Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 35
„Þessi sýning byggist upp á mál-
verkum og teikningum sem
mynda öll eina heild sem ég vinn
inn í rýmið. Sum þeirra eru ný
á meðan önnur eru eldri en það
er samt einn þráður sem tengir
þau öll og myndar óræðan heim,“
segir Marta María Jónsdóttir sem
opnaði sýningu í Týsgallerí í gær.
„Þetta eru abstrakt málverk þar
sem spenna og jafnvægi takast á.
Verkin eru marglaga þar sem línur
form, áferð, litir og jafnvægi eru í
aðalhlutverki. Þetta er ekki saga
eða ein hugmynd heldur er ég að
búa til stemningar. Kannski með
ögn drungalegri undirtón nú en
oft áður.
Marta María Jónsdóttir hefur
haldið nokkrar einkasýningar
og tekið þátt í fjölda samsýninga
síðan hún flutti heim frá London
árið 2007. Hún lærði myndlist í
málunardeild Myndlistar- og hand-
íðaskóla Íslands og lauk MA-námi
árið 2000 í myndlist í Goldsmiths
College í London. Hún hefur hald-
ið nokkrar einkasýningar og tekið
átt í fjölda samsýninga síðan hún
flutti heim árið 2007. „Ég er aðal-
lega að mála og teikna en ég hef
unnið töluvert við teiknimynda-
gerð með myndlistinni,“ segir
Marta sem deilir vinnustofu með
Huldu Vilhjálmsdóttur í Granda-
garði 31 og segir fólki velkomið að
banka upp á og kíkja inn.
Sýningin stendur yfir til 6. júlí
og er opin frá klukkan 13-17 í Týs-
gallerí við Týsgötu 2.
Opnun í Týsgallerí
Óræðar stemningar
Mörtu Maríu
Marta María
Jónsdóttir,
myndlistarkona.
Fasteignamat 2015
Þ
Í
04
06
20
15
R
RS
Frestur til athugasemda er til 1. nóvember 2014.
Fasteignaeigendur geta fengið matið sent í bréfpósti með því að hringja í 515 5300.
Frekari upplýsingar er að finna á Skrá.is.
Hægt er að skoða matið á:
Ísland.is
Skrá.is
Helgin 13.-15. júní 2014