Fréttatíminn - 13.06.2014, Page 48
48 matur & vín Helgin 13.-15. júní 2014
Hvítt og rautt í
vínfrumskógi
BúrgúndarXxxxx
Xxxx: Xxxxx.
BENOÎT frá Ethnicraft
3ja sæta sófi 176.000 kr.
2ja sæta sófi 135.200 kr.
Stóll 92.000 kr.
Einnig
til í
grænu
Einnig
til í
rauðu
CHARLEEN frá Habitat
3ja sæta sófi 196.000 kr.
Stóll 99.200 kr.
BREYTON frá Habitat
3ja sæta sófi 156.000 kr.
20-30% afsláttur
sófadagar
af öllum
sófum í júní
TEkk COmpANY Og HABiTAT
kAupTúN 3
Sími 564 4400
vEfvERSLuN á www.TEkk.iS
Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18
og sunnudaga kl. 13-18
Ath. Öll birt verð eru afsláttarverð
CLAYTON frá Habitat
Tilboðsverð:
3ja sæta sófi 157.500 kr.
AF öllum
sóFum
% AFsláttur
20-30
B úrgúnd er í Frakklandi miðju sem telst til norðlægri svæða til vínræktar. Veturnir eru
þurrir og kaldir og sumrin eru sól-
rík en þó er ekki á það treystandi
og því getur árgangamunurinn
verið mikill. Þar hafa vín þó verið
framleidd í hundruð ára og engin
furða að mörg bestu vín heimsins
komi frá þessu margreynda svæði.
Jarðvegurinn er líka sérstakur og
fjölbreytilegur og skilin geta ver-
ið ansi skörp þar sem eiginleikar
jarðvegarins breytast jafnvel á fá-
einum metrum. Frakkarnir kalla
þetta „Terroir“ þar sem eiginleikar
vínsins byggjast að verulegu leyti á
jarðveginum sem vínviðurinn vex í.
Þannig er Pinot Noir vín sem
kemur úr jarðvegi ríkum af kalk-
steini ólíkt Pinot Noir víni sem kem-
ur úr jarðvegi með annars konar set-
lögum sem hafa safnast saman ofan
á kalksteininum. Munurinn getur
verið jafn lítill og að önnur vínekran
sé fyrir ofan veg og hin fyrir neðan.
Það voru munkar á miðöldum sem
kortlögðu þetta svæði og gáfu mörg-
um vínekrum nöfnin sem þau bera
enn í dag.
Búrgúnd teygir sig frá Dijon í
norðri niður að Lyon í suðri en að
auki telst Chablis, sem stendur eitt
og sér norðvestur af Dijon, til Búrg-
úndar. Góð og frábær vín er að finna
alls staðar á svæðinu en flestir eru
sammála um að bestu vínin koma
frá La Côte d’Or eða Gullhlíðinni
sem er kalksteinsbrún Saônedals-
ins og skiptist í Côte d’Nuits og
Côte d’Beaune. Côte þýðir í raun
hlíð og ef það stendur Hautes-Côte
þá þýðir það bara hátt í hlíðinni.
Þarna er jarðvegurinn flókinn og
margbreytilegur og þar má finna
marga frægustu vínframleiðendur
Búrgúndar eins og Joseph Drouin
og mörg frægustu vínin eins og
Chambertin, Clos de Vougeot, Rom-
anée-Conti. Að auki er gott að vita
að í Côte d’Beaune má finna þorpin
Meursault, Montrachet og Corton
Charlemagne en þaðan koma mörg
frábær vín.
Flókið hérað
Þó Búrgúnd sé annar risanna í
franskri víngerð, hinn er Bordeaux,
þá nær héraðið einungis yfir 5% af
öllum víngerðarsvæðum Frakk-
lands. Hins vegar státar það af fjórð-
ungi allra staðarheita landsins sem
á frönsku kallast Appellation og eru
þau svæði sem hafa fengið vottun til
víngerðar. Í Búrgúnd eru þessi Ap-
pellation eitt hundrað talsins. Þetta
gerir Búrgúnd að flóknu svæði að
átta sig á. Það hjálpar þó verulega
að vita að í Búrgúnd eru nánast öll
rauðvín Pinot Noir og nánast öll
hvítvín Chardonnay. Reyndar er það
svo að yfir 60% af vínframleiðslunni
er hvítvín og restin er rauðvín auk
smá freyðivíns. Vínin eru svo flokk-
uð í fjóra gæðaflokka sem byggja
á ströngu gæðaeftirliti en almenna
reglan er að því nákvæmar sem upp-
runinn er tekinn fram á flöskumið-
anum, því betra er vínið. Í lægsta
flokknum eru svokölluð héraðsvín,
eða Régional á frönsku, sem eru þá
eingöngu kennd við héraðið og þá
stendur bara Bourgogne á flösk-
unni. 50% allra Búrgúndarvína eru
í þessum flokki. Um 30% af
öllum vínum héraðsins eru
í flokknum þar fyrir ofan og
kallast þorpsvín eða Comm-
unal á frönsku og þar er nafnið
á þorpinu eða undirhéraðið eitt á
flöskunni. Næst besti flokkurinn
er Premier Cru. Cru er orð yfir
ræktunina frá ákveðinni ekru sem
er talin betri en önnur. Þannig fá
þessi vín nafni ekrunnar bætt við
nafn þorpsins eða undirhéraðsins
auk þess sem að á miðanum
stendur Premier Cru. Bestu
ekrurnar fá svo nafngiftina
Grand Cru auk nafn þess
skika sem vínið kemur frá.
Premier og Grand Cru eru um
15% vínframleiðslunnar.
Að smakka Búrgúndar-
vín
Það þarf að nálgast vín
frá Búrgúnd með opnum
huga og alls ekki leita að
einhverjum venjulegum
vínum. Þessi vín eru
um margt ólík vínum úr
sömu þrúgum frá öðrum
löndum. Þau eru þekkt
fyrir fínleika og karakter
og það þarf að gefa sér tíma til
að njóta þeirra. Franska hugtakið
um Terroir á hvergi betur við en um
Búrgúndarvín, bæði hvít og rauð.
Vínin eru líka misjöfn og það er
ágætt að flokka þau eftir fínleika.
Sum þeirra geta verið mikil og þung
en önnur fínleg og fáguð. Eina leið-
in til að læra þetta er að smakka
nokkur í einu og finna muninn.
Það er ágætt ráð að hóa saman
góðu fólki og splæsa saman í nokkr-
ar flöskur til að smakka. Og þá er
mikilvægt að bera saman alla fjóra
gæðaflokkana ef nokkur mögu-
leiki er á því. Og munið að punkta
niður um hvert vín. Og taka mynd,
það er ekkert einfalt að muna eftir
hvernig miðinn leit út næst þegar
þú ferð í vínbúðina. Þú þarft heldur
ekkert að hafa áhyggjur af því að
greina truflusveppi í lykt og sólber
í bragði, aðalatriðið er að punkta hjá
sér hvort þér finnst vínið gott eða
vont og hvort það skilur eitthvað
eftir sig sem þér líkar.
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
Búrgúnd-héraðið (merkt gulu) er stað-
sett í miðju Frakklandi.
Kort af
helstu umdir-
héruðum og
þorpum Búrgúndar.
Chablis
Þekkt fyrir óeikuð, þurr hvítvín með
fínlegu ávaxtabragði.
Côte de Nuits
Aðaláherslan lögð á Pinot noir þrúguna
fyrir rauðvín.
Côte Chalonnaise
Chardonnay og Pinot noir eru ræktuð til
jafns en vínin geta verið misjöfn og erfitt
að gefa þeim heildareinkenni.
Mâcon
Nánst eina hérðaðið sem notar líka
aðrar þrúgur en hin en einna þekktast
fyrir frábær Chardonnay.
Côte de Beaune
Eitt besta Chardonnayhérað heimsins.
Þar er vínið látið eldast í eikartunnum
og verður margslungið og þykkt með
hunang og smjör sem höfuðeinkenni.
5 undirhéruð Búrgúndar