guðjón og kon- an hans, Guðbjörg Þóra Þorsteins- dóttir, eiga þrjú börn, þær Dag- björtu Ínu 15 ára, Jónu Margréti 11 ára og Jason Val, sem er ekki nema eins árs. Börnin með gríðarlega reynslu Það er ekkert auðvelt fyrir börn handboltamanns að aðlaga sig nýjum aðstæðum oft á lífsleiðinni. Eldri dætur Guðjóns hafa eignast góða vini í Þýskalandi og Dan- mörku enda hafa þær alist upp allt sitt líf utan heimalandsins. „Maður fær oft sting í hjartað fyrir þeirra hönd þegar kemur að því Ég er ekki að fara að hætta að flytja og skilur það mætavel að það sé erfitt. Á hinn bóginn hafa þær lært á lífið á allt annan hátt en jafnaldrar þeirra á Íslandi. Það þykir ekkert tiltökumál að taka lest frá Þýskalandi til Danmerkur að heimsækja vinkonur eða fljúga á milli landa án aðstoðar. Þetta eru þær aldar upp við og gerir þeim ekkert nema gott, þó við Guðbjörg sitjum heima með hnút í mag- anum. Þegar ég var 15 ára gat ég varla tekið strætó í Reykjavík án aðstoðar.“ Í sumar ætlar fjölskyldan að setjast saman á skólabekk og læra tungumálið, sem er gríðarlega nauðsynlegt á Spáni, þar sem fáir geta bjargað sér á ensku. „Það er bara áskorun. Mig hefur alltaf langað til að læra spænsku og núna verður maður bara að gera það.“ Er samningurinn við Barcelona sá síðasti? Guðjón verður 35 ára í sumar og í hans vinnu telja árin hraðar en hjá öðrum, en er þetta síðasti samn- ingurinn? „Ég vona ekki, ég vona að Barcelona sé síðasti klúbburinn minn, en vonast til þess að fram- lengja eftir tvö ár, nema eitthvað annað setji strik í reikninginn, meiðsli eða slíkt. Ég geri mér grein fyrir því að ég spila ekki til fimm- tugs, en mér líður mjög vel, ég er búinn að leggja mikið á mig til þess að vera í mínu besta formi og von- ast til þess að geta spilað næstu 4 til 5 ár. Ég er ekki að plana það að hætta, ég er að plana að vera í eins góðu formi og ég get eins lengi og ég get.“ Þegar spurt er um það hvort launin á Spáni séu betri en í Þýska- landi er svarið einfalt „já“ og meira þarf ekki að ræða það. Hvað svo? Hvað hugsar maður um fertugt sem er búinn að spila handbolta allt sitt líf – hvað svo? „Það hræðir mig oft þegar ég hugsa um það, ég viðurkenni það. Gæti ég orðið þjálfari, væri ég góður þjálfari? Ég veit það ekki, mér finnst líklegt að ég muni prófa það að einhverju leyti. Annars eru möguleikarnir margir, ég ætla að njóta ferilsins til enda og drekka í mig alla þá þekkingu sem hann hefur upp á að bjóða. Handboltinn er harður húsbóndi, tímabilin eru ellefu mánuðir, mikið af ferðalögum og fjarveru allar helgar og allar há- tíðir. Eftir 20 ár af íþróttinni þarf maður að hugsa hvort maður vilji eyða næstu 20 árum í það sama, en bara sem þjálfari.“ Aldrei upplifað eins mikla tóm- leikatilfinningu Kiel, með Guðjón Val innanborðs, tapaði úrslitaleik meistaradeild- arinnar fyrir skemmstu og voru það gríðarleg vonbrigði. „Það var hræðilegt, algerlega, ég er búinn að taka þátt í þessari úrslitakeppni í fjórgang og aldrei unnið. Það var erfitt að kyngja því í þetta skiptið. Eftir leikinn gegn Flensburg hef ég aldrei upplifað eins mikla tómleika- tilfinningu. Við gáfum allt í þetta af líkama og sál svo vonbrigðin voru mikil.“ Það hlýtur þá að vera gríðarlegur metnaður fyrir því að taka loksins þennan titil með nýju liði? „Já það er markmiðið.“ En hver eru markmið landsliðs- ins? „HM í Katar klárlega, og með góðum árangri á HM er hægt að dreyma um ólympíuleikana í Ríó 2016, til þess að komast þangað þurfum við að byrja á því að komast á HM.“ Mikilvægt að fá stuðninginn á heimavelli Á sunnudaginn fer fram seinni leikur landsliðsins gegn Bosníu í umspili um sæti á heimsmeistara- mótinu á næsta ári. Fyrri leikurinn tapaðist ytra með aðeins einu marki svo það er mikið í húfi á sunnudag- inn í Laugardalshöllinni, hverjir eru möguleikar liðsins? „Möguleikarnir eru góðir. Þrátt fyrir tap ytra þá eigum við að vinna heima, þetta verður stór dagur, við þurfum að fylla höllina og gefa Bos- níumönnum þau skilaboð að þeir hafi ekkert hingað að sækja, við ætlum á HM.“ Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Einn ástsælasti íþróttamaður þjóðarinnar, Guðjón Valur Sigurðsson, stendur á tímamótum. Eftir 13 ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Danmörku er hann á leiðinni til Spánar að spila með Barcelona. En áður en hann getur einbeitt sér að því að flytja til Spánar er leikur með íslenska landsliðinu gegn Bos- níu um sæti á HM. Leikurinn á sunnudag mun marka önnur tímamót hjá Guðjóni þar sem hann mun spila sinn 300. leik fyrir landsliðið, eða hvað? Við gáfum allt í þetta af líkama og sál svo von- brigðin voru mikil. Guðjón Valur Sigurðsson leikur með stórliði Barcelona næstu tvö árin. Hann verður í treyju númer 19 með nafnið Guðjón á bakinu. Ljósmynd/Hari 30 viðtal Helgin 13.-15. júní 2014

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.