Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 62

Fréttatíminn - 13.06.2014, Síða 62
Önnur mynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar fjallar um Huga, karlmann á miðjum aldri sem hefur lokað sig af í litlu þorpi þar sem hann íhugar hver sín næstu skref eigi að vera. Ljósmynd/Hari Kómísk karlakrísa í mögnuðu umhverfi Kvikmyndin „París norðursins“, í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, verður heimsfrum- sýnd í aðalkeppni hinnar virtu kvikmyndahátíðar í Karlovy Vary í júlí. París norðursins er önnur kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðsson í fullri lengd en fyrri mynd hans „Á annan veg“ vakti mikla athygli á kvikmyndahátíðum og var endurgerð í Bandaríkjunum undir heitinu „Prince Avalanche“. Huldar Breiðfjörð er höfundur handritsins, frumsamin tónlist myndarinnar er eftir Prins Póló en framleiðendur eru Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson.  Bíó Hafsteinn Gunnar frumsýnir París norðursins í næsta mánuði Helgi Björnsson leikur Veigar, föður Huga, sem birtist skyndilega og hristir upp í tilveru sonarins. Þ etta er mannleg drama-kómedía þar sem karakterar eru í forgrunni, frekar en stór og mikil söguframvinda,“ segir Hafsteinn Gunn-ar Sigurðsson, leikstjóri myndarinnar „París norðursins“. „Við Huldar hrífumst báðir af þannig sögum, sem eru lágstemdar en þarfnast samt kannski meiri athygli af áhorfandanum en í einhverri sprengju- mynd. Við treystum á að smáatriðin og persónurnar beri myndina uppi frekar en eitthvað mikið og flókið plott. Engu að síður er mjög dríf- andi framvinda í þessari sögu.“ Hugi, aðalpersóna myndarinnar, sem leikin er af Birni Thors, er staddur á Flateyri til að komast yfir ákveðin tímamót í lífi sínu og hefur ekki margt annað fyrir stafni en að horfa á sjón- varpið og fara á AA- fundi. Hann reynir af mikilli festu og alvöru að bæta sig og líf sitt, líkt og metnaður hans í langhlaupi ber vitni um. Undirtónninn er alvarlegur en það er mikill húmor í myndinni. „Við erum alltaf að reyna að bæta okkur þrátt fyrir að það sé kannski ekki alltaf ástæða til þess. Það er kannski það sem þessi mynd fjallar um, mann sem gleymir að njóta augnabliksins því hann er alltaf í ein- hverju átaki.“ Flateyri áhugavert og myndrænt þorp „París norðursins“ er önnur mynd Haf- steins í fullri lengd en fyrri mynd hans „Á annan veg“ gerist líka á Vestfjörðum. „Það er eigin- lega tilviljun að Vestfirðir urðu fyrir valinu í báðum mynd- unum. Þegar ég gerði „Á annan veg“ var ég búinn að skrifa handritið en vissi ekkert hvar ég ætti að taka hana upp. Svo var ég á leiðinni heim eftir Skjaldborgarhátíð- ina og var eitthvað að horfa í kringum mig í Arnarfirð- inum og áttaði mig á því að það væri alveg fullkominn tökustaður fyrir þá mynd,“ segir Hafsteinn sem hefur eytt töluverðum tíma á Flateyri því vinur hans og hand- ritshöfundur myndarinnar, Huldar Breiðfjörð, á hús þar. „Við vorum komnir með þá hugmynd, töluvert áður en „Á annan veg“ varð til, að gera mynd um feðga sem gerðist í þorpinu. Okkur þykir Flateyri vera mjög áhugavert og myndrænt þorp. Bæði vegna fólksins og þeirrar sérstöku stemningar sem þar er að finna, en líka vegna yfirbragðsins. Ég vil alls ekki nota orðið ljótleiki en það er vissulega ákveðin depressjón í þorpinu sem mætir þessari mögnuðu náttúru sem umlykur það. Stemning fólksins ber samt einhvern veginn umhverfið ofurliði. Svo það eru ákveðnar þversagnir sem mætast í þessum stað, finnst mér.“ Karlar í krísu En myndir Hafsteins eiga fleira sameigin- legt en magnað umhverfið, þær fjalla nefnilega báðar um karlmenn sem hafa misst fótanna og eru að reyna að finna sig á ný. „Ég held að karlmað- urinn almennt sé í krísu og já, myndin fjallar að einhverju leyti um það. Allar þessar breytingar, sem hafa átt sér stað með kvenfrelsis- baráttunni, hafa verið erfiðar fyr- ir marga karl- menn, kynja- hlutverk- in hafa breyst svo mikið. Karlmenn stóðu áður fyrr á mjög styrk- um fótum en nú ganga þeir ekki að öllu vísu og eiga því erfið- ara með að fóta sig. En ég er viss um að þeir hafi mjög gott að því að endurskoða sína stöðu í samfélaginu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 62 menning Helgin 13.-15. júní 2014 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711 HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI Í BÍÓ PARADÍS Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is BLAM (Stóra sviðið) Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Ferjan (Litla sviðið) Fös 13/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.